Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 7

Vesturland - 26.09.2013, Blaðsíða 7
Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Upplýsingar veita: Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri, s. 433 7100, asthildur@borgarbyggd.is Inga Steinunn Arnardóttir, ráðgjafi Hagvangs, inga@hagvangur.is Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 10. október nk. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Starfssvið og meginhlutverk • Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun og framgang faglegrar stefnu. • Meginviðfangsefni skólastjóra er faglegt leiðtoga- hlutverk. Hann vinnur náið með starfsfólki að því að skapa frjóar námsaðstæður og leiðir, hvetur og styður kennara með þeim hætti að hvert barn nái góðum árangri í námi. • Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi hans. • Hann ber jafnframt ábyrgð á starfsmannamálum og samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi • Menntun á sviði reksturs er kostur • Frumkvæði og samstarfsvilji • Góðir skipulagshæfileikar • Færni í starfsmannastjórnun • Lipurð og færni í samskiptum • Vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf • Sveigjanleiki og víðsýni • Reynsla af starfi í skólum • Reynsla af störfum á sviði stjórnunar og reksturs er æskileg Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi Í Borgarnesi búa rúmlega 1800 íbúar og er bærinn rómaður fyrir fagurt bæjarstæði og umhverfi. Bærinn er miðstöð þjónustu fyrir Borgarbyggð og fjölmargir íbúar á Vesturlandi öllu nýta sér ýmiskonar þjónustu sem þar er í boði. Í Borgarnesi er góð aðstaða til íþróttaiðkunar, menningarlíf öflugt og fjölbreytt félagslíf. Þar er nýr og glæsilegur menntaskóli og í nágrenninu eru háskólarnir á Bifröst og Hvanneyri. Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli og í dag eru nemendur tæplega 300 og fjöldi starfsmanna er um 60. Skólinn vinnur samkvæmt Uppbyggingarstefnunni, er Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans www.grunnborg.is Umsókninni skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið að og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna starfi skólastjóra. Þá skal fylgja umsókninni greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi þróast undir sinni stjórn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.