Vesturland - 18.07.2013, Blaðsíða 4

Vesturland - 18.07.2013, Blaðsíða 4
4 18. júlí 2013 Vesturland 7. tBl. 2. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor. is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Enn er ekki séð fyrir óráðsíu fyrsta áratugs þessarar aldar, og héldu þó sumir að nóg væri komið. Forsætisráðherra landsins í lok ársins 2008 var ráðalaus, bað bara Guð að blessa landið eins og það hjálpaði einhverjum. Nú er upplýst að Íbúðalánasjóður tapaði gífurlegum fjárhæðum á þessum árum og fyrirséð er áframhaldandi tap sjóðsins. Heildartap Íbúðalánasjóðs á árunum 1999 til 2012 voru 170 milljarðar króna, að sagt er, en langmesta tapið er vegna uppgreiðslna útlána. Fyrirséð er að sjóðurinn muni tapa meira, en framtíðartap er áætlað verða á bilinu 32 til 170 milljarðar króna. Þar vegur langþyngst tap vegna uppgreiðslna lána. Uppgreiðslutapið er tilkomið vegna þess að lántakendur sjóðsins greiða upp lán sín fyrir gjalddaga. Við breytingarnar á fjármögnun og fyrirkomulagi útlána Íbúðalánasjóðs í júlí 2004 tók sjóðurinn uppgreiðsluáhættu sem var ekki til staðar áður, og það leiddi til mikils taps sjóðsins. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Mörg lán voru veitt til íbúðakaupa á Vesturlandi eins og í öðrum landshlutum, en þó í sam- ræmi við þenslu viðkomandi bæjar á þessum árum en veitt voru lán til annarra sveitarfélaga sem voru algerlega glórulaus, eins og t.d. til Reykjanesbæjar. Á tímum Húsnæðisstofnunar, sem var forveri Íbúðalánasjóðs, fengu helst ekki vinnu þar nema flokksbundnir kratar og hjá Íbúðalánasjóði nær eingöngu Framsóknarfólk. Því miður hefur komið í ljós að margt af þessu fólki hafði hvorki menntun né þekkingu til að sinna þessum störfum. Það er því kannski ekki að undra að Íbúðalánaskútan marar nú í hálfu kafi. Íbúðalánasjóðshneykslið er mjög óþægilegt fyrir ríkisstjórnina. Ekki einungis hafa þarna verið teknar vondar og vitlausar ákvarðanir, heldur er þarna flokkspólitísk spilling sem á rætur að rekja til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Stofnanir ríkisins voru margar hverjar spilltar og grútmáttlausar, Seðlabankinn svaf á verðinum og svo auðvitað Fjármálaeftirlitið sem var nánast alltaf meðvitundarlaust á þessum tíma. Margir Vestlendingar keyptu skuldabréf Íbúðalánasjóðs, verður niðurstaðan þá ekki sú að þeir eiga að taka á sig tap sjóðsins eins og aðrir landsmenn? Erfitt er að sjá að vandinn verði leystur með öðrum hætti. Ný ríkisstjórn var mynduð í maí sem lofaði aðstoð við heimilin í landinu. Hvernig má það verða í skugga þessa máls? Félags – og húsnæðismálaráðherra þessarar ríkisstjórnar, Eygló Harðardóttir, hefur vilja til að leysa málið. Kannski má gera sér vonir um að ráðherrann eigi einhver tromp upp í hendinni sem bjargar okkur viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs. Í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika kemur fram að vegna haftanna og takmarkaðra fjárfestingakosta innanlands safnist sparnaður heim- ila og fyrirtækja upp hjá bönkunum, fjárfestingasjóðum og lífeyrissjóðum. Þvinguðum sparnaði lífeyrissjóðakerfisins þarf að finna farveg þótt spurn eftir fjármagni sé takmörkuð. Við þessar aðstæður skapast veruleg hætta á eignaverð- hækkunum umfram það sem skýrist af væntri arðsemi. Slíkar innistæðulausar hækkanir ganga til baka fyrr eða síðar. Gegnum tíðina hef ég ekki alltaf verið verið of trúaður á yfirlýsingar frá Seðlabankanum, en nú er hann, því miður, að segja satt. Það er auðvitað mikilvægt markmið að hver kynslóð leggi í líf- eyrissjóð fyrir sjálfa sig. Það er bara vandséð að sú kynslóð sem nú glímir við afleiðingar efnahagshruns og stökkbreytt íbúðalán hafi nokkurt bolmagn eða aðstöðu til að leggja í lífeyrissjóð hvað þá ávaxta hann með traustum hætti innan fjármagnshafta. Verði ekki brugðist við aðvörunarorðum Seðlabankans verður að telja líklegt að eignaverðsbólan haldi áfram að vaxa, þar til hún springur með hörmulegum afleiðingum fyrir lífeyrissjóðina og aðra sparifjáreigendur. Þegar það gerist munu þau iðgjöld sem nú renna í sjóðina vera glötuð. Er þá ekki