Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 1
Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson kjörinn heiðursfélagi Íþrótta- og Olympíusambands Íslands Á setningarathöfn Íþróttaþings ÍSÍ í síðustu viku voru fjórir einstak-lingar kjörnir heiðursfélagar í Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands en það voru þau Björg S. Blöndal, Logi Krist- jánsson, Ríkharður Jónsson og Stefán Run- ólfsson. Það voru þeir Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ og Lárus Blöndal varaforseti sem veittu þeim viðurkenningar af þessu tilefni. Þrír einstaklingar voru einnig sæmdir heiðurskrossi ÍSÍ en það voru þau Bjarni Felixson, Jensína Magnúsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir. Setningarathöfn þingsins var með hefðbundnum hætti þar sem forseti ÍSÍ flutti setningarávarp og minntist þar sérstaklega látinna félaga. Í kjölfarið af ávarpi forseta flutti Sigríður Thorlacius söngkona tvö lög við undir- leik Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Formaður UMFÍ, Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, flutti þingfulltrúum kveðju ungmennafélagshreyfingarinnar og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ færði þinginu kveðjur frá Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands, Katrínu Jakobs- dóttur mennta- og menningamálaráðherra og Ellert B. Schram heiðursforseta ÍSÍ en ekkert þeirra gat verið við þingsetninguna. Í samræmi við lög ÍSÍ voru fulltrúar íþrótta- manna voru kosnir á þingið en það eru þau Þormóður Árni Jónsson júdómaður, Árni Þorvaldsson skíðamaður, Ásgeir Sig- urgeirsson skotíþróttamaður og Stefanía Valdimarsdóttir frjálsíþróttakona. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ gaf kost á sér til áfram- haldandi setu en ekki bárust önnur fram- boð til forseta sambandsins. Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is Allt fyrir sjávarútveginn Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað Rafmagnsstjórntæki fyrir skip og báta frá ZF Sími 856 3451 • www.vilji.is Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. • Auðveld í uppsetningu. • Engar skrúfur eða boltar. • Tjakkast milli lofts og gólfs. • Hægt að nota við hallandi loft, 0–45° timbur/gifsloft. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum. • Margir aukahlutir í boði. • Falleg og nútímanleg hönnun. • Passar allstaðar og tekur lítið pláss. • Stillanleg frá 225–307 cm lofthæð, togátak allt að 205 kg. vilji.is ...léttir þér lífið Yfir 800 0 ánæg ðir notendu r á Íslan diStu ðnings- stöngin 24. apríl 2013 4. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN CMT sagarblöð og fræsitennur Heiðurfélagar íSí, Björg S. Blöndal, logi Kristjánsson, ríkharður Jónsson og Stefán runólfsson ásamt stjórnendum íSí. ríkharður Jónsson ásamt eiginkonunni, Hallberu G. leósdóttur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.