Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 9

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 9
929. ágúst 2013 Samkeppni um bestu viðskiptahugmynd- irnar í matvæla- og líftækniiðnaði Matís og Landsbankinn hafa komið á fót nýsköpunar-keppni fyrir viðskiptahug- myndir í matvæla- og líftækniiðnaði sem byggjast skulu á íslensku hráefni eða hugviti. Samkeppninni er ætlað að hvetja til uppbyggingar fyrirtækja og þróunar verkefna í matvæla- og líftækniiðnaði með það að markmiði að auka varanlega verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi. Samkeppnin ber yfirskriftina „Þetta er eitthvað annað” og vísar til umræðu um nýjungar í at- vinnulífi sem oft lýkur á þann hátt að „gera eigi eitthvað annað,” eða þess óskilgreinda sem margir tala um en hafa ekki nafn yfir. Í þessari samkeppni gefst tækifæri til að leggja fram hug- myndir um „eitthvað annað.” Landsbankinn og Matís sameina krafta sína með það að markmiði að gefa hugmyndunum líf. Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla- og líftækni þar sem áhersla er lögð á nýsköpun, verð- mætaaukningu og matvælaöryggi. Landsbankinn hefur lagt áherslu á að vera hreyfiafl í samfélaginu og veita stuðning og ráðgjöf á sviði nýsköpunar í atvinnulífi og menntakerfi. Fjöldi matvælafyrirtækja starfa á Vesturlandi og þar eru einnig fyrirtæki tengd líf- tækniiðnaði. Full ástæða er til að hvetja þau til þátttöku. gott að fara á sjóstangaveiði og fremur stutt á fengsæl mið og mér er kunnugt um að einstaklingar hér eru að skoða möguleika á að bjóða upp á hvala- skoðun.” Skagamenn njóta veru- lega góðs af nærveru fyrirtækjanna á Grundar- tanga - Fyrirtækin á stóriðnaðarsvæðinu á Grundartanga í Hvalfirði veita mörgum Skagamanninum atvinnu. Smærri þjónustufyrirtæki hafa einnig verið að staðsetja sig þar og þau skapa einnig atvinnu. Er það ekki afar hag- kvæmt þótt sú starfsemi sé í öðru sveitarfélagi, þ.e. Hvalfjarðarsveit? Við erum mjög vel sett að hafa þessa starfsemi svona nálægt okkur þótt hún sé í öðru sveitarfélagi. Á Grundar- tanga sækja hundruðir Skagamanna vinnu, og það hafa tekist góð tengsl við þessi fyrirtæki, við njótum verulega góðs af veru þeirra þarna. T.d. hefur Norðurál verið að styrkja íþróttafélög hér og það er samstarf á fleiri sviðum og góð tengsl milli bæjaryfirvalda og fyrirtækjanna.” Hvalfjarðargöng hafa verið í notkun í allmörg ár. Regína var spurð hvort þeir Skagamenn sem sæktu vinnu á höfuðborgarsvæðið mikluðu ekkert vegalengdina fyrir sér. Regína segir erfitt að fullyrða um það en allstór hópur sækir vinnu þangað á hverjum degi, og margir nýti sér strætisvagna- samgöngur sem var löngu tímabær þjónusta við íbúana, og svo auðvitað einnig við þá sem til Akranes vilja sækja. Stefnt er að því að þegar gjald í göngin hafa borgað þau að fullu verði frítt í þau, það gæti verið árið 2018. Það væri einnig góður kostur ef grafin yrði önnur jarðgöng undir Hvalfjörð, það mundi létta mjög á umferðinni á álagstímum og auka öryggið. - Óttast þú ekki að íbúum í öðrum landshlutum sem hafa beðið og óskað eftir jarðgöngum árum saman á þeirra svæði finnst það alls ekki tímabært að gera ný göng undir Hvalfjörð, forgangs- röðunin sé allt önnur? ,,Við höfum greitt fyrir þessi göng með veggjaldi og þau hafa verið talin verulega þjóðhagslega hagkvæm. Ég einfaldlega velti því ekki fyrir mér hvort vilji eða áform um slík göng væru í samkeppni við jarðgangagerð í öðrum landshlutum. Hér eru allt aðrar rekstrarforsendur. Með fjölgun ferðamanna til landsins eykst þörfin, huga þarf því að auknu umferðarör- yggi. Það er í þágu allra landsmanna.” - Akranes hefur löngum verið nefndur knattspyrnubærinn. Fer bæjarstjórinn á fótboltaleiki? ,,Já, ég fer stundum á heimaleiki þegar ég kem því við en ég reyni að hafa fjölbreytni í þeim viðburðum sem ég sæki,” segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi. Aukning í ferðaþjónustu er eitthvað sem stefnt er að á Akranesi, rétt eins og annars staðar á landinu. Skipuleg markaðssetning hefur farið fram á vit- unum hér og það hefur skilað fjölda innlendra og erlendra gesta þangað. Vilji er til að kynna frá- bæra kosti Langasands enn betur. Frá undirritun samstarfssamnings Landsbankans og Matís. Frá vinstri: Helgi teitur Helgason framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs, sveinn Margeirsson forstjóri Matís og Þorsteinn stefánsson útibússtjóri Landsbankans í grafarholti. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.