Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2013 Vesturland 4. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor. is. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Grundarfjörður: Á góðri stund og Sögumiðstöðin Hátíðarfélag Grundarfjarðar hefur auglýst eftir fram-kvæmdarstjóra hátíðarinnar ,,Á góðri stund” fyrir árið 2013. Starfið felst í að skipuleggja og stjórna há- tíðinni ,,Á góðri stund” í Grundar- firði,öflun styrkja og umsjón með hátíðinni. Í fyrra var hátíðin haldin í lok júlímánaðar og þar stóð gestum fjölmargt til boða og hátíðarútvarp var alla vikuna. Nefna má leiktæki frá Sprell, litboltavöll við grunn- skólann, handverksmarkað og hand- verk frá Gallerý 8, hverfin kepptu í skreytingum, sundlaugapartý í boði FISK en það var Pool partý með stóru hljóðkerfi, ljósum og reyk. Stórtón- leikar voru í risatjaldi, Opna Soffa- mótið í golfi á Bárarvelli, sýning á verkum barna í Listasmiðju, keppni í körfubolta, harmonikkudansleikur og boðið var upp á fjölskyldudag- skrá. Markaður var á hátíðarsvæði og þannig mætti margt fleira til telja. Ekki er að efa að stefnt er að því að hátíðin í ár verði ekki síðri svo vænlegt er að taka frá þessa helgi og skunda rakleitt til Grundarfjarðar. Húsnæði Sögumiðstöðvarinnar Bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar he- fur samþykkt að bæjarstjóri, Björn Steinar Pálmason, fái heimild til þess að bjóða „Blöðruskalla, grundfirsku sögufélagi“ að bærinn yfirtaki húsnæði Sögumiðstöðvarinnar við Grundargötu 35, m.a. undir starfsemi Sögumiðstöð- var, fyrir andvirði áhvílandi láns sem tekið var vegna kaupa á húsnæðinu árið 2003. Frá upphafi hefur styrkur bæjarins til starfseminnar m.a. staðið undir afborgunum af þessu láni. Þetta mun því ekki auka framlög bæjarins til starfseminnar en skuldahlutfall bæ- jarins mun hækka óverulega. Áhvílandi lán stendur í um 8 milljónum króna. Þannig vinna jafnaðarmenn Við vorum ekki gott samfélag árið 2007. Í vímu góðæris-áranna jókst mismunun og yfirgangur í samfélagi okkar. Munur hæstu og lægstu launa var himin- skautamunur, árslaun verkamanns- ins voru vikulaun fjármálajöfursins. Menn keyptu þyrlur, földu auðæfi í skattaskjólum og átu gull í veislum. Sífellt eru að koma upp fleiri og fleiri mál, sem sýna þá græðgi og firringu sem hér viðgekkst. Hinn almenni launamaður á síðan að borga brús- ann. Kárahnúkavirkjun var reist, stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Nú er Lagarfljótið lífvana og lifnar varla við aftur - ólíkt íslensku hag- kerfi, sem hefði getað farið sömu leið. Í átján ár léku lausum hala þau öfl í samfélagi okkar sem nú berjast fyrir því að fá 2007 ástandið aftur: Gamla bóluhagkerfið – rússi- banareiðina sem veitir falska vellíðan og spennu, þar til allt hrynur. Eftir 2008 hefur það verið hlutskipti okkar jafnaðarmanna taka til eftir frjáls- hyggjufylleríið. Það var mikið verk en nú er því að mestu lokið. Göran Person kallaði það kraftaverk að ríkisstjórninni skyldi takast að ná halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum króna í 3,6 milljarða á fjórum árum og verja jafnframt velferðarkerfið. Okkur tókst það sem engri annarri þjóð hefur tekist í kreppu – að verja kjör þeirra lægst launuðu og auka jöfnuð í samfélaginu. Spurningin er bara hvort íslenska þjóðin ætlar þá strax að bjóða í óstjórnlegt partý – nýtt algleymi? Ef marka má síðustu skoðanakannanir gæti það orðið. Það má ekki gerast að þeir stjórn- málaflokkar sem stjórnuðu Hruna- dansinum í tæpa tvo áratugi og inn- leiddu græðgisvæðinguna í samfélag okkar nái hér undirtökum á ný. Þjóðin þarf ekki nýtt fyllerí . Við þurfum að byggja hér upp samfélag eins og við myndum byggja upp heimili. Við þurfum sem samfélagsþegnar öryggi og skjól. Við þráum samfélagslegan „heimilisfrið“ – uppbyggingu og endurreisn á heilbrigðum forsendum. Að því hefur Samfylkingin unnið allt þetta kjörtímabil – að því mun hún áfram vinna. Aukinn jöfnuður Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðar- menn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsu- narstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan. Við breyttum skattkerfinu – og já, við hækkuðum skatta á þá hæstlaunuðu, en um leið hlífðum við láglaunahópunum og vörðum millitekjuhópinn. Við ju- kum stuðning við ungar barnafjöl- skyldur, hækkuðum barnabætur, hækkuðum húsaleigubætur,komum á gjaldfrjálsum tannlækningum, lengdum fæðingarorlofið og drógum úr skerðingum. Við stórhækkuðum vaxtabætur og greiddum samtals hundrað milljarða í þær og barnabæ- tur á kjörtímabilinu – meira en nok- kur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni gert. Kaupmáttur lægstu launa er hærri nú en hann var í góðærinu. Skattbyrðin er lægri. