Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 4
4 30. maí 2013 Vesturland 5. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fórspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor. is. ritstjóri: Geir A. Guðssteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Nýlokið er alþingiskosningum þar sem fráfarandi ríkisstjórn fékk meiri skell en dæmi eru til um áður. Ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur séð dagsins ljós en hveitibrauðsdögum hennar lýkur 1. september nk. Eftir það er kannski fyrst hægt að fara að dæma hana af verkum hennar. Stjórnarflokklarnir hafa það að leiðarljósi að láta hagsmuni heimilanna vera í forgangi, ef eitthvað er að marka stjórnarsáttmálann. Því fagna margir, ekki síst þeir sem eiga í erfiðleikum með að láta enda ná saman í heimilisrekstrinum. Eitt getum við þó verið sammála um, hagur heimilanna verður að batna og vonandi verða tekin upp mannsæmandi vinnubrögð á Alþingi þegar það kemur saman, sú orrahríð og málþóf sem þingmönnum hefur þótt sæmandi að sýna þjóðinni síðasta kjörtímabil tilheyrir vonandi liðinni tíð. Vonandi er hægt að gera þá kröfu til nýs Alþingis, þar sem 47% þingmanna hefur ekki setið þar áður. Kannski skýrast línur strax á sumarþingi. Í þessum kosningum féllu tveir þingmenn Norðvesturkjördæmis sem gáfu kost á sér áfram, þau Jón Bjarnason sem bauð sig fram fyrir Regnbogann sem kenndi sig við sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun en Jón sat lengst af á þingi fyrir Vinstri hreyfinguna –grænt framboð og Ólína Þorvarðardóttir Samfylkingunni. Ásbjörn Óttarsson í Rifi, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ákvað að hætta þingmennsku og Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð flutti sig um set í Suðvesturkjördæmi og náði þar kjöri. Þingmenn kjördæmisins sem búa eða hafa tengingu til Vesturlands eru Ásmundur Einar Daðason á Lambeyrum í Dalabyggð og Elsa Lára Arnardóttir á Akranesi, þingmenn Framsóknarflokks, Haraldur Benediktsson á Vestri-Reyni í Hvalfjarðarsveit sem sest á þing fyrir Sjálfstæðisflokk og Guðbjartur Hannesson fyrrverandi velferðarráðherra á Akranesi sem er í Samfylkingunni. Um 47% þingliðsins nú eru nýir þingmenn, hvort sem vilji er til að túlka það sem kost eða ekki. Lestur bóka hefur verið að aukast lítilsháttar þrátt fyrir i-poda og aðra tækni sem enginn telur sig geta verið án, eða kaupir til að vera ekki minna tæknilega væddur en nágranninn. Bókasafn eru nauðsyn, ekki bara í nútímaþjóðfélagi, þau hafa nánast alltaf verið það. Orðið bók barst í íslenskt tungumál með kristilegum lærdómi, líklegast úr fornensku þótt til séu lík orð í öðrum skyldum tungumálum frá sama tíma. Það er að minnsta kosti viðeigandi að ætla að fyrirbærið bók hafi fundið sér leið til Íslands með Biblíunni og öllum „bókum“ hennar, en gríska orðið biblos þýðir einmitt bók. Ritmenning gegndi í fyrstu því hlutverki að varðveita hið mælta mál en stundum var blátt bann lagt við þess háttar varðveislu. Í Spörtu mátti ekki festa lögin á handrit og í Grikklandi til forna skipaði hið talaða orð hærri sess en ritmál. Í samræðunni Fædrus gerir Platón eftirfarandi greinarmun á mæltu máli og rituðu: mælt mál segir sannleikann en ritmáli er hægt að líkja við málverk; ef við spyrjum það einhvers svarar það engu. Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Kristnir menn tóku bókinni fegins hendi og flest öll kristin rit voru í bókarformi. Þegar farið var að lesa af bók í stað rollu breyttist lestur töluvert. Önnur höndin var nú laus við lestur og þá var hægt að skrá athugasemdir á spássíu bókanna. Sú iðja að skrifa í bækur við lestur á sér rætur í þessu nýja formi textans. Þannig sést að lestur bóka er menningarleg athöfn. Þrátt fyrir alla þróun í tölvum hefur bókarlestur ennþá vinninginn. Stundum er sagt að blindur sé bóklaus maður, líklega er mikill sannleikur í því. Bókasöfn eru víða á Vesturlandi, misjafnlega vel búin bókum og misjafn- lega vel sótt. Sveitarstjórnir hafa ekki alltaf sýnt þessari menningarstarfsemi mikinn skilning, fjármunum talið betur varið til annarar þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Menning sprettur sjaldan upp úr engu, stuðningur við menn- inguna er krafa þjóðfélagsins, hvort sem um söng, hljóðfæraslátt, bókalestur er að ræða eða eitthvað annað. Svo vilja margir setja íþróttir undir sama hatt, og óneitanlega eru íþróttir forvörn gegn áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Þeim peningum er því ætíð vel varið. