Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 2
2 24. apríl 2013 Brekkubæjarskóli á Akranesi og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit: Frumsýna söngleik í Bíóhöllinni 2. maí nk. Í vetur hafa Brekkubæjarskóli og Heiðarskóli unnið saman að uppsetningu á söngleik undir stjórn Samúels Þorsteinssonar og Heiðrúnar Hámundardóttur en þau eru tónmennta- og leiklistarkennarar í Brekkubæjarskóla. Frumsýning er í Bíóhöllinni á Akranesi fimmtudaginn 2. maí nk. Rík áhersla var lögð á þátttöku nem- enda í verkinu og má þar nefna hand- ritsgerð, hönnun á lógó, lagatexta og útfærslu tónlistar enda mikil gróska í tónlistarlífi skólanna. Sýningin skartar gömlum perlum úr tónlistarsögunni og má þar meðal annars nefna I wish eftir Steve Wonder, Proud Mary eftir Tinu Turner, Ég veit þú kemur eftir Trú- brot og Walk this way eftir Aerosmith og er söngur og tónlistarflutningur í höndum nemenda. Handrit söngleiks- ins er samið af Samúel og Heiðrúnu út frá hugmyndum nemenda og fjallar um tvær fjölskyldur sem búa í landi þar sem stríð er yfirvofandi. Skyggnst er inn í heim þessara fjölskyldna og vina þeirra og fá áhorfendur að kynn- ast mismunandi skoðunum þeirra og lífsgildum. Ástin og þær flækjur sem henni geta fylgt spilar svo stórt hlutverk í leikritinu. Unnið hefur verið út frá leiklist- arhugtakinu ,,allir á svið” sem þýðir að allir sem hafa áhuga á að taka þátt í söngleiknum eiga kost á að komast á svið. Eins og með aðrar uppsetningar af þessu tagi koma margar góðar hendur að verkinu. Gefin verður út vegleg leik- skrá í A4 broti sem dreift verður í öll hús á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit um næstu helgi, 27. til 28. apríl nk. Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík með vottað gæðakerfi - markmiðið er að tryggja viðskiptavinunum hámarks gæði Fiskiðjan Bylgja í Ólafsvík fékk fyrr á þessu ári vottun á gæða-kerfi sitt samkvæmt BRC staðli. Undanfari þess var að vinna við upp- færslu á gæðakerfi fyrirtækisins með það að markmiði að styrkja starfsem- ina og fyrirtækið enn betur á mörk- uðum erlendis. Það er ljóst að kröfur frá kaupendum matvæla frá Íslandi, einnig kröfur frá stórmörkuðum og verslunarkeðjum sem bjóða íslensk matvæli á mörkuðum erlendis, hafa verið að aukast undanfarin misseri og við því þurfti að bregðast. Við uppfær- slu gæðakerfisins var stuðst við BRC gæðastaðal (British Retail Consortium, Global standard for food safety), sem í grunninn byggir á HACCP, en sá staðall tekur mið af framleiðslunni í víðu samhengi og þá ekki síst er varðar öryggi matvæla. Verkefnið var unnið í samvinnu við Centrum HACCP en fyrirtækið veitir sérfræðiráðgjöf og þjónustu hvað varðar lausnir í gæða- málum, innleiðingu gæðakerfa, þjálfun og fræðslu sem og eftirfylgni á meðan nýjungar eru að festa sig í sessi. Allt þetta ferli hefur byggst á góðu samstarfi stjórnenda og starfsmanna. Vinnan við uppfærslu gæðakerfisins hefur verið lærdómsrík og skilað fyrirtækinu margvíslegum ávinningi. Meiri og betri yfirsýn er yfir starfsemina og þá lykilþætti er nýtast til markvissari inn- kaupa og framleiðslustjórnunar. Það er ljóst að alþjóðleg gæðakerfi eru gagn- leg, nýtast í markaðsmálum og munu styrkja starfsemina á margvíslegan hátt. Markmiðið að hámarka verðmæti Fiskiðjan Bylgja leggur áherslu á að hún er matvælaframleiðandi og ber ríka ábyrgð sem slík. Mikilvægt er að allir aðilar, er koma að málum, líti á sig sem hlekk í keðju matvæla- framleiðenda er hafa sameiginlegt markmið. Markmiðið er að hámarka verðmæti íslensks sjávarfangs á erlen- dum mörkuðum. Þekking starfsmanna útgerða, fiskmarkaða og flutningsaðila þarf að tryggja að á fyrstu stigum fer- ilsins sé hugað að meðferð hráefnisins. Kæling hráefnisins er lykilatriði frá fyrstu hendi. Mikilvægt er að horft sé til frágangs afla, ísunar, röðunar og an- narra þátta er hafa áhrif á gæði hráefni- sins sem að lokum berst vinnsluaðilum. Í lok dagsins eru allir sem koma að vinnslu sjávarfangs, vissulega að stefna að sama markmiði. Fiskiðjan Bylgja verkar, frystir og flytur út yfir 15 fiskitegundir. Þar má nefna steinbít, lúðu, ýsu, karfa, löngu, skötusel, tindaskötu, rauðsprettu, lang- lúru, ufsa, þorsk, lýsu og sandkola. Markmið Fiskiðjunnar Bylgju hf er að tryggja viðskiptavinum fyrirtækis- ins ferskan, frystan fisk, sem fenginn