Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 8

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 8
8 29. ágúst 2013 „Akranes gæti verið áhugaverður kostur fyrir lítil fyrirtæki í upplýs- ingatækni og tengdum greinum“ - segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi Á Akanesi búa liðlega 6.500 manns og atvinnulíf er þar nokkuð gott. Meirihlutasam- starf er í bæjarstjórn með Samfylkingu sem er stærsti flokkurinn með 4 bæjar- fulltrúa, Framsóknarflokk og óháðum og Vinstri hreyfingunni, grænu fram- boði. Forseti bæjarstjórnar er Sveinn Kristinsson Samfylkingu en bæjarstjóri Regína Ásvaldsdóttir, sem tók við því starfi í janúar 2013. Regína er félags- ráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og meistaragráðu í breytingastjórnun og nýsköpun frá viðskipta- og hagfræðideild Háskól- ans í Aberdeen í Skotlandi. Hún hefur margra ára reynslu sem stjórnandi á vettvangi sveitarstjórnarmála og var meðal annars skrifstofustjóri og stað- gengill borgarstjórans í Reykjavík. Regína var spurð að því hver fjár- hagsstaða Akraneskaupstaðar væri og segir hún hana þokkalega, bærinn hafi verið að greiða niður skuldir og er ekki verulega skuldsettur, hins vegar þurfi mikið aðhald í fjármálum og velta hverri krónu fyrir sér svo tekjurnar standi undir rekstri bæjarins. ,,Hér er mjög metnaðarfullur rekstur á flestum sviðum og mikil ánægja með þjónustuna, og auðvitað viljum við halda áfram því góða starfi. Hinsvegar þarf að setja langtímamarkmið um það hvernig eigi að ná betri jafnvægi á milli tekna og útgjalda. Við vorum að setja á stofn þverpólitískan starfshóp sem á að skoða fjármál bæjarins, bæði þegar til lengri tíma er litið og hinsvegar skammtímamarkmið. Tillögurnar verða hafðar til hliðsjónar við vinnu að fjárhagsáætlun 2014 og við gerð þriggja ára áætlunar,” segir bæjarstjóri. - Hvernig er atvinnuástandið á Akra- nesi í dag? ,,Það er ágætt, ekki mikið atvinnu- leysi, undir 3%, og það ástand hefur verið nokkuð stöðugt um nokkurn tíma. Í júlímánuði sl. var þetta kringum 100 manns. Auðvitað er atvinnuleysi ekki ásættanlegt og vildum við sjá töluna enn lægri. Fjöldi manns á Akra- nesi sækir vinnu á höfuðborgarsvæðið og inn á Grundartanga í Hvalfjarðar- sveit en við viljum gjarnan fjölga at- vinnutækifærum hér einnig.” Upplýsingatækni og tengdar greinar - Hvers konar atvinnurekstur er það sem þú sérð helst möguleika á að koma á fót á Akranesi í nánustu framtíð? ,,Það væri til dæmis fýsilegur kostur fyrir lítil fyrirtæki í upplýsingatækni og tengdum greinum að koma hingað á Akranes. Hér er íbúðaverð lægra en á höfuðborgarsvæðinu og öll þjónusta til staðar fyrir fjölskyldufólk sem vill setjast hér að. Við fáum til dæmis mjög góða útkomu í þjónustukönnunum vegna skóla og leikskóla. Við vonumst til að það verði aukin starfsemi í sjáv- arútvegi, til dæmis hjá HB-Granda og að skip landi hér meira en nú er en sjávarúvegurinn er mikilvægur fyrir okkur á Akranesi. Aukning í ferðaþjónustu er líka eitt- hvað sem stefnt er að á Akranesi, rétt eins og annars staðar á landinu. Skipu- leg markaðssetning hefur farið fram á vitunum hér og það hefur skilað fjölda innlendra og erlendra gesta þangað. Vilji er til að kynna frábæra kosti Langasand enn betur og svo eru aðilar sem stefna að því að byggja upp sjávartengda ferðaþjónustu. Héðan er Akranes er fallegur bær. Regína ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Höfnin er skjólsæl fyrir stærri sem minni báta.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.