Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 6
6 27. júní 2013 Engin mjólk frá Brúarreykjum til vinnslu hjá MS frá 2. desember sl. Mjólkursamsalan hefur vegna fréttar sem birt-ist um málefni Brúar- reykja í Borgarfirði og sviptingu af- urðasöluleyfis búsins þar koma því á framfæri að engin mjólk, frá lögbýlinu á Brúarreykjum hefur farið til vinnslu og sölu hjá Mjólkursamsölunni ehf frá 2. desember 2012. Þá var búið svipt leyfi til starfseminnar og engin mjólk var sótt til Brúarreykja í desember 2012 og fram í janúar 2013. Þá fékk búið aftur leyfi bundið ákveðnum fyr- irvörum af hálfu Matvælastofnunar, en Mjólkursamsalan tók þá strax þá afstöðu að nýta mjólk frá búinu ekki til vinnslu og sölu við þær kringum- stæður. Síðan hefur allri framleiðslu af búinu verið fargað með staðfestum hætti. Fiskiskipum fer fækkandi og brúttótonnafjöldinn dregst saman: Meðalaldur fiskiskipa yfir 100 tonn er 38 ár! Í lok árs 2007 voru 1.642 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 50 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 834 og saman- lögð stærð þeirra 91.656 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 18 á milli ára og dróst flotinn saman um 5.210 brút- tótonn. Togarar voru alls 64 og fjölgaði um einn frá árinu á undan. Heildar- stærð togaraflotans var 74.067 brúttó- tonn og hafði minnkað um 4.181 brút- tótonn frá árinu 2006. Opnir fiskibátar voru 744 og 3.556 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fækkaði um 33 milli ára og heildarstærð þeirra dróst saman um 165 brúttótonn. Tveimur árum síðar, eða í árslok 2009 hefur fækkað í íslenska fiski- skipaflotanum um 60 skip og heildar- brúttótonnafjöldinn dregist saman um 4.887 brúttótonn, eða um liðlega 5%. Í lok árs 2009 voru 1.582 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 53 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var alls 768 og saman- lögð stærð þeirra 86.769 brúttótonn. Togarar voru alls 58 og fækkaði um 2 frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 67.870 brúttótonn og hafði minnkað um 2.019 brúttó- tonn frá árinu 2008. Flest fiskiskip og bátar skráð árið 1987 Ef öll fiskiskip eru tekin saman, allt frá bátum undir 10 tonnum og upp úr, er meðalaldur þeirra 21 ár. 10% þessara skipa eru smíðuð úr tré, 29% eru stálskip en 61% plastskip eða plastbátar. Minnstu bátarnir eru auðvitað yngstir og lækka meðalaldurinn verulega en séu aðeins tekin þau skip sem eru yfir 100 brúttó- tonn að stærð, sem er um 27% heildar- fjölda skipa og báta er meðalaldurinn kominn upp í 32 ár, sem er mun hærra meðalaldur skipa en þekkist í nágranna- löndunum. Elsta fiskiskipið í flotanum sem skráð er hjá Siglingastofnun er frá árinu 1931, eða 79 ára gamalt! Tvö skip eru síðan 1946, 1 frá 1948, eitt frá 1950, 2 frá 1954 og þannig heldur talan áfram, þetta frá 11 upp í 14 skip á ári allt til ársins 1986 en þá eru þau 18. Árið 1987 fjölgar þeim verulega, eru 75 talsins og 53 skráð árið 1988 og hafa ekki verið fleiri skráð á einu ári en þessi tvö ár. Árið 1993 hrynur skráningin alveg niður en fer upp í 44 fiskiskip árið 2000 en á árunum 2002 til 2007 voru skráð að jafnaði á hverju ári 15 til 17 fiskiskip. Árið 2008 voru skráð 7 skip en skrán- ing fyrir árið 2009 liggur ekki enn fyrir. Tilraunaverkefni að fara í gang um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi Menntamálaráðuneytið hefur sett af stað sér-stakt tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvest- urkjördæmi. Verkefni þetta er liður í átaki til þess að hækka menntun- arstig í íslensku atvinnulífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins 5. maí 2011 og því samkomulagi við stjórnvöld sem gert var í tengslum við þá. Sér- stök verkefnisstjórn var sett yfir þetta tilraunaverkefni. Formaður hennar er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, en skólinn annast jafnframt umsýslu um verkefnið. Í verkefnis- stjórninni sitja fulltrúar atvinnulífs, stéttarfélaga, sveitarfélaga og skóla- og fræðslustofnana í Norðvesturkjör- dæmi. Nú í sumar, júní til ágúst, verða gerðar viðamiklar kannanir á þörf og eftirspurn eftir námi hjá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum. Annars vegar eru gerðar hefðbundnar form- legar kannanir og hins vegar er leitað beint til stjórnenda og starfsfólks fyr- irtækja og stofnana í kjördæminu. Á vegum verkefnisins hefur verið ráðið fólk til þess að sjá um framkvæmdina, taka viðtöl og vinna úr þeim. Í haust er áætlað að vinna úr þeim upplýsingum sem safnast hafa og gera tillögur um sérstök verkefni þar sem spáð verður í námsframboð og styrki til einstaklinga og fyrirtækja vegna náms. Vonast er til að tilraunir með námsframboð og styrki geti hafist strax í haust. Á vegum verkefnisins verður ennfremur fjallað um hvernig fræðsluaðilar í Norðvesturkjördæmi geta unnið betur saman og hvernig tryggja megi að mat á fyrra námi misfarist ekki milli stofnana. Til- raunaverkefni þetta hefur alls staðar fengið mikinn stuðning þegar það hefur verið kynnt. Enda felur það í sér afar viðamikla könnun á því hver staðan í menntamálum kjördæmisins raunverulega er og hverjar þarfirnar eru. Hækkað menntunarstig er af öllum sem til þekkja eitt af lykilat- riðum fyrir vöxt og viðgang atvinnu- lífsins á svæðinu. Því skiptir máli að stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja og stofnana taki vel á móti starfsfólki verkefnisins þegar það leitar eftir við- tölum og upplýsingum. Áríðandi er að gefa sem raunsannasta mynd af stöðunni og að álit viðælenda komist sem best til skila. Það verður einmitt á grundvelli þeirra viðhorfa og upplýs- inga um stöðu mála sem fram koma frá stjórnendum og starfsfólki sem tillögur um verkefni og aðgerðir verða settar fram. Mjólkurvörur eru mikilvægar í allri fæðukerfi okkar íslendinga. neytendur eiga að geta treyst að öllum heilbrigðiskröfum sé framfylgt í frumfram- leiðslunni, þ.e. í fjósinu hjá bændum. RAFTÆKJAÚRVAL 15% afsláttur af raftækjum þegar þau eru keypt með innréttingu. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 ÞvottahúsBaðherbergi Sérsmíði Pottaskápar Allar útfærslur friform.is INNRÉTTINGATILBOÐ 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL 22. JÚNÍ VIÐ HÖNNUM OG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. VEGNA GÓÐRA UNDIRTEKTA HÖFUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ FRAMLENGJA MAÍTILBOÐ OKKAR UM 3 VIKUR. 25% til 5. júlí

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.