er með ábyrgum og sjálfbærum fisk- veiðum. Skeifudagur Grana á Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta Á sumardaginn fyrsta verður haldinn hátíðlegur Skeifu-dagur Grana á Mið-Fossum í Andakíl sem er hestamiðstöð LbhÍ. Grani er hestamannafélag nem- enda við Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetr- arstarfsins í reiðmennsku og frum- tamningum. Reiðkennari nemenda í vetur er Heimir Gunnarsson. Keppni hefst á forkeppni í Reyn- isbikarnum kl. 10.00 en þátttak- endur eru tveir fulltrúar úr öllum sjö hópum reiðmannsins. Síðan tekur við sýningaratriði reiðkennara, kynning á frumtamningatryppum og síðan úrslit í keppni um Reyn- isbikarinn og úrslit í keppni um Gunnarsbikarinn. Kl. 15.00 er svo kaffihlaðborð í mötuneyti skólans með verðlaunaafhendingum og útskrift reiðmanna. Nokkuð sem enginn má missa af. Forseti íslands hefur m.a. kynnt sér starfsemi Fiskiðjunnar Bylgju í Ólafsvík. Hér kynnir Baldvin leifur ívarsson framkvæmdastjóri Bylgjunnar forseta starfsemi fyrirtækisins en Jón Þór lúðvíksson forseti bæjarstjórnar Snæfells- bæjar fylgist með. Skýra stefnu í byggðamálum - sóknaráætlanir landshluta styrkja landsbyggðina Ýmislegt áhugavert hefur átt sér stað í byggðamálum þrátt fyrir erfiðileika vegna hrunsins og eftirfylgjandi kreppu. Lítum á eftirfandi: ,,Sóknaráætlanir landshluta eru sameiginlegt þróunar- verkefni ráðuneyta og sveitarfélaga. Verklagið sem byggt er á er nýsköpun í íslenskri stjórnsýslu og vinnur Stjórn- arráðið sem ein heild með einn mála- flokk, byggðamál. Markmiðið er að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna á forgangsröðun og útdeilingu ríkisfjár til verkefna á sviði byggða- og samfélagsþróunar sem ekki eru falin öðrum með lögum. Til- gangurinn er að ná fram betri nýtingu fjármuna og færa ákvarðanatöku nær heimamönnum sem þekkja best til að- stæðna.” Ofangreindar tilvitnanir eru af vef Sóknaráætlana landshluta sem er áhugavert byggðaverkefni sem ríkis- stjórnin hefur unnið að á liðnum árum og ávextirnir verið að koma í ljós. Á grunni þessarar vinnu hafa mörg ver- kefni sem miða að eflingu byggðanna komist á laggirnar. Meðal verkefna má nefna dreifnám, almenningssam- göngur, markaðssetningu, vöruþróun ofl. Alls eru lagðar 400 milljónir í þessi verkefni á árinu 2013. Mikilvægt er að hafa í huga að verkefnin byggja á stefnumótun heimamanna á hverju svæði og snúast því um þau atriði sem fólk á hverju svæði telur brýnast að sé sinnt. Áhugasamir ættu að kynna sér málið frekar á eftirfarandi vefslóð: http://stjornarrad.is/sl/. Efling sveitarfélaganna – skýrari stefna – gæti ESB aðild hjálpað? Á vettvangi sveitarstjórnanna og þá einkum innan samstarfsfélaga og stof- nana þeirra eins og Sambands íslensk- ra sveitarfélaga er stöðug umræða um þróun stjórnsýslunnar, sameiningu sveitarfélaga og áhrif Evrópusamband- saðildar Íslands ef af yrði. Sýnist mér flestum finnast sem frekari samein- ingar sveitarfélaga sé besti kosturinn til bættrar stjórnsýslu, betri þjónustu og hagkvæmari reksturs og er það vel og mjög í anda okkar jafnaðarmanna. Eins má víða merkja áhuga sveitar- stjórnarmanna á Evrópumálum og athyglisvert var að hlýða á formann Sambands íslenskra sveitarfélaga segja í útvarpsviðtali þann 5. mars sl. að ýmis sóknarfæri séu fyrir dreifbýlið með Evrópusambandsaðild. Byg- gðastefna sambandsins er einföld, skilvirk og hentar okkur vel. Dreifbýl svæði sem búa við íbúafækkun, hæk- kandi meðalaldur, lækkandi menntu- narstig og einhæft atvinnustig eru að margra mati betur sett innan ESB en utan þar sem byggða og atvinnustefna sambandsins er slíkum svæðum hag- felld. Sveitarfélögin verða að styrkjast með frekari sameiningum og ef þjó- nusta þeirra flyst við það á færri staði verða þau, í samstarfi við ríkisvaldið, að leggja stóraukna áherslu á ódýrar og greiðar samgöngur og gott aðgengi. Samfylkingin vill á komandi árum beita sér fyrir stefnumótun í byggða- málum sem byggir á raunhæfu mati og er líkleg til þess að ná árangri. Hörður Ríkharðsson Er í 3. sæti á lista Samfylkingar- innar í Norðvesturkjördæmi Hörður ríkharðsson. Frá Skeifudegi Granda á sl. ári. Hópur þátttakenda ber saman bækur sínar á æfingu. Hjördís Tinna pálmadóttir er ein fjölda hæfileikaríkra krakka sem taka þátt í söngleiknum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.