Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 29.08.2013, Blaðsíða 10
10 29. ágúst 2013 „Kornrækt er ein af þeim búgreinum sem sparar gjaldeyri og eykur rekstrarhagkvæmnina“ - segir Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson er fæddur á Akranesi 1966, al-þingismaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Norðvesturkjördæmi frá kosningunum sl. vor og er bóndi á Vestri Reyni við innanvert Akrafjall en þar eru 38 mjólkandi kýr. Haraldur var formaður Bændasamtaka Íslands frá 2004 allt þar til hann tók sæti á Alþingi. Haraldur segir að nú sé meiri fjósalykt á þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks- ins en mörg ár þar á undan, og allir séu sáttir við það! Haraldur var spurður hvort Alþingi væri sá vinnustaður sem hann hafði reiknað með og hann segir að hann hafði þekkt Alþingi ágætlega áður en hann settist þar sjálfur en hann kom iðulega á fundi ýmissa nefnda þings- ins, aðallega fyrir Bændasamtökin. Því vissi ég að lang mikilvægasti hluti starfsins færi fram í nefndum þings- ins. Geri þurfi störf þingsins sýnilegri, ekki síst eftir að rannsókn leiddi ljós að lítil tiltrú og virðing almennings á Al- þingi á fyrst og fremst rætur að rekja til framkomu þingmanna. Haraldur á sæti í atvinnuveganefnd og fjárlaganefnd. - Munt þú sem bóndi beita þér sérstak- lega á þingi í þágu bænda og lands- byggðarinnar? ,,Það er óhjákvæmilegt enda eru landbúnaðarmál sá málaflokkur sem ég hef mest innsýn í auk þess að koma úr starfi hjá hagsmunasamtökum bænda. Ekki síður er búsetai á landbyggðinni mér hugleikinn, það er líka mál sem brenna a mjög mörgum í mínu kjör- dæmi. Í þágu sveitanna eru aðkallandi grundvallarmál eins og öruggt raf- magn, fjarskipti og dreifing á interneti. Þessir hlutir verða skilyðislaust að vera í lagi ef byggja á upp lítil fyrirtæki í dag á bújörðum. Í dag eru í landbún- aðinum víða samsett lítil fyrirtæki og tryggja þarf rekstur þeirra og þannig er hægt að sækja fram á svo mörgum fleiri sviðum,” segir Haraldur. - Nýleg skýrsla hefur leitt í ljós að virðing almennings fyrir Alþingi er ekki mikil og samkvæmt henni eru það þingmennirnir sem hafa skapað þessa óvirðingu. Áttu von á því að nýkjörið þing muni taka mið af þessu þannig að virðing Alþingis aukist, en á þingi sitja margir nýir þing- menn? ,,Það var mjög áberandi á vorþingi á þingmenn var upptekið af því að gera betur og skapa Alþingi aðra ásýnd. En fljótlega féll þetta í sama farið. Það eru auðvitað mikil átök, við höfum gengið gegnum einhverja mestu kollsteypu sem þjóðarbúið hefur nokkurn tíma gengið gegnum og það eru átökin um hugmyndafræði sem eru að kristallast þarna. Hjá mörgum atvinnustéttum er þetta barátta upp á líf og dauða og ekki síður hjá mörgum fjölskyldum. Ég vil trúa því að við munum láta okkur þetta að kenningu verða, við eigum að taka niðurstöður skýrslunnar mög alvarlega, annars erum við ekki að axla okkar ábyrgð.” Atvinnumál verða fyrir- ferðameiri á Alþingi Haraldur segir að atvinnumál í víðum skilningi muni verða fyrirferðamikil á Alþingi á komandi vetri, og hann muni heilshugar taka þátt í þeirri umræðu. ,,Ég er sannfærður um að það er hægt að efla íslenskt atvinnulíf og við þurfum að standa sameiginlega að því að koma okkur upp úr þessum öldudal, hvort sem við stöndum til hægri eða vinstri í stjórnmálum. Það verður hins vegar enginn viðsnúningur nema fjármál rík- isins komist á