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Alþingiskosningar og menning Leiðari Bátadagar á Breiðafirði í júlímánuði Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), gengst fyrir bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í sjötta sinn þann 6 og 7 júlí nk. Þáttakendur safnast saman með báta sína á Reykhólum á föstudaginn 5 júlí. Ef aðstæður leyfa verður möguleiki á sameiginlegu grilli saman á föstudags- kvöldinu og þá verði farið yfir leiðarlýs- inguna ferðarinnar og fróðleik um það sem fyrir augu mun bera. Laugardaginn 6. júlí verður siglt frá Reykhólahöfn kl. 10:00 og siglt NV með Reykjanesi um Staðareyjar og inn Þorska-, Gufu- og Djúpafjörð og aðstæður skoðaðar. Áð verður við Teigsskóg og hann skoðaður, síðan verður siglt til Staðar á Reykjanesi og lýkur ferðinni þar. Sunnudaginn 7. júlí verður farið kl. 10:00 frá Stað og siglt út í Sviðnur og deginum eytt með heimafólki sem fræðir um eyjuna og sögu hennar. Siglt til baka til Staðar og eru þar ferðalok. Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er á Reykhólum og á Stað og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Breiðfirðingar sigruðu í spurningakeppni átthagafélaganna Breiðfirðingafélagið sigraði í spurningakeppni átthagafé-laga, en úrslitakeppnin við Noirðfirðingafélagið fór fram í Breið- firðingabúð eins og fyrri umferðir keppninnar. Lið sextán félaga tóku þátt í keppninni, þar af voru níu með rætur á Vestfjarðakjálka eða kringum Breiða- fjörð. Félögin sem Breiðfirðingafélagið sló út á leið sinni á sigurbrautinni voru Barðstrendingafélagið, Árnesingafé- lagið, Skaftfellingafélagið og loks Norðfirðingafélagið í úrslitarimmunni. Barðstrendingafélagið fékk verðlaun fyrir besta klappliðið í keppninni en Dýrfirðingafélagið hlaut verðlaun fyrir bestu tilþrifin í leiknum. Höfundur spurninga og dómari í keppninni allri var Gauti Eiríksson kennari og leið- sögumaður frá Stað á Reykjanesi. Sigurreifir Breiðfirðingar, sitjandi f.v.: Karl Hákon Karlsson, Páll Guðmundsson og Grétar Guðmundur Sæmundsson. Aftari röð f.v.: Urður María Sigurðardóttir og Elís Svavarsson. Snædís Anna Þórhallsdóttir á leið í mastersnám í Kanada: Með BS í búvísindum og lýkur nú búfræðinámi frá LbhÍ Snædís Anna Þórhallsdóttir út-skrifast 30. maí nk. frá Landbún-aðarháskólanum á Hvanneyri sem búfræðingur frá starfsmennta- braut en í fyrra útskrifaðist hún með BS gráðu í búvísindum frá LbhÍ. Snæ- dís anna segir að við taki eftir þetta sumar masternám við University of Guelth sem er staðsettur skammt frá Toronto í Kanada. Því námi lýkur eftir ár. „Ég er ættuð úr Mývatnssveit og uppalin að mestu á Akureyri en alltaf haft ánægju af því að fara í sveitina til ömmu í Mývatnssveit, ekki síst á vorin í sauðburðinum. Því er þetta nám mitt líklega rökrétt afleiðing af þessum áhuga mínum á landbúnaði og sveitarstörfum almennt. Ég hef áhuga á markaðs- og neytendafræðum og hef mikinn áhuga á því í framtíðinni að vinna að markaðssetningu á land- búnaðarvörum. Ég tel að neytendur þurfi að vera mun betur meðvitaðir um það hvað þeir eru að kaupa, um gæði vörunnar og ekki síst uppruna hennar. Ég er að ljúka við að skrifa markaðs- ritgerð en er jafnframt að vinna ýmis garðyrkjustörf hér á Hvanneyri og svo starfa ég sem þjónn á Landbúnaðar- setrinu í Borgarnesi, ‘‘ segir Snædís Anna Þórhallsdóttir. Breiðafjörður, Snæfellsjökull í baksýn. Snædís Anna Þórhallsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.