Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 2
2 30. maí 2013 Þrettán nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Fyrir skömmu brautskráðust 13 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Anna Júnía Kjart- ansdóttir, Elísabet Kristin Atladóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Ólafur Jónsson, Katrín Sara Reyes, Sandra Dröfn Thom- sen og Sunna Rós Arnarsdóttir. Af starfsbraut brautskráðust 2 nemendur, þeir Bjargmundur Hermann Sigurðsson og Sigurður Fannar Gunnsteinsson. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Brynja Aud Aradóttir, Hildur Björg Kjart- ansdóttir og Ólöf Birna Rafnsdóttir. Einnig fékk einn nemandi, Dóra Að- alsteinsdóttir sem var að ljúka námi til sjúkraliða frá Verkmenntaskóla Aust- urlands, afhent útskriftarskírteini sitt við athöfnina. Athöfnin hófst á því að Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfell- inga, Jón Eggert Bragason brautskráði nemendur og flutti ávarp. Í ávarpinu talaði hann hlýlega til nýstúdenta og minnti þau m.a. á það að rækta ávallt sambönd sín við vini og fjölskyldu. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, að- stoðarskólameistari afhenti síðan nem- endum verðlaun fyrir góðan námsár- angur. Sveitarfélögin gáfu verðlaun auk Arion banka og FSN. Hæstu einkunn á stúdentsprófi eða með 9,4 í meðal- einkunn hlaut Anna Júnía Kjartans- dóttir. Anna Júnía hlut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í sögu, sálfræði, ís- lensku, ensku og þýsku, ássamt því að fá verðlaun fyrri afburða góða ástundun í íþróttum. Einnig fékk þessi hæfileikaríki nýstúdent viðurkenningu frá Kvenfé- laginu Gleym mér ei í Grundarfirði fyrir góðan árangur í listgreinum. Anna Júnía hefur stundað tónlistarnám af kappi og spilað með Stórsveit Snæfellsnes frá stofnun hennar. Hildur Björg Kjart- ansdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði, íslensku, stærðfræði og spænsku. Katrín Sara Reyes hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í félags- fræði og Elísabet Kristín Atladóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sögu. Kvenfélagið Gleym mér ei gefur einnig nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið. En þar má m.a. finna þvottaleiðbeiningar ásamt góðum ráðum við geymslu mat- væla. Elísabet Kristín Atladóttir hélt að lokum kveðjuræðu fyrir hönd út- skriftarnema þar sem hún kvaddi skólann og starfsfólk hans með hlýjum orðum fyrir þeirra hönd. Áður en skóla- meistari batt endahnútinn á athöfnina og skólaárið sagði hann frá því að nú loksins hefði tekist með gjafafé frá út- skrifuðum FSN-ingum og Eignarhalds- félaginu Jeratúni að merkja skólahús- næðið. Að ári kemur skólinn til með að fagna 10 ára stafsafmæli. Aupair til Torino á Ítalíu Anna Júnía Kjartansdóttir, sem dúxaði í FSN með meðaleinkunina 9,4 býr í Grundarfirði en bjó fyrstu ár ævi sinnar á Árskógsströnd í Eyjafirði. Hún ætlar í sumar að vinna sem aupair í Torino á Ítalíu og segist hlakka til að fá að spreyta sig á ítölskunni sem og að starfa í fjar- lægu landi. Anna Júnía hefur með nám- inu starfað á dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði en á Fellaskjóli búa 13 vistmenn og þar eru 7 hjúkrunarrými. Hvað við tekur í námi segir hún ekki alveg ljóst, líklega verði það félagsfræði- nám, en þroskaþjálfun og félagsráðgjöf séu greinar sem henni langi til að fást við í framtíðinni. Framkvæmdaráð tekur að sér fjárhagslega stjórn verkefna Héraðs- nefndar Snæfellinga Héraðsnefnd Snæfellinga hélt aðalfund sinn í Fjölbrauta-skóla Snæfellinga 16. apríl sl. en á fundinum lét Örvar Marteinsson af störfum sem formaður. Í skýrslu formanns kom fram að nokkur óvissa hefði ríkt um starf nefndarinnar þar sem á síðasta aðalfundi hófst um- ræða um framtíð nefndarinnar og fyrirkomulag byggðasafnsins. Við- fangsefni nefndarinnar er rekstur í stórum dráttum Byggðasafnins og þar með Norska hússins, gerð fjallskila- samþykktar og umhverfisvottunar- verkefnið Earth Check. Komið er að viðhaldi og viðgerðum Norska hússins og bera áætlanir merki þess. Nefnd bæjarstjóra og oddvita sveitar- félaganna lagði til að Héraðsnefndin haldi áfram sínum störfum, fram- kvæmdaráð taki að sér fjárhagslega stjórn verkefna Héraðsnefndar, sem í dag eru rekstur héraðssafns og Earth Check umhverfisvottunarinnar. Fag- leg nefnd taki til starfa sem starfi með forstöðumanni Héraðssafns Snæfell- inga, Norska hússins. Framkvæmda- ráð, sem skipað væri bæjarstjórum stærri sveitarfélaganna og oddvitum minni sveitarfélaganna, myndi funda reglulega með starfsmönnum Earth check og Héraðssafns. Gert er ráð fyrir að fundir væru á 6 vikna fresti og forsetar bæjarstjórna myndu sitja annan hvern fund. Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, var kjörin for- maður Framkvæmdaráðs Snæfells- ness. EarthCheck vinnur mark- visst að sjálfbærum starfsháttum Árið 2008 hlutu sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, Eyja- og Miklaholts- hreppur, Helgafellssveit, Grundar- fjarðarbær, Snæfellsbær og Stykk- ishólmsbær, ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli, umhverfisvottun Green Globe (nú EarthCheck) samtakanna sem umhverfismeðvitað samfélag sem ynni markvisst að úrbótum í umhverfismálum í átt til sjálfbær- ari starfshátta. Höfðu sveitarfélögin unnið umfangsmikla undirbúnings- vinnu til fimm ára áður en vottun hlaust. Áfanginn vakti verðskuldaða athygli innan lands sem utan þar sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru þau fyrstu í Evrópu til þess að hljóta slíka vottun og fjórða samfélagið í heim- inum öllum. EarthCheck eru viður- kennd samtök með öfluga ástralska háskóla sem bakhjarla. Þau eru einu samtökin sem fram til þessa hafa umhverfisvottað starfsemi sveitar- félaga, en þau votta einnig starfsemi fyrirtækja. Til þess að viðhalda vott- uninni er krafist stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum og árlega er svæðið tekið út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Árleg úttekt fór fram á Snæfellsnesi í desember í fyrra þegar Haukur Haraldsson, úttektaraðili, mætti á svæðið. Um var að ræða tveggja daga úttekt þar sem farið var yfir þau gögn sem þurfa að liggja fyrir til þess að úttekt fáist auk þess sem Haukur heimsótti forsvarsmenn stóru sveitar- félaganna þriggja, starfsfólk og nem- endur Lýsuhólsskóla og fiskvinnslu- fyrirtækið Sjávariðjuna sem var í þann mund að verða sér úti um MSC vottun. Í kjölfar heimsóknar Hauks fékkst umhverfisvottun Snæfellsness endurnýjuð fyrir árið 2013. Í þetta skiptið er um að ræða gullvottun frá EarthCheck, en hún er veitt eftir samfellda vottun í 5 ár. Gæðaferli Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri: Skólinn hefur verið undirfjár- magnaður frá árinu 2005 Erlend sérfræðinganefnd gerði viðamikla úttekt á starfi Land-búnaðarháskólans á Hvanneyri í byrjun marsmánaðar, en úttektin var hluti af gæðaferli háskóla. Meginniður- stöður eru komnar frá nefndinni en ítarlegri skýrsla mun berast innan tíðar. „Í stuttu máli sagt getum við starfsmenn og nemendur LbhÍ verið ákaflega stolt af skólanum okkar. Út- tektarnefndin gefur starfi skólans góða einkunn í heild (confidence), ‘‘ segir Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ. Í niðurstöðum nefndarinnar koma einnig fram mjög gagnlegar ábendingar um þætti til úrbóta sem ætti að vera mögulegt að bregðast við þannig að gæði skólastarfsins geti aukist. Í niður- stöðum nefndarinnar eru auk þessa nefnd þrjú atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar starfsemi skólans er metin og möguleikarnir skoðaðir. Helstu þættir þess eru að LbhÍ hefur verið undirfjármagnaður allt frá 2005. Það hefur staðið í vegi fyrir þróun stofnunarinnar og takmarkað möguleika hennar til að innleiða þær ráðleggingar sem fylgdu með viður- kenningum fræðasviða á sínum tíma. Landfræðilega dreifð starfsemi LbhÍ rímar vel við hlutverk stofnunarinnar en flækir engu að síður skipulag hennar. Smæð stofnunarinnar ásamt háu hlutfalli fjarnema veikir rekstur sumra námslína. „Gæðaúttektin er geysilega verðmætt innlegg í vinnu okkar við m.a. stefnumörkun til næstu ára, ‘‘ segir Ágúst Sigurðsson rektor. Frá Hvanneyri. Dúx skólans, Anna Júnía Kjartans- dóttir ásamt aðstoðarskólameistar- anum, Hrafnhildi Hallvarðsdóttur sem afhenti verðlaunin. Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri Stykkishólsbæjar og formaður Framkvæmda- ráðs Snæfellsness. Auglýsingasíminn er 578 1190 ..fást í næstu verslun!Ora grillsósur.. Grillum saman í sumar

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.