Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 2
2 29. ágúst 2013 Auglýsingasíminn er 578 1190 Sigurður Ragnarsson ráðinn sviðsstjóri Viðskiptasviðs Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Viðskipta-fræðisviðs við Háskólann á Bifröst í stað Sigurbjörns Einarssonar. Sigurður er með B.A. í mannauðs- stjórnun og M.B.A. í stjórnun og markaðsfræðum frá Golden Gate University í San Francisco og stundar doktorsnám í leiðtogafræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu og þ.á.m. reynslu af eigin fyrirtækjarekstri. Sigurður var lektor á Bifröst frá 2002 - 2008 en hefur síðustu ár starfað við kennslu og fræðslu auk þess að sinna stjórn- enda- og leiðtogaþjálfun fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Hann hefur kennt forystufræði og fleiri náms- greinar við Háskólann á Bifröst, Há- skóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Opna háskólann og Háskólann á Ak- ureyri. Í lok árs 2011 gaf Sigurður út bókina Forysta og samskipti – Leið- togafræði. Sigurbjörn Einarsson mun áfram leggja stund á kennslu við skólann. sigurður Ragnarsson. Upplýsingaskylda og ofsóknir gegn blaðamönnum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur fjallað með skorinorðum hætti í DV um þá aðför að frelsi fjölmiðlafólks og uppljóstrara sem hafa birst ótrúlega víða og með ótrú- lega grófum hætti í hinum vestræna heim að undanförnu. Ingibjörg segir m.a.: „Ofsóknir gegn fréttamönnum eiga sér stað víða og þær eiga sér alls kyns birtingarmyndir. Það er ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, líkt og ritstjórar nor- rænna dagblaða gera sem sendu David Cameron, forsætisráðherra Breta, bréf þess eðlis. Það er ekki ógn við lýðræðið að birta upplýsingar um ranglæti heldur þvert á móti styrkur þess. Frelsi fjölmiðla til þess að sinna hlutverki sínu er aldrei mikilvægara en þegar þeir birta upplýsingar sem eru óþægilegar ráðamönnum.“ Sagt hefur verið frá því þegar ekki reyndist kjöt í framleiðslu frá Borg- arnesi þegar hún átti að innihalda það; þegar ekki er tekið við mjólk frá bónda vegna umgengnisvanda við kýrnar, þegar vegaframkvæmdir og merkingar þeirra vegna eru ekki að uppfylla öryggiskröfur, þegar vís- indamenn vildu halda fram að síld í Kolgrafarfirði hefði drepist í millj- ónatali af einhverjum óskilanlegum ástæðum öðrum en súrefnisskorti og þannig mætti halda áfram að telja. Verður ritstjóri Vesturlands dregið fyrir dómstóla með því að segja frá þessum staðreyndum? Varla á Íslandi, þökk sé því að við búum við sæmilega réttlátt réttarkerfi að því að við best vitum. Það veitti fólki von þegar Barack Obama var sæmdur friðarverð- launum Nóbels ári 2009 fyrir áherslur sínar á frið í heiminum. Vilt þú fá upplýsingar um það þegar voðaverk eru framin í skjóli leyndar, svik eða önnur rangindi eiga sér stað? Vissir þú að árið 2008 sagði Obama að bestu heimildarmenn um spillingu, svik og misnotkun stjórnvalda væru starfs- menn stofnana sem hefðu almanna- heill að leiðarljósi og væru tilbúnir til þess að greina frá rangindum? Því ætti að hvetja ríkisstarfsmenn til þess að vera varðhundar gegn spillingu, það gæti bjargað mannslífum og sparað skattgreiðendum umtalsverða fjár- muni. En hvað nú? Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. Skólaþing í Salaskóla í Kópavogi; Kennarar lærðu að nota ipad við kennslu Þann 21. ágúst sl. hélt Epli.is skólaþing í Salaskóla í Kópa-vogi við góðar undirtektir, en kennarar komu víða að af landinu til að fræðast betur um þessa tækni sem stöðugt meira er notuð við kennslu. Aðalgestur og fyrirlesari var Srini Swa- minathan sem hann sagði frá starfi sínu sem kennari í fátækrahverfum í Indlandi og þeim áskorunum sem samtök hans Teach for India standa frammi fyrir.Þrátt fyrir bág kjör sá Srini tækifæri í því að nota nútímatækni við kennsluna sína og hóf hann handa við að koma rafmagnsnúru inn í kennslu- stofuna með framlengingum frá raf- magnsstaur. Þá safnaði hann fyrir iPad spjaldtölvu með því að stofna vefsíðu og safna áheitum og hlaupa loks fjögur maraþonhlaup. Srini ferðast núna út um allan heim og heldur fyrirlestra um samtökin teach for India og þau nútíma vandamál sem Indland stendur fyrir varðandi menntamál. Eftir að Srini hafði deilt sinni reynslu stýrðu kennarar vinnustofum þar sem þeir sýndu hvernig þeir notuðu iPad í skólastarfinu og nokkur fyrirtæki kynntu forrit sem þau eru að búa til fyrir nám og kennslu. Ólafur sóliman, fulltrúi Epli.is á skóla- þinginu í Kópavogi. Illugi gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, ávarpaði kennar- ana við upphaf skólaþingsins, og var gerður góður rómur að máli hans. Fiskeldi í köldum strand- sjó við Íslandsstrendur Ákveðið er að boða til ráðstefnu um tækifæri og ógnanir í fisk-eldi við strendur Íslands. Ráðstefnan fer fram í Félagsheimili Patreksfjarðar dagana 3. og 4. október nk. Það er þekkt að á Vestfjörðum eru mikil tækifæri á fiskeldi í sjó. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur ákveðið í samvinnu við Fiskeld- isklasa Vestfjarða að efna til ráðstefn- unnar. Það er von okkar sem stöndum að þessari ráðstefnu að hún verði til að efla samstarf stjórnsýslu, rannsóknastofn- ana og fyrirtækja, svo að þróun fisk- eldis geti orðið farsæl hér, eins og hjá nágrannaþjóðum okkar. Margir þekktir fyrirlesarar munu sækja okkur heim og má nefna Per Gunnar Kvenseth sem hefur víð- tæka reynslu af rannsóknum og ráð- gjafastörfum innan Norsks fiskeldis. Per Gunnar er yfirmaður heilbrigð- ismála hjá fyrirtækinu Villa Organic, sem framleiðir vottaðan lax, bæði í Suður Noregi og í Austur Finnmörku. Þá verður einnig Cyr Couturier sem starfar sem sérfræðingur við sjávarút- vegsstofnun við háskólann í St. Johns, Memorial Univercity. Cyr Couturier hefur jafnframt unnið náið með sam- tökum fiskeldismanna í Nýfundnalandi sem og innan fiskeldis og skelræktar þar sem hann hefur m.a. verið for- maður þeirra samtaka. Fjöldi Íslendinga munu flytja fyr- irlestra á ráðstefnunni og má í því sambandi nefna, Héðinn Valdimars- son og Hafstein Guðfinnsson frá Haf- rannsóknastofnun, Helga Jensson frá Umhverfisstofnun, Gunnar Eydal frá Teiknistofunni Eik, Jón Örn Pálsson og Jónatan Þórðarson frá Fjarðalax og Shiran Þórisson framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Stjórnandi og ráðstefnustjóri verður Þorgeir Pálsson Ætlunin er að gefa aðilum kost á, þ.e. þeim sem þjónusta fiskeldisfyrirtæki, að kynna starfssemi sína á ráðstefnunni í sérstökum sýningarsal. Ráðstefnan er öllum opin en stað- festa þarf þátttöku í síðasta lagi fyrir fimmtudaginn 19. september nk. í síma 456 5006 eða á netfangið http:// westfjordsadventures.com sem veitir jafnframt allar upplýsingar um gistiað- stöðu og annan kostnað samfara ráð- stefnunni. Magnús Ólafs Hansson verkefnastjóri Atvest Fiskeldiskvíar. Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.