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er nú helmingi minni en árið 2007 þegar hann varð mestur. Okkur tókst það sem engri annarri þjóð hefur tekist, sem hefur lent í kreppu. Við vörðum kjör hinna lægst launuðu samhliða aukinni skattheimtu og óhjákvæmi- legum niðurskurði. Þannig vinna jafnaðarmenn. Samfylkingin býður ábyrga stefnu um stöðugleika í efna- hagslífinu, heilbrigðar leikreglur, heiðarleika og gagnsæi – og hún fyl- gir þeirri stefnu. Við bjóðum ekki hús reist á sandi gylliboða, heldur endurreist samfélag byggt á kletti. Sá klettur er jafnaðarstefnan. Guðbjartur Hannesson Ólína Þorvarðardóttir alþingismenn Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Landspítalinn er hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar í landinu, en er þar allt með felldu? Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, segir í Læknablaðinu svo ekki vera, spítalinn sé yfirfullur og leguplássum á lyflækningadeildum hafi fækkað um 16% frá 2008 og bráðainnlögnum fjölgað um 24% frá 2009. Afleiðingin er meðal annars sú að fólk liggur reglulega á göngum og það sé einfaldlega þjóðarskömm. Sigurður segir vinnuaðstöðuna vera til vansa. Vinnuborð ungra lækna lyfjadeilda á bráðamóttöku er til dæmis á ganginum, og ekki bregst að þar er fylliraftur næturinnar látinn liggja. Hann og fleiri gestir og gangandi halda þeim svo uppi á snakki næturlangt. Við slíkar aðstæður er þreytandi að vinna. Ef tekst að bæta þetta og annað skylt er auðveldara að takast á við álag. Tækjabúnaður er úreltur og jafnvel hættu- legur, og húsnæðismálin í ólestri, meira að segja herjar þar mygla. Undir þetta allt skal heilshugar tekið, þessi spítali sem ber nafn sem bendir til þjónustu við þjóðina alla er sjálfstæðri þjóð til skammar. Reykjavíkurborg hefur eðli málsins samkvæmt haft deiliskipulag spítalans á sinni könnu, en þar gengur hvorki né rekur, hver höndin upp á móti annarri. Sveitarstjórnir á Vesturlandi þegja þunnu hljóði líkt og þeim komi þetta ekkert við, þótt Vestlendingar sæki töluvert í læknaþjónustu og sjúkrahúsvist á höfuðborgarsvæðinu. Vest- lendingar eiga mikið undir að í Reykjavík sé rekið sómasamlegt sjúkrahús og jafnvel flugvöllur við það til að tengja landsbyggðina við höfuðborgina sem hefur ýmsum skyldum að gegna, þótt sumir borgarfulltrúar séu ekki alltaf að skilja þá skyldu borgarinnar. Sigurður Guðmundsson bendir réttilega á að á meðan sífellt hefur verið þrengt að heilbrigðisþjónustu hefur illa reknum fjármálastofnunum og tryggingafélögum ítrekað verið komið til bjargar, ákvarðanir teknar um rándýr jarðgöng, nærfellt milljarður lagður til umræðu um nýja stjórnarskrá, málefni sem nú hefur brotlent með nokkrum látum. Sagt er að 50 milljarða hafi þurft til að bjarga BYR og Sparisjóði Keflavíkur, sem er ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfi til að byggja nýtt hús fyrir spítalann. Vafalítið er unnt að færa rök fyrir því að bjarga tryggingar- félagi og ný stjórnarskrá er mörgum heilög vé. Hins vegar skortir umræðu um vægi og vigt, mikilvægi þess að raða málum í forgang. Hvort vegur þyngra, styrk og öflug heilbrigðisþjónusta eða framtíð sparisjóðs sem hefur verið mergsoginn af stjórnendum hans? Nú líður að alþingiskosningum og hver vonbiðilinn á fætur öðrum reynir að höfða til kjósenda. Heilbrigðismál hafa aldrei verið kosningamál á Íslandi. Nú þarf að breyta því. Sjónarmiðum heilbrigðisþjónustu þarf að koma á framfæri við þá sem vilja ráða þessu þjóð- félagi næstu fjögur árin. Þeir þurfa að gera grein fyrir því hvort og hvernig þeir vilja efla heilbrigðisþjónustuna á ný og hvaðan fjármunir til þess eigi að koma, hvaða málefni víki fyrir heilbrigðismálum á forgangslista flokkanna. Engin frambjóðandi á Vesturlandi hefur minnst einu orði á heilbrigðismálin, a.m.k. ekki í fjölmiðlum, þótt víða í þessum fallega landshluta sé ógnarlöng bið eftir að ná í lækni á heilsugæslu, verulega skortir rými fyrir eldri borgara sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili, og víða eru þau alls ekki til staðar í heimabyggð þeirra. Líklegt er að þeir frambjóðendur sem setja heilbrigðismál á forgangslista munu auka fylgi sitt, a.m.k. úr röðum þeirra sem enn hafa ekki ákveðið hvernig þeir hyggjast verja atkvæði sínu í þingkosningunum næsta laugardag, 27. apríl nk. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Vestlendingum mikilvægt að í Reykjavík sé rekið sómasamlegt sjúkrahús Leiðari Myndtxt: Grundarfjarðarkirkja sem er í Setbergssókn þar sem sr. aðalsteinn Þorvaldsson þjónar og fjallið Kirkjufell sem er 463 metra hátt, áberandi kennileiti í Grundarfirði, og einstakt fyrir fagurt form. Kirkjufell er líka ögrun fyrir vana fjallgöngumenn en er erfitt uppgöngu. Guðbjartur Hannesson. Ólína Þorvarðardóttir. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.