Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 12

Vesturland - 30.05.2013, Blaðsíða 12
30. maí 201312 Dvalarheimilið Höfði þjónar mikilvægu hlutverki á Akranesi Dvalarheimilið Höfði á Akra-nesi er sjálfseignarstofnun. Stofnaðilar eru Akraneskaup- staður og sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar, nú Hvalfjarðarsveit. Dvalarheimilið var tekið í notkun í tveimur áföngum. Sá fyrri 2.febrúar 1978 en sá síðari á árunum 1990-1992. Á heimilinu búa nú 78 íbúar í sólar- hringsvistun, þ.e. 32 í þjónusturými og 46 í hjúkrunarrými. Á heimilinu eru einstaklingsíbúðir, hjónaíbúðir og tvískiptar hjúkrunaríbúðir. Á Höfða er einnig félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aldraða á starfssvæði heim- ilisins, en þar er rekin dagdeild. Reist hafa verið 31 raðhús fyrir aldraða og öryrkja á lóð Höfða. Í hinu sameiginlega rými hússins er m.a. eldhús, matsalur, samkomusalur, herbergi fyrir starfs- og sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, verslun, þvottahús og endurhæfingar- rými. Þá er sérstakt rými fyrir dag- vistun og skrifstofur. Tvær lyftur eru í húsinu og neyðarkallkerfi úr öllum íbúðum og vistarverum. Kallkerfið er einnig tengt í raðhúsin á Höfðagrund. Ágætt útivistarsvæði er við Höfða; stór lóð með göngustígum, púttvelli og petanqe velli. Setbekkir eru næst heimilinu ásamt bílastæðum. Útsýni frá Höfða er mjög fallegt hvert sem litið . Gott er að fara í gönguferðir á Sólmundarhöfða, niður á Langasand eða upp í skógræktarsvæði Akurnes- inga. Fyrir utan dvalarheimlið stendur listaverkið „Grettistak ‘‘ eftir Magnús Tómasson. Kjartan Kjartansson rekstrar- fræðingur, starfsmaður Pricewater- houseCoupers, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Höfða og tekur við því starfi af Guðjóni Guðmundssyni um næstu mánaðarmót. Fjölbreytt dagskrá í Grundarfirði á sjómannadaginn Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur hvert ár, og þannig hefur svo verið sl. 75 ár. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn há- tíðlegur á Skólavörðuholtinu við Leifsstyttu 1938, og hátíðin hófst með skrúðgöngu frá Stýrimannaskól- anum sem þá var við Öldugötu. Leifs- styttan hafði verið skreytt flöggum en löngu áður en fylking sjómanna kom upp Skólavörðustíginn hafði safnaðst saman mikill mannfjöldi á Skólavörðuholtinu. Síðan var farið að halda sjómannadaginn hátíðlegan um allt land en hann var ekki lögbundinn fyrr en löngu síðar, sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Í Grundarfirði hefur sjómanna- dagurinn verið haldinn hátíðlegur til margra ára. Í ár hefjast hátíðarhöldin strax á fimmtudeginum 30. maí með leirdúfuskotmót á skotsvæði Skot- grundar í Kolgrafarfirði og verður skipt verður upp í lið, sjómenn gegn „öðrum. ‘‘ Á föstudeginum er golf- mót G.Run. og á laugardeginum hefst dagskráin með skemmtisiglingu í boði útgerða. Grillveisla er í boði Samkaups Úrvals, við hafnarskúrinn, svali í boði Landsbankans og sjómenn sjá svo um að pylsurnar verði sprungnar og svalinn volgur! Eftir grillið hefst sprell á bryggjunni þar sem keppt verður í hinum ýmsu þrautum. Heyrst hefur að Ketilbjöllukempur ætli að mæta og vinna sjóarana. Eða mun Brasi SH vinna bikarinn til eignar?? Öllum er velkomin þáttaka og þarf ekki nema fjóra í lið. Fyrir krakkana verður stóra karið á staðnum fullt af ísköldu vatni og reiptogið líka, vinna stelpurnar aftur í ár?! Knattspyrnuleikur verður á milli atvinnusjómanna og strandveiði- sjómanna og er konungleg dómgæsla í boði. Skemmtiatriði verða í hálfleik í anda hinnar amerísku ofurskálar! Dagskráin á sjómannadaginn sjálfan hefst með hátíðarmessu í Grundarfjarðarkirkju, sr. Aðalsteinn Þorvaldsson messar og karlakórinn Kári syngur. Kvenfélagið Gleym mér ei verður með kaffisölu í samkomu- húsinu, hnallþórur og majónes- brauðtertur í boði. Síðar um daginn verður leikhópurinn Lotta með leik- sýningu um hana Gilitrutt í Þríhyrn- ingnum. HKarlinn 2013: Þátttakendur af Vesturlandi voru fjölmennir Öldungamót Blaksambands Ís-lands fór fram fram í íþrótta- húsinu Kórnum í Kópavogi dagana 28. til 30. apríl sl. HKarlinn var 38. Öldungamót BLÍ og var blakdeild HK gestgjafi. Þátttökulið voru 144 og koma liðin af öllu landinu. Spilað var í í 7 .deildum karla og 14. deildum kvenna, leiknir liðlega 430 leikir. Það var því mikið fjör þessa dagana í Kórnum, en þetta var í fyrsta skpti sem lagt var keppnigólf á knattspyrnuhúsið og þar var spilað auk salarins í húsinu. Allir leikir og allir keppendur voru því undir sama þaki keppnisdagana. Þessi herlegheit öll enduðu svo með miklu og glæsilegu lokahófi í íþrótta- húsinu í Digranesi þar sem m.a. voru útnefndir bestu leikmenn hverrar deildar. Skilyrði til þátttöku eru að vera orðinn þrítugur og vera skráður iðkandi í blaki hjá félagi innan ÍSÍ. Frá höfninni í Grundarfirði. Fjölveiði- skipið Haukaberg SH-20 við bryggju en það gerir út Hjálmar ehf. í Grundar- firði. Hátíðarmessa verður í Grundar- fjarðarkirkju. Þessar konur sem keppti fyrir Reyni á Hellissandi tóku sig svo sannarlega vel út, innan vallar sem utan. Óskum öllum launþegum á Íslandi til hamingju með baráttudag verkalýðsins 1. maí Ós sjómön um til hamingju með daginn GULLBERG S E Y Ð I S F I R Ð I GULLBERG SEYÐISFIRÐI GULLBERG SEYÐISFIRÐI GULLBERG SEYÐISFIRÐI GULLBERG SEYÐISFIRÐI GULLBERG SEYÐISFIRÐI GULLBERG SEYÐISFIRÐI MÁLTÍÐ MÁNAÐARINS Á KFC 90568 • P ipar • S ÍA 899krónur Aðei s + + Meltz franskar gos gerðir í boði sweet chili bbq TRANS- TAFI ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hva veið r að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðju heilshu ar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar ákvörðun fyrrverandi sjáv rútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar a jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshugar v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Stálskip ehf Hvalur Félag hrefnuveiðimanna Útvegsmannafélag Hafnarfjarðar Hafmeyjan ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra um auknar hvalveiðar til styrktar íslensku atvinnulífi, enda stuðla sjálf- bærar hvalveiðar að jafnvægi í lífríki sjávar. Við styðjum heilshug r v ið s k ip t a b la ð ið / a x e l jó n / 0 2 0 2 2 0 0 9 Verkalýðsfélag Akranes Útvegsmannafélag Reykjavíkur Útvegsmannafélag Hornafjarðar

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.