Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 2
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Búðarkirkja á sér afar merkilega sögu Búðir eru vestast í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hraunhafnará fellur um Búða- hraun og um Búðaósana í sjó fram. Þar hét áður Hraunhöfn. Þangað hafa kaupskip komið allt frá því er land byggðist og hófst verslun þar snemma. Verslunarsvæði Búða var allt sunnan- vert Snæfellsnes og Mýrasýsla á ein- okunartímanum. Mikil útgerð var frá Búðum og hákarlaveiðar allt fram til 1933, en í dag er gert út á ferðamenn að sumarlagi og starfrækt þar hótel. Árið 1701 fékkst leyfi frá Jóni biskupi Vídalín til að byggja kirkju að Búðum á Snæfellsnesi. Ekki fannst kirkjustæði og gömul kona sagði að taka ætti 3 örvar og merkja eina láta mann snúa sér svo svimaði og lægi við yfirliði og skjóta öllum örvunum og síðan að byggja kirkjuna þar sem merkta örinn lenti. Hún lenti í stóri hraunkvos sem var fyllt af sandi og kirkjan síðan reist. Upprunalega torfkirkja var borguð að mestu borguð af kaupmönnumen skiparar bættu við og var hún vígð 1703 en árið 1816 var Búðakirkja afnuminn með konungsbréfi. Árið 1847 var gefin út afturköllun og birt á prestastefnu 1849 um að byggja megi aftur kirkju á Búðum og skuli Búðamönnum skylda að fjármagna hana að fullu og viðhalda. Á hurðarhring kirkjunnar stendur ,,kirkjan er endurreist ár 1848 án styrks þeirra andlegu feðra.” Árið 1951 var kirkjan endurbætt og var rafmagn leitt í kirkjuna og aftur á árunum 1984 til 1986, en þá var hún flutt lítillega og byggð eftir upprunalegum teikningum frá Danmörku. Fólkvangurinn Einkunnir er sérkennilegur og fallegur staður Einkunnir er sérkennilegur og fallegur staður vestast í Ham-arslandi við Borgarnes. Árið 1951 samþykkti hreppsnefnd Borg- arneshrepps að girða af nokkuð stóran reit til skógræktar. Skógræktarfélagið Ösp var stofnað sem deild í Skógræktar- félagi Borgarfjarðar til að sinna þessu verkefni og undir merkjum þess var stunduð skógrækt í rúm tuttugu ár. Á síðari árum hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir í Einkunnum og hefur þar verið talsvert unnið til að gera svæðið að ákjósanlegu útivistar- svæði og aðlaðandi fyrir ferðafólk. 2 27. júní 2013 Þingmenn VG vilja fresta innheimtuaðgerðum Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða Þrír þingmenn VG, þeir Ög-mundur Jónasson, Árni Þór Sigurðsson og Bjarkey Gunnars- dóttir hafa flutt tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og hús- næðismálaráðherra að senda tilmæli til Íbúðalánasjóðs og áskorun til líf- eyrissjóða og fjármálastofnana um að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum uns niðurstaða liggur fyrir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Í greinagerð með tillögunni segir að í aðdraganda alþingiskosninganna og í tengslum við myndun núverandi ríkisstjórnar voru gefin út mjög af- dráttarlaus loforð um aðgerðir í þágu skuldugra heimila, þar á meðal var heitið verulegri lækkun á höfuðstól lána. Þetta hefur skapað væntingar en jafnframt leitt til óvissu. Nú hafi komið á daginn að engar tillögur liggja fyrir og að þær aðgerðir sem gripið verður til í sumar eru inni- haldsrýrar og hafa eftir því sem séð verður enga þýðingu í bráð. Þannig er óljóst hvaða þýðingu lögfesting á flýtimeðferð dómsmála í gengislánum hefur, sbr. nýtt frumvarp innanríkis- ráðherra þar að lútandi, þar sem tafir í slíkum málum verða fremur raktar til málsaðila dómsmálanna en til dóm- stólanna, auk þess sem dómstólar eru nú í réttarhléi fram á haust. Því skal einnig haldið til haga að skammir frestir geta valdið þeim lántakendum tjóni sem eru í baráttu við fjármála- fyrirtæki með her sérfræðinga, bæði lögmanna og sérfræðinga í endur- útreikningum. Ákvæði frumvarps- ins mun ekki leysa neinn verulegan vanda enda hafa stefnumarkandi dómsmál í raun verið að uppistöðu til unnin eins hratt og unnt er með samkomulagi aðila. Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu stófelldri lækkun á höfuðstóli lána Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þing- maður VG, var spurð hvers vegna þessi tillaga hafi verið lögð fram. ,,Í aðdraganda kosninga lofaði Fram- sóknarflokkurinn stórfelldri lækkun á höfuðstóli lána og Sjálfstæðisflokk- urinn gekkst inn á þessa nálgun við myndun ríkisstjórnarinnar. Þeir sem eru við það að missa heimili sitt bíða eftir úrlausn sinna mála og áttu örugg- lega ekki von á að skuldamál heim- ilanna yrðu sett á ís fram á vetur en stórfelld lækkun á veiðileyfagjaldi til handa útgerðinni yrði forgangsmál ríkisstjórnarinnar á þessu Sumarþingi. Það er því ekki að ástæðulausu sem við þingmenn Vinstri grænna leggjum fram þessa þingsályktun sem gengur út á að á meðan úrræði ríkisstjórnar- innar eru í vinnslu verði Íbúðalánasjóði gefin fyrirmæli um að fresta öllum innheimtuaðgerðum og nauðungar- sölum að auki verði lífeyrissjóðum og fjármálastofnunum send samsvarandi áskorun,” segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður. Auglýsingasíminn er 578 1190 nyrðri-Einkunn rís fögur upp af sléttlendinu við Borgarnes. Mynd: FTH. Búðarkirkja á sunnanverðu Snæfells- nesi. fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.