Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 8
8 24. apríl 2013 ,,Lánamál bænda hafa verið mér mjög hugleikinn” - segir Búnaðarþingsfulltrúinn Guðný H. Jakobsdóttir í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík Einkunnarorð Búnaðarþings 2013 sem fram fór í marsmánuði voru ,,Bændur segja allt gott” sem er liður í því að kynna bændasamfélagið og búskap betur en gert hefur verið til þessa fyrir landsmönnum. Bænda- samtökin kusu sér nýjan formann, en Haraldur Benediktsson, Vestri-Reyni, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann er nú í framboði til Alþingis. Nýr formaður er Sigurgeir Sindri Sigur- geirsson bóndi í Bakkakoti í Borgar- firði en í fysta skipti í sögu samtak- anna eru konur í meirihluta í stjórn. Kosin voru Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri, Guðbjörg Jóns- dóttir á Læk, Þórhallur Bjarnason á Laugalandi, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum. Guðný H. Jakobsdóttir, bóndi í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík í sveitarfélaginu Snæfellsbæ, var einn fjögurra aðalfulltrúa Búnaðarsamtaka Vesturlands. Að Syðri-Knarrartungu eru um 50 kýr í fjósi og fyrir sálarhreill bóndans, eins og Guðný nefnir það, samanstendur bústofninn eining af um 40 kindum. Meginbúskapurinn er því mjólkurframleiðsla. Þingið sátu 48 fulltrúar auk gesta, þar af 12 konur, eða um 25% þingfulltrúa. Guðný segir það klárlega vera merk tímamót að meirihluti stjórnar Bændasamtakanna skuli vera skipaður konum og það sé ekki auðvelt að benda á stjórnir, allra síst landsamtaka, þar sem meirihlutinn er skipaður konum. Guðný telur víst að þessar konur muni setja mark sitt á það sem stjórnin lætur fara frá sér, en bendir jafnframt á að innan Bændasamtakanna hafi stundum verið starfandi jafnræettis- nefnd. Kannski sé það óbeint að skila árangri. Guðný var að sita sjöunda Búnað- arþingið á sínu þriðja kjörtímabili. Til þessa hafa konur verið fámennar á þingum bænda, en þeim fer þó heldur fjölgandi. Guðný er formaður Búnað- arsamtaka Vesturlands og gegnum það kviknaði áhugi hennar að komast á Búnaðarþing, enda er það býsna mik- ilvæg tenging úr héraði. ,,Það er mjög algengt að formenn búnaðarsamtaka og búgreinasamtaka sitji á Búnaðarþingum en það leggur jafnframt þær skuldur á herðar að upp- lýsa bændur heima í héraði hvað fram hafi farið á þinginu, bæði persónulega og eins á fundum bænda heima í hér- aði,” segir Guðný. -Voru einhver mál sem vöktu athygli á þína á þinginu og þú hafðir sérstakan áhuga á að næði fram að ganga? ,,Í upphafi þings var ég býsna opin fyrir því sem var í gangi en áður kom ég nærri kjörum og starfsumhverfi bænda og sat í nefnd þar að lútandi, en lána- mál landbúnaðarins hafa verið mér mjög hugleikinn. Meðan ekki verður nein breyting á lánamálum bænda verður ekkert hætt að ræða þau og koma því til leiðar að þau verði betri. Núna er ákveðin pattstaða, ákaflega lítið að gerast í okkar málum en rétt eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu þá fundum við fyrir hruninu. Það var bú- inn að vera mikill uppbyggingartími í landbúnaði frá árinu 2000, mikið um framkvæmdir, byggð ný fjós og önnur lagfærð og ýmsar aðrar framkvæmdir í gangi, en þar á undan hafði um lengri tíma ríkt stöðnun. Margir bændur eru í dag að súpa seyðið af því. Stærsti hluti búanna er rekin á kennitölu einstak- lingsins sem og heimilið en það er að breytast, en samt er þetta enn algeng- asta rekstrarformið. Fyrir ári tókum við tímamótaá- kvörðun sem reyndar var búin að vera um skeið í undirbúningi. Það var að aðskilja ráðgjafaþjónustuna í land- búnaði frá hagsmunagæslunni. Það er m.a. matvælaumræðan, ESB-um- ræðan, áburðaráætlanir, fóðuráætlanir, nautaval á kýrnar og margt fleira sem flyst frá Bændasamtökunum, og var rekin einnig af Búnaðarsamtökunum í landinu. Nú er þessi starfsemi í nýju fyrirtæki, Ráðgjafamiðstöð landbún- aðarins. Þetta var risastórt skref og alls ekki óumdeilt en ég segi að okkur bar gæfa til að stíga þetta skref og ég er sannfærð um að þetta verður okkur bændum til hagsbóta en auðvitað verður þetta erfitt fyrst meðan verið er að samræma starfsmenn undir einn hatt. Þetta mun taka einhver tíma meðan verið er að slípa þetta allt til en í þessu felast gríðarleg tækifæri en fyrst og fremst mun þetta styðja við land- búnaðinn og styrkja hann um allt land.” -Var nauðsynlegt að færa ráðgjafa- þjónustuna frá Bændasamtökunum? ,,Já.” Sátt og samhugur á Búnaðarþingi - Hefur afgreiðsla einhverra mála farið öðru vísi en þú áttir von á? ,, Ekki kemur neitt sérstakt mál upp í hugann sem einhver togstreita hefur ríkt um. Það ríkti mikil sátt og sam- hugur á Búnaðarþinginu þrátt fyrir að þarna sætu ólíkir einstaklingar sem koma úr ólíkum geirum landbúnað- arins. Okkur hefur borið gæfa til að starfa saman um mál og ná sátt um þau. Það var ekki verið að skilja við mál í einhverri óeiningu en mér er kunnugt um að stundum skiptust menn í fylk- ingar áður fyrr og þá tekist hart um einstaka mál. Það hafa nokkur mál verið til um- ræðu sem snúa að þjónustu við dreif- býlið. Þar vil ég nefna samgöngur, sér- staklega vegi, en viðhald vega er æði misjöfn, vægast sagt og þar verulega gæðum skipt milli þeirra sem vegina nota. Stundum virðist sem nýfram- kvæmdir séu að kostnað viðhalds eldri vega. Börnin okkar sækja skóla að Lýsuhóli sem er um 15 mínútna akstur, en það er alls ekki alltaf mokað svo þangað sé fært. Nettengingar voru nokkuð til umræðu sem eru víða ekki góðar. Rafmagnslínur eiga það til að slitna í vondum veðrum, það gerðist m.a. í óveðri milli jóla og nýárs, þá kubbuðust í sundur margir rafmagns- staurar svo hér varð rafmagnslaust. Við eigum hins vegar olíukynntar raf- stöðvar sem við getum notað til mjalta og fleira. Það er nú bara þannig að án rafmagns gerir maður ekkert.” - Umræður um uppruna hráefnis í þeim vörum sem kaupendum stendur til boða hefur farið nokkuð hátt að undanförnu. Í einhverjum tilfellum hafa ekki staðist þær upplýsingar sem gefnar hafa verið upp á umbúðum, jafnvel ekkert af kjöti þar sem átti að vera ákveðið hlutfall kjöts í vörunni. Þessi vörusvik hljóta að koma við ykkur bændur, það rýrir álit neytenda á frumframleiðslu ykkar bænda.” ,,Þetta er gríðarlega harkalegt. Þetta eru ekki bara svik við neytendur, þetta eru líka svik við okkur bændur því við skilum okkar framleiðslu eins og mjólk eins og umsamið er okkar gripum í slát- urhús. Svo fær neytandinn eitthvað allt annað en t.d. nautakjöt eins og hann er að sækjast eftir. Þetta kemur vissu óorði á okkur þó við höfum ekkert um þetta að segja eftir að framleiðslan okkar er komin í afurðastöðvarnar, hvað þá lengra. Á Búnaðarþingi var rætt um ímynd landbúnaðarins, aukin gæði, ásýnd og orðspor og hvatt til þess að vinna að auknum leiðbeiningum um góða fram- leiðsluhætti. Ég er hvetjandi þess að settar verði reglur um hvernig ásýndin eigi að vera, en fyrst og fremst að gæðin séu í lagi. Okkur er einnig sárt þegar bændur eru að fara illa með bústofninn eins og því miður eru einhver dæmi um, og okkur gremst oft hve seint kerfið er að taka við sér, til hjálpar skepnunum.” -Hefur eftirlit með gæðum og uppruna vöru kannski verið í molum? ,,Bændur hafa ekki verið allt of ánægðir með forðagæslumál. Þetta hefur verið þungt í vöfum, það hefur verið erfitt að bregðast við því þessi eignaréttur er svo ríkur og sterkur og réttur til að andmæla.” Neysla mjólkur fer dvínandi - Hver er staða landbúnaðarins í dag. Búum hefur verið að fækka en önnur að stækka. Er fólk enn að bregða búi og góðar bújarðir að fara í eyði? Eru laxveiðimenn enn að kaupa góðar lax- veiðijarðir og þar með leggja af búskap á viðkomandi jörðum? ,,Sjálfsagt er eitthvað um þetta, en það hefur hægt verulega á þessu. Fram- leiðslumarkið í mjólk hefur farið úr 114 milljónum lítra upp í 116 milljónir lítra svo ekki dregur úr framleiðslu í þessum geira, en það sem er umfram er verið að selja erlendis, fyrst og fremst smjör og osta. Framleiðsla á skyri hefur auk- ist verulega, og það má almennt segja um unnar mjólkurvörur, enda hefur eftirspurnin farið vaxandi. En neysla drykkjavara lækkar hægt og rólega með hverju árinu sem líður. Færri og færri virðast drekka mjólk í dag og kannski ræður því einhver áróður gegn fituríkri mjólk. Kannski finnast einhver ráð til að snúa þeirri þróun við. Einu sinni var alltaf drukkin mjólk með mat og það virðist engum hafa orðið meint af því. En bændur verða að laga sig að breyttum aðstæðum á markaði og þróa nýjar vörur,” segir Guðný H. Jakobs- dóttir í Syðri-Knarrartungu. Á Búnaðarþingi var rætt um ímynd landbúnaðar- ins, aukin gæði, ásýnd og orðspor og hvatt til þess að vinna að auknum leið- beiningum um góða fram- leiðsluhætti. Ég er hvetjandi þess að settar verði reglur um hvernig ásýndin eigi að vera, en fyrst og fremst að gæðin séu í lagi. Syðri-Knarrartunga. Guðný H. Jakobsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.