Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.04.2013, Blaðsíða 12
24. apríl 2013 Fjölmargir staðir á Vesturlandi fengu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Fyrir skömmu var tilkynnt um úthlutun 279 milljóna króna úr Framkvæmdasjóði ferðamanna- staða. Þetta er þriðja úthlutun ársins og hefur þá alls rúmum 576 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum á árinu. Framkvæmdasjóður Ferða- mannastaða er fjármagnaður með 3/5 hlutum gistináttagjalds en að auki var sjóðurinn stórefldur með fjárfestinga- áætlun ríkisstjórnarinnar og ákveðið að hann fái árlega 500 milljónir króna aukalega árin 2013 - 2015 til að hraða úrbótum á fjölsóttum ferðamanna- stöðum og byggja upp nýja, allt með sérstakri áherslu á vernd umhverfis. Sömu ár renna 250 milljónir árlega úr fjárfestingaáætlun til þjóðgarða og friðlýstra svæða. „Í ár stefnir í enn eitt metið í ís- lenskri ferðaþjónustu og því mun álagið á ferðamannastaði í landinu enn aukast. Á okkur hvílir sú skylda að náttúran beri ekki skaða af og með því að stórefla Framkvæmdasjóð ferða- mannastaða er verið að lyfta grettistaki í fjölgun ferðamannastaða og um leið hlúð að náttúru viðkvæmra svæða. Við erum að leggja grunn að því að íslensk náttúra og ferðaþjónusta geti blómstrað hlið við hlið og þetta er lang stærsta átak sem nokkru sinni hefur verið ráð- ist í af þessu tagi,” segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpun- arráðherra. Jón Sigurðsson fyrrum rektor á Bifröst og ráðherra: Gefur út bókina ,,Eigi víkja“ Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina ,,Eigi víkja” eftir Jón Sigurðsson, fyrrum rektor Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra. Í bókinni, sem flokka má undir alþýðurit, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Ís- lendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóð- málastefna og verkefnaskrá Jóns for- seta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina ís- lenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóð ernisstefnu? Er þjóðmála- stefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakof anum? Og: Hverjar eru s am fé l a g s for- sendur Bjarts í Sumar húsum? Enginn áhugamaður um sögu Ís- lands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér fara. Á Vesturlandi fengu þessir staðir styrk: Akraneskaupstaður - Breiðin Akranesi 3,4 milljónir króna Akraneskaupstaður - Útivistarperlan Langisandur á Akranesi 2 milljónir króna Borgarbyggð - Sögubærinn Borgarnes 5 milljónir króna Dalabyggð - Áfangastaðir í Dalabyggð 1,5 milljónir króna Hvalfjarðarsveit - Stefnumótun og skipulag í Botnsdal 2 milljónir króna Lionsklúbbur Stykkishólms Fræðsluskilti í og við Stykkishólm 500 þúsund krónur Minjastofnun Íslands Frumhönnun til verndar minja 1,3 milljónir króna Snorrastofa í Reykholti Umhverfi og útiminjar í Reykholti 13 milljónir króna Snæfellsbær Bjarnarfoss í Staðarsveit, skipulag og hönnun 450 þúsund krónur Snæfellsbær Áningarstaður við Rif 13,3 milljónir króna Snæfellsbær Strandupplifun ogsjóböð í Snæfellsbæ 1 milljón króna Snæfellsbær Útivistarstígur milli Rifs og Ólafsvíkur 25 milljónir króna Undirbúningsfélag Skipulag ferðamannastaða í uppsv. Borgarfj. 