Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 12

Vesturland - 24.10.2013, Blaðsíða 12
www.ibudagisting.is • info@ibudagisting.is • s. +354 892-6515 Íbúðagisting Akureyri Vandaðar og vel útbúnar íbúðir Freistandi haust- og vetrartilboð – Gæði í gegn NÝTT FRÁ DICK CEPEK Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en býr einnig yfir frábærum aksturseiginleikum á vegum úti. Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fun Country var sérstaklega hannað með það í huga að ná fram einstökum askturseiginleikum við erfiðar aðstæður, auk þess að vera bæði hljóðlátt og endingargott við akstur innanbæjar. Fun Country er ætlað nútíma jeppum sem vilja komast lengra! Dekkið er fáanlegt í stærðum frá 32“ til 37“. Trail Country Fun Country Mud Country NÝT T! NÝT T! Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 arctictrucks.is 2013-10 Fréttablaðið 2dl x190mm.indd 1 23.10.2013 10:59:33 ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Undir þessu erki sigrar þú YRSA Reykjavík, sjálfvindu armbandsúr Úrval trúlofunar- og giftingahringja Skart, silfurmunir, úr og margt fleira... 24. október 201312 Vinstvæn sköpun matvæla: Sæbjúgnasúpa hlaut verðlaun sem áhugaverðasta nýja hugmyndin Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Helga Franklínsdóttir nemendur við Háskóla Íslands og og Sig- ríður Hulda Sigurðardóttir nemandi við Listaháskóla Íslands hlutu sérstök verðlaun dómnefndar í Ecotrophelia, sem er keppni í vistvænni nýsköpun matvæla. 25 dómurum frá 18 þátttök- ulöndum og 7 frá stórfyrirtækjum og Evrópusambandinu fannst mikið til sæbjúgnasúpunnar koma og veittu ís- lensku þátttakendunum sérstök verð- laun fyrir að vera með áhugaverðustu nýju hugmyndina. Einn dómari var frá Íslandi en það var Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnað- arins. Óhætt er að segja að árangur Íslendinganna sé frábær þegar haft er í huga að um 120 lið tóku þátt í landskeppnum og 18 lið komust áfram í sjálfa aðal keppnina sem var haldin í Köln í Þýskalandi. Í kínverskri matargerð séu sæbjúgu mest notuð í súpur en það getur tekið nokkra daga að elda hana þar sem undirbúningurinn er flókinn og tíma- frekur. Því var hugmyndin að gera vöru sem myndi henta kínverskum markaði en yrði aðgengileg fyrir neytandann, fljótleg í eldun og myndi henta vel fyrir langa flutninga. Niðurstaðan var því bollasúpa með frostþurrkuðum sæ- bjúgum sem einungis þyrfti að hella soðnu vatni yfir og þá yrði hún til- búin til neyslu en súpan ber nafnið Hai Shen. Samstarf Ecotrofood verk- efnis Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Matís og Háskóla Íslands gerir það að verkum að íslenskir nemendur taka þátt í Ecotrophelia nú annað árið í röð. Þá má nefna að Samtök iðnaðarins, Matvæla- og næringarfræðideild Há- skóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð gáfu verðlaun í íslensku landskeppn- inni og að Vöruþróunarsetur sjávar- afurða á Matís hefur stutt verkefnið fyrir keppnina í Köln. Sæbjúga. Vinnsla á sæbjúga eykst stöðugt hérlendis, en veiðar og vinnsla á sæbjúga er helst hjá reykofninum í Grundarfirði. Hreyknar konur. Nýr sviðsstjóri félagsvísinda- sviðs á Bifröst Páll Þorsteinsson hefur verið ráð-inn nýr sviðsstjóri félagsvísinda-sviðs Háskólans á Bifröst frá og með 1. janúar 2014. Páll lauk dokt- orsprófi í heimspeki frá Cambridge háskóla, hann hefur meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll hefur starfað hjá almannatengslafyrirtæk- inu KOM í Reykjavík og hefur sinnt ritstörfum fyrir hugveitu í Bretlandi. Auk þess að starfa sem sviðsstjóri mun Páll leiða verkefni á vegum Rann- sóknarstofnunar atvinnulífsins – Bif- röst sem fjallar um tengsl milli pólitísks stöðugleika og erlendra fjárfestinga. Fráfarandi sviðsstjóri er Auður H. Ingólfsdóttir sem verið hefur í rann- sóknarleyfi en Eyja Margrét Brynjars- dóttir hefur leyst hana af og mun gera það til áramóta, eða þar til Páll tekur við. Auður mun halda áfram kennslu við skólann. Páll Þorsteinsson.Á fiskvinnslan að geta átt kvóta? Sjávarútvegsfundur Samtaka sjáv-arútvegssveitarfélaga var haldinn 2. október sl. Meðal efnis á dag- skrá fundarins var erindi Vilhjálms Egilssonar rektors Háskólans á Bifröst sem nefndist „Á fiskvinnslan að geta átt kvóta? “ Hann greindi m. a. frá þeim ástæðum og rökum sem Tví- höfðanefndin svokallaða hafði fyrir tillögu sinni um fiskvinnslukvótann sem var ein veigamesta tillagan. Ekki náðist sátt um tillöguna á sínum tíma en Vilhjálmur velti fyrir sér hvernig framþróun í fiskvinnslunni hefði orðið ef tillagan hefði verið samþykkt. Að hans mati hefði þróunin hefði orðið á forsendum fiskvinnslunnar frekar en veiðanna sem hefði leitt til hægari þróunar í sjófrystingu en fleiri minni fiskvinnslur hefðu orðið samkeppnishæfari. Meiri stöðugleiki hefði orðið í sjávarbyggðum og tekjur í vinnslunni meiri, en að sama skapi tekjur útgerðar og sjómanna lægri. Þannig hefði reksturinn orðið enn markaðsdrifnari, þar sem afla- markskerfið gefur færi á að skipuleggja sjávarútveginn á forsendum markaðar- ins og skapa sem mest verðmæti. Í dag hefur vinnslan í landi náð sér á strik og áhersla lögð á alla verðmætakeðjuna. Ferskur fiskur er ráðandi í þróuninni og sjófrysting er ekki lengur með sama forskot. Nýjar greinar eru að koma inn í líftækni, heilsutengdum vörum og lækninga- vörum sem geta tvöfaldað verðmæti þorsksins. Í kjölfarið velti Vilhjálmur upp þeirri spurningu hvort að nýju hálaunastörfin muni verða til í sjávar- byggðunum. Að lokum nefndi hann nokkur dæmi sem hann kaus að nefna stríð morgundagsins, en það er að skilgreina hvað það er og heyja rétta stríðið. Ekki eyða orkunni í stríð for- tíðarinnar, heldur kanna hvar verður hægt að ná árangri, hvernig sjávarút- vegur verður eftir 10-20 ár og hvaða hlut sjávarbyggðirnar munu vilja eiga í þeim sjávarútvegi. kG fiskverkun og Hraðfrystihús Hellissands eru við höfnina í rifi. báðum þessum fyrirtækjum, sem skapa umtalsverð útflutningsverðmæti og eru veru- lega atvinnuskapandi á utanverðu Snæfellsnesi, tilheyrir umtalsverður kvóti.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.