Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 1

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 1
Ný kynslóð sólarkrema Lækjargötu 34 • Hafnarfirði • Opið þriðjudaga kl 14 - 18 Sími 565 0500 • 897-1923 Swiss Nature fást á vefsíðunni www.scincare.is eða í k 29. ágúst 2013 8. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Á Staðarstað hafa setið margir mektarmenn Staðarstaður, áður Staður á Ölduhrygg, er bær og prestssetur í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Staðar- staður var mikil hlunnindajörð, þótti eitt besta prestakall landsins og þar hafa margir þekktir menn verið við bú. Sagnaritarinn Ari Þorgilsson fróði er talinn hafa búið á Staðarstað á 12. öld en hann ritaði eitt merkasta sagnfræðirit landsins, Íslendinga- bók. Sonarsonur hans, Ari Þorgilsson sterki, bjó á jörðinni seinna á öldinni, síðan tengdasonur Ara sterka, Þórður Sturluson og á eftir honum sonur hans og sonarsonur, Böðvar Þórðarson og Þorgils skarði Böðvarsson. Síðar varð Staðarstaður prestssetur og þar sem jörðinni fylgdu mikil hlunnindi var staðurinn eftirsóttur. Margir þeirra presta sem þangað völdust voru af höfðingjaættum eða þóttu líklegir til frama. Fjórir prestar frá Staðarstað urðu biskupar, Marteinn Einarsson, Halldór Brynjólfsson, Gísli Magnússon og Pétur Pétursson og Hallgrímur Sveinsson biskup, sonur séra Sveins Níelssonar, ólst þar upp. Af síðari tíma prestum má nefna Kjartan Kjartans- son, sem var prestur á árunum 1922-1938, var hugvitsmaður og viðgerðarmaður og er talin ein fyrirmyndin að séra Jóni prímusi í Kristnihaldi undir Jökli og Þorgrím V. Sigurðsson, sem var prestur á Staðarstað 1944-1973. Þorgrímur var skólamaður mikill og jafnvígur á flestar greinar og var hann síðastur íslenskra kennimanna til að halda heimaskóla að gömlum sið og búa unglinga undir framhaldsnám. Ari fróði Þorgilsson prestur 1068 – 1148. ,,En hvatki er missagt er í fræðum þessum þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.” Þessi orð eru letruð á minn- isvarða um þann merka sagnaritara, Ara fróða. Núverandi kirkja á staðarstað er steinkirkja og var reist á árunum 1942-1945. Í henni eru meðal annars listaverk eftir tryggva Ólafsson og Leif Breiðfjörð.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.