1,3 milljónir króna Þróunarfélag Snæfellinga Helgafell – umhverfishönnun og skipulag 1,8 milljónir króna Trú, von og pólitík Þegar ég var um tvítugt skráði ég mig úr þjóðkirkjunni. Ekki af því ég hætti að trúa, heldur vegna þess að mér fannst við – heims- byggðin – vera að nálgast viðfangsefnið á röngum forsendum. Hvað hafa mörg stríð verið háð í nafni friðar? Hvað hafa mörg ódæðisverk verið framin undir yfirskyni ákveðins trúarflokks? Ég tel mig engu að síður vera frekar trúaða, jafnvel mjög. Ég trúi á það góða, lífið og æðri máttarvald – sama hvaða nafni það nefnist. Trú er falleg í eðli sínu, en tilbúið kerfi í kringum hana bíður upp á misskilning, meting og erjur. Af því er ég ekki hrifin. Ég tel mig vera með pólitískt hjarta og sennilega erum við öll með það. Hvatinn er að móta samfélagið á þann hátt sem við teljum vænlegast út frá okkar gildum, reynslu og sýn sem síðan er ólík eftir einstak- lingum eins og gefur að skilja. Ég get þess vegna ekki skilið hvernig við högum pólitískri umræðu og alveg sér- staklega í aðdraganda kosninga. Ég sem áhugamanneskja um stjórnmál hlýt að fagna öllum þeim sem áhuga hafa á þessum sama málaflokki – stjórn- málum. Pólitík er falleg í eðli sínu, en það sama á við hana og trúna. Menn- ingin og hefðin í kringum hana bjóða upp á misskilning, meting og erjur. Við erum að nálgast stjórnmál á röngum forsendum. Of mikil mannauður fer í eitthvað sem ekki skilar samfélaginu neinu til baka. Ég hef ofurtrú á sam- vinnu og tel hana alltaf vænlegri til árangurs en samkeppni. Jöfn tækifæri Ég hef verið spurð að því hvers vegna bændaelskandi atvinnurekandi kjósi Samfylkinguna. Því er auðsvarað. Mín pólitísku gildi eru að ég kýs út frá því sem ég tel best fyrir almanna- hag. Mér finnast sérhagsmunir ekki eiga heima í pólitík af neinu tagi. Fall- egasta pólitíska hugsun er í mínum huga „jöfn tækifæri“. Við komum inn í þetta líf á ólíkum forsendum þar sem lífsgæðum og möguleikum er misskipt. Ef allir fengju svo san- narlega jöfn tækifæri til að skapa sér lífsgæði þá hlýtur samfélagið að blómstra, í nútíð og framtíð. Því trúi ég í það minnsta. Berum virðingu fyrir hvert öðru og ólíkum gildum. Áfram allir þeir sem áhuga hafa á stjórnmálum. Hlédís Sveinsdóttir skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Hlédís Sveinsdóttir. Umhverfi og útiminjar í reyholti fá 13 milljón króna styrk. Snorralaug er eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Kápumynd bókarinnar. Óskum öllum launþegum á Íslandi til hamingju með baráttudag verkalýðsins 1. maí 12 Óskum Víkingi Ólafsvík til hamingju með ÚRVALSDEILDARSÆTIÐ Mynd Þröstur Albertsson Óskum V kingi Ólaf vík til hamin ju með ÚRVALSDEILDARSÆTIÐ Mynd Þröstur Albertsson MÁLTÍÐ MÁNAÐARINS Á KFC 90568 • P ipar • S ÍA 899krónur Aðeins + + Meltz franskar gos gerðir í boði sweet chili bbq TRANS- TAFI ákvörðun fyrrverandi sjáva útvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jaf vægi í lífríki sjávar. Við styðjum eilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðj m heilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Stálskip ehf Hv lur Félag hrefnuveiðimanna Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar Hafmeyjan ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshug r v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar MÁLTÍÐ MÁNAÐARINS Á KFC 90568 • P ipar • S ÍA 899krónur Aðeins + + Meltz franskar gos gerðir í boði sweet chili bbq TRANS- TAFI ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum h ilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, e da stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Stálskip ehf Hvalur Félag hrefnuveiðimanna Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar Hafmeyjan ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshug v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.