skynsamlegra að leyfa launafólki og fyrirtækjum tímabaundið að halda eftir helmingi af lífeyrisiðgjöldum? Þetta gætu verið um 5 milljarðar króna á mánuði þar til höft væru afnumin. Megnið yrði eflaust notað til að grynnka á skuldum sem ekki er vanþörf á. En hluti færi í að auka hagvöxt og neyslu. Ný störf myndu skapast og skatttekjur ríkissjóðs aukast. Vissulega þýddi þetta að ,,reiknaðar” eignir lífeyrissjóða myndu ekki vaxa eins hratt. En hvers virði er eignarhlutur í bólu sem mun nánast örugglega springa? Óska þeim sem ferðast á næstu vikum með ró í hjarta í nálægð útihátíða góðrar ferðar og áfallalausrar heimkomu. Geir A. Guðsteinsson Vandi Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna Leiðari Grundarfjörður: Glæsileg dagskrá á bæjarhátíðinni „Á góðri stund“ Þann 8. júlí sl. kom fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfjörð. Það var skipið Ocean Princess með um 1000 manns innanborðs. Grundfirðingar tóku vel á móti farþegunum, m. a. með söng og gítarspili. Víkingarnir fóru á kostum og sviðsettu bardaga. Síðustu helgina í júlí, þ. e. 26. – 28. júlí, halda Grundfirðingar bæjarhátíð- ina , , Á góðri stund. ” Þetta er vinalega fjölskylduhátíð þar sem að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sumarnámskeið hafa verið í gangi í sumar, fjórum er lokið en fjögur sum- arnámskeið eru framundan. Á smíða- velli hefur verið tálgað og smíðað úr afgangstimbri og pappa það sem krökk- unum datt í hug. Þar má nefna dúkku- hús, dúkkuskiptiborð, sverð, skjöldur, indjánatjöld, snaga, hálsfesti, göngustafi, töfrasprota, álfa, báta og skemmtiferða- skip. Á ævintýranámskeiði var drullum- allað, leirað og föndrað, farið út að leika í rokinu, farið í leiki, grillaðir sykur- púðar, blásnar risa sápukúlur og fleira. Í listasmiðjum hafa fjölmörg listaverkin orðið til, til dæmis mósaík, litríkar kýr, Pop-Art myndir í anda Andy Warhol, mandölur, skrapmyndir, krítarmyndir og margt fleira. Vikuna fyrir bæjarhátíðina „Á góðri stund” verður smiðjunámskeið þar sem boðið verður uppá ýmiss konar smiðjur. Þar verður boðið upp á tónlistarsmiðju þar sem þátttakendur búa til hljóðfæri, tónlistarmenn koma í heimsókn, og þátttakendur spila og syngja með þeim. Einnig verður boðið upp á leikjasmiðju þar sem farið verður í ýmsa leiki, bæði nýja og gamla og há- tíðarsmiðju þar sem allir undirbúa sig undir skrúðgöngur bæjarhátíðarinnar, búnar verða til grímur, hattar og skraut. Að lokum verður boðið uppá dans- smiðju, en til Grundarfjarðar kemur frábær danskennari sem ætlar að kenna krökkunum að dansa. Afrakstur alllrar þessarar vinnu verður svo sýndur á á fjölskylduskemmtuninni , , Á góðri stund” laugardaginn 27. júlí. Í ágúst verður boðið uppá tvenns konar námskeið, haustsmiðju fyrir yngri krakkana þar sem ýmislegt verður brallað og lært og útivist fyrir eldri krakkana þar sem farið verður í fjallgöngur, gönguferðir og fjöruferðir. Snæfellsbær vill láta fjarlægja dót á bænum Ytri-Knarrartungu Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ hafa harðlega gagnrýnt umgengni á bænum Ytri- Knarrartungu í Snæfellsbæ. Þrátt fyrir að ábúanda hafa verið boðin hjálp hefur það í engu verið sinnt enn sem komið er. Eftir að vinsam- legar tillögur og ábendingar um bætta umgengni dugðu ekki til komu yfirvöld á staðinn með gám og buð- ust til þess að fjarlægja draslið þeim að kostnaðarlausu. Ekki var fallist á þá lausn. Deilt er m. a. um það hvort eitthvað verðmæti liggi í þeim hlutum sem eru á hlaðinu á Ytri- Knarrartungu og næsta nágrenni. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur látið málið til sín taka en heilbrigð- iseftirlit í hverjum í hverjum lands- hluta láta sig varða umgengni hjá fólki, en það er aðallega á verksviði sveitarfélaganna að benda íbúum í sínu sveitarfélagi á þegar umgengni er ábótavant. En eins og stundum er sýnist sitt hverjum þegar deilt er, eins og í þessu tilfelli. Þetta glæsilega skip, Ocean Princess kom við í Grundarfirði fyrir skömmu. Fjölmenni sótti ,,Á góðri stund” síðasta sumar. Séð heim að Ytri-Knarrartungu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.