réttan kjöl. Við þurfum atvinnugreinar sem skapa verðmæti og það í tvennum skilningi; bæði sem spara gjaldeyri og eins afla hans, og það sem okkur vantar á næstu árum er ð við stöndum við okkar skuldbindingar sem þjóð út á við. Fiskiskipaflotinn er að verða svolítið fullorðinn og það hefur orðið mikil þróun í smíði fiskiskipa, það er orðinn meiri orkusparnaður við veiðar, og ég mundi vilja efla íslenska fiskiskipasmíði, koma henni aftur af stað, og fjölga skipum sem beinlínis eru smíðuð til að bæta meðferð aflans um borð til að auka verðmæti hans.” Kornrækt Haraldur hefur verið að fást í auknu mæli við kornframleiðslu á jörðinni og hefur hann verið að selja öðrum tals- vert af þeirri framleiðslu. Hann segir kornið svolítið seint að þroskast vegna þess hversu kalt sumarið hefur verið, nú vantar helst sól til að fá meiri hraða í þroskann á bygginu. Það er ágætlega þétt og talsvert af því. ,,Þetta er ein af þeim búgreinum sem sparar gjaldeyri og eykur rekstrarhagkvæmnina. Mestu búháttarbreytingar sem orðið hafa á Íslandi á seinni tímum eru að verða núna í svínaræktinni en svínabændur eru nú margir hverjir að rækta korn í áður óþekktu magni. Á svínabúinu á Melum í Melasveit hafa verið brotnir hundruðir hektar undir kornrækt og verða bændur þar sjálfum sér nógir með bygg. Engin búgrein er að bylta eins mikið sínum búháttum eins og íslensk svínarækt hefur gert á þessu ári. Svínaræktin er að verða sjálfbærari en nokkurn tíma áður. Þeir sem gera þetta af mikilli fagmennsku munu ná umtalsverðu forskoti.” Haraldur segir að það vanti meiri fjárfestingu í landbúnaði, t.d. í eggja- framleiðslu og kjúklingaframleiðslu og ekki sé í sjónmáli neitt átak í þá veru. Íslenskur landbúnaður hafi heilmikil tækifæri til þess að vaxa og dafna. Vil- hjálmur Egilsson, nýr rektor á Bifröst, hefur verið að kynna áform um að kenna sérstaklega rekstur matvæla- fyrirtækja. ,,Við höfum aldrei beint sjónum okkar að því í skólakerfinu að mennta sérstaklega sérfræðinga í því að reka matvinnslufyrirtæki. Þótt viðskipta- fræðingar séu margir allra góða gjalda verðir þá hafa þeir litla sem enga þekkingu á kælikerfum eða ör- verufræði eða uppruna hráefnis. Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarrektor á Bifröst og hún mun sinna þessu verkefni en Anna hefur lokið doktorsprófi í lýðheilsufræðum og gráðu í næringarfræði.” Sögugrúsk - Ef þú átt einhverjar frístundir frá bú- skap og þingmennsku, hvaða áhuga- málum ertu þá helst að sinna? ,,Það tengist minni ættarsögu tals- vert, ég hef verið að skoða uppruna minn og sögu minna forfeðra og að skoða þá arfleið sem kynslóðin á undan mér skildi eftir. Ég hef svolítið verið að hlúa að þessu áhugamáli mínu í sumar og tengsl fjölskyldu minnar við fortíð- ina. Þetta er því öðrum þræði söguá- hugi eða sögugrúsk,” segir Haraldur Benediktsson. Haraldur Benediktsson bóndi og alþingismaður. Nocria Arctic 14 Öfl ug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Heldur jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! S í m a r : 6 9 5 2 0 9 1 / 8 9 4 4 3 0 2 www.stekk jar lundur.com • s tekk jar lundur@stekk jar lundur.com V a r m a d æ l u r f r á F u j i t s u , P a n a s o n i c , M i t s u b i s h i o g T o s h i b a B j ó ð u m u p p á V I S A o g M a s t e r c a r d r a ð g r e i ð s l u r A u g l. S ta p a p re n t ✦✦ 8 ára ábyrgð! Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.