Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 9

Vesturland - 27.06.2013, Blaðsíða 9
927. júní 2013 Brautskráning nemenda frá Háskólanum á Bifröst: Bryndís Hlöðversdóttir rektor gagnrýndi harðlega skólakerfið í heild Fyrsta dag júnímánaðar var síð-asta útskrift Bryndísar Hlöðvers-dóttur rektors frá Háskólanum á Bifröst. Rúmlega 60 nemendur úr, sí- menntun, grunn- og meistaranámi út- skrifuðust. Í ræðu Bryndísar kom fram hörð gagnrýni á skólakerfið í heild og viðleitni til að sníða alla í sama stakk á kostnað fjölbreytni og gerjunar. Sagði hún það sorglega staðreynd að skóla- ganga væri mörgum óþægileg upplifun sem lýkur allt of oft með því að ung- menni flýja á vinnumarkaðinn áður en framhaldsskólastigi lýkur, þar sem þessi hópur er útsettur fyrir að verða atvinnuleysi að bráð. Þá tók hún undir það sem kom fram í skýrslu starfshóps um samþættingu mennta- og atvinnu- mála sem skilað var til forsætisráðherra í lok árs 2012, um að færa þurfi íslenskt menntakerfi í átt að nútímanum og aðlaga það þörfum atvinnulífsins. Of margir stundi ekki nám við sitt hæfi eða í takt við það sem þörfin kallar á. Skólakerfið hefði brugðist mörgum en eitt helsta verkefni þess væri auk þess að efla þekkingu einstaklinganna, að hjálpa þeim að finna köllun sína og styrkja þá til að verða virkir og góðir þjóðfélagsþegnar. Svo virðist sem allt of mörgum líði ekki vel í námi, en um 30% stráka segja að sér leiðist námið í framhaldsskóla, 15% stúlkna. Vandinn á ekki upphaf sitt í framhalds- skólunum, heldur byrjar hann fyrr í kerfinu og má þar sem dæmi nefna að samkvæmt rannsóknum þá getur 4. hver drengur í 10. bekk hér á landi ekki lesið sér til gagns. Vinna þarf bug á vandanum Byndís hvatti stjórnvöld og alla sem í skólakerfinu starfa til að taka höndum saman og leita markvissra aðgerða til að vinna bug á vandanum. Hún talaði einnig um mikilvægi þess að skóla- kerfið væri fjölbreytt og hvernig Bif- röst hefur metið nemendur inn t. d. með tilliti til annarskonar bakgrunns. Þeir séu sumir hluti af þessu brottfalli og eftir að hafa farið í gegnum frum- greinadeildina nú Háskólagáttin reyn- ast þeir oft vera bestu nemendurnir á háskólastig. Bifröst gott menntasetur Útskriftarverðlaun hlutu, Ótta Ösp Jónsdóttir á Viðskiptasviði, Brynjólfur Tómasson á Lögfræðisviði og Hrafn- hildur Árnadóttir á Félagsvísindasviði, einnig hlaut María Rán Guðjónsdóttir verðlaun fyrir hæstu einkunn í meist- aranámi. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemendur felld niður skólagjöld á vorönn í tilefni af góðum námsár- angri, Ingunn Dögg Eiríksdóttir á Viðskiptasviði, Þórunn Unnur Birg- isdóttir á Lögfræðisviði og Baldur B. Vilhjálmsson á Félagsvísindasviði. Í ávörpum fulltrúa allra útskriftarhópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri mikið en það væri gott veganesti fyrir framtíðina. Talað var um mikla samkennd á meðal nemenda og að Bif- röst væri góður staður til að mennta sig og að búa á. Of margir stundi ekki nám við sitt hæfi eða í takt við það sem þörfin kallar á. Skólakerfið hefði brugð- ist mörgum en eitt helsta verkefni þess væri auk þess að efla þekkingu einstak- linganna, að hjálpa þeim að finna köllun sína og styrkja þá til að verða virkir og góðir þjóðfélagsþegnar. Svo virðist sem allt of mörgum líði ekki vel í námi. Vilhjálmur Egilsson tekinn við starfi rekt- ors Háskólans á Bifröst Síðasta mánudag fóru fram form-leg rektorsskipti við Háskólann á Bifröst. Bryndís Hlöðvers- dóttir hætti störfum sem rektor og Vilhjálmur Egilsson tók formlega við rektorsstöðunni. Guðsteinn Einars- son formaður stjórnar skólans þakkaði Bryndísi fyrir vel unnin störf á Bifröst. Hann sagði Bryndísi hafa tekið við skólanum á erfiðum tíma og leitt skól- ann áfram að bjartari framtíð. Vilhjálmur Egilsson tók við sem rektor og sagði við tilefnið að það hafi verið skjót ákvörðun að sækja um rektorsstöðuna á Bifröst og jafn- framt að hann væri þakklátur fyrir að vera kominn á Bifröst. Hann þakk- aði þeim Bryndísi Hlöðversdóttur fráfarandi rektor og Jóni Ólafssyni aðstoðarrektor fyrir að hafa stýrt skólanum styrkri hendi í gegnum erfiða tíma í íslensku samfélagi. Hann sagði jafnframt að hann tæki við góðu búi og hlakkar til að takast á við skólastarfið á Bifröst. Bryndís Hlöðversdóttir mun áfram starfa við Háskólann á Bifröst við kennslu á lögfræðisviði. Vilhjálmur Egilsson. María Rán Guðjónsdóttir hlaut sér- stök verðlaun fyrir hæstu einkunn í meistaranámi. Ótta Ösp jónsdóttir með útskriftar- verðlaun á á Viðskiptasviði, en hún hélt útskriftarfræðu fyrir hönd Við- skiptasviðs. Brynjólfur Tómasson hlaut útskriftarverðlaun á Lögfræðisviði, og hélt ræðu f.h. Lögfræðisviðs. Hönum á hægri hönd er eiginkonan, Hólmfríður Ásmundsdóttir. Athygli vakti hópur kvenna frá Reykjanesbæ sem útskrifuðust sem viðskipta- fræðingar frá Háskólanum á Bifröst. Þær starfa allar í Landsbankanum áð undanskilinni Hafdísi Ölmu Karlsdóttur sem er lengst til vinstri og vinnur hjá Hertz bílaleigu á Keflavíkurflugvelli. Síðan koma Melkorka Sigurðardóttir, Guðný S. Magnúsdóttir, Sigurbjörg Ó. Stefánsdóttir, Sigríður L. Sigurðardóttir og Guðrún Antonsdóttir. Bryndís Hlöðversdóttir rektor var að útskrifa í síðasta sinn. Við hlið hennar situr Sigurbjörn Einarsson sviðsstjóri Viðskiptasviðs, síðan Þórdís Sif Sigurðardóttir sviðsstjóri Lögfræðisviðs, Auður H. Ingólfsdóttir sviðsstjóri Félagsvís- indasviðs og Signý Óskarsdóttir kennslustjóri.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.