Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 6

Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 6
6 28. nóvember 2013 ,,Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem mér hefur gefist í spennandi samfélagi“ - segir Páll Ágúst Ólafsson, verðandi sóknarprestur í Staðastaðaprestakalli Páll Ágúst Ólafsson, guð-fræðingur, var 2. nóvember sl. kosinn sóknarprestur í Staðastaðarprestkalli. Hann fékk 62 atkvæði af 203 sem voru greidd í kjörinu en 286 voru á kjörskrá. Davíð Þór Jónsson fékk 57 atkvæði, Arna- ldur Máni Finnsson fékk 22 atkvæði, Bára Friðriksdóttir fékk 18 atkvæði, Ólöf Margrét Snorradóttir fékk 13 atkvæði, Ursula Árnadóttir fékk 12 atkvæði, Jóhanna Magnúsdóttir fékk 12 atkvæði, Elín Salóme Guðmunds- dóttir fékk 4 atkvæði. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára, frá 1. desember 2013. Páll Ágúst mun búa í Reykjavík til vors þar sem fráfarandi prestur, sr. Guðjón Skarphéðinsson býr á Staðastað til vors. Vígsla Páls Ágústs fer fram í Dómkirkjunni 8. desember nk. kl. 14. Þrátt fyrir það mun hann sinna öllum prestverkum sem til falla í gleði og sorg, hefja fermingarfræðslu og sinna sex sóknum og átta kirkjum en auk þess sinnir hann héraðsprests- skyldum í allt að 50% starfshlutfalli í samráði við prófastinn, sr. Þorbjörn Hlyn Árnason á Borg. Páll Ágúst segir að það hafi verið verulega skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í þessari kosningabaráttu. Það sem helst standi upp úr eru allar heimsóknir á heimili í prestakallinu sem hann fór í ásamt eiginkonunni, Karen Lind Ólafsdóttur, og fengið tæki- færi til þess að kynnast sóknarbörnum og spjalla um það sem þeim lá á hjarta, hvort sem það var samfélagið, vinnan, félagslífið, kirkjan, tækifærin, gleðin, vonbrigðin eða jafnvel allt þetta. Því meira sem Páll Ágúst hefur dvalið í prestakallinu og því oftar sem þau hjónin leggja leið sína um Snæfells- nesið finna þau hversu mikið þau vilja og eru tilbúin til þess að setjast að á Staðastað með börnum sínum og verða hluti af samfélaginu sem þar er sem og einnig í prestakallinu öllu. Þakklátur fyrir þetta tækifæri Páll Ágúst segist vera ákaflega lánsamur að hafa fengið þetta embætti, þakklátur fyrir þetta tækifæri sem honum hafi gefist í spennandi samfélagi. Prests- embættum innan þjóðkirkjunnar hafi fækkað á síðustu árum og margir sæki um hvert brauð sem losnar. Hann telur það afar jákvætt að fólk fái að velja prest í beinni kosningu. Páll Ágúst er fæddur 26. febrúar 1983 í Reykjavík og ólst þar upp, syðst við Bergstaðastrætið, á heimili foreldra sinna, dr. Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings, og Daggar Pálsdóttur, lögfræðings. Páll Ágúst gekk í Ísaks- skóla, Miðbæjarskólann, Hlíðaskóla og Hagaskóla, stundaði nám við MR en lauk stúdentsprófi frá MH 2002 og lauk vorið 2003 enskunámi fyrir erlenda stúdenta í Georgetown University í Washington DC í Bandaríkjunum og síðan BA-prófi í lögfræði 2006 og meistaraprófi 2008. Páll Ágúst segist fljótlega hafa áttað sig á því að áhugi hans lá ekki þar og fór í guðfræði- nám, lauk BA-prófi í guðfræði 2011 og meistaraprófi 2013. Eiginkona Páls Ágústs er Karen Lind Ólafsdóttir, sem áformar að ljúka meistaraprófi í guð- fræði vorið 2014. Hún stundaði nám í hjúkrun í Bretlandi 2003-2005 og lauk BA-prófi í guðfræði 2012. Dætur Páls Ágústs og Karenar Lindar eru Þórhildur Katrín fædd 2007 og Dögg fædd 2012 en þriðja barnið fæðist í apríl 2014, ef Guð lofar. Lærði á píanó ,,Ástæða þess að ég ákvað að ljúka embættisprófi í guðfræði eftir að hafa lokið embættisprófi í lögfræði er ein- lægur áhugi minn á að gera störf á vettvangi þjóðkirkjunnar að lífsstarfi mínu og þjóna með því Jesú Kristi í lífi og starfi. Það er bjargföst sann- færing mín að innri köllun mín sé að þjóna sem prestur Guði og mönnum. Kirkjustarf var mér ekki fjarlægt, ég tók um árabil þátt barna- og unglinga- starfi í Hallgrímskirkju, sá sjálfur um slíkt í nokkur ár frá 15 ára aldri og starfaði við sumarbúðirnar í Vatna- skógi. Sennilega hefur þetta blundað í mér alla tíð. Í dag starfa ég sem fram- kvæmdastjóri Háteigskirkju og í því starfi hef ég séð um að skipuleggja og annast umfangsmikið og fjölbreytt safnaðarstarf fyrir börn og unglinga, fræðslu fyrir fullorðna og samverur fyrir eldri borgara ásamt helgihaldi fyrir unga sem aldna. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist. Ég lærði á píanó í einkatímum í 9 ár, fyrst hjá Önnu Þorgrímsdóttur og síðan hjá Ingu Ástu Hafstein en ég lauk 6. stigi í píanónámi. Einnig kenndi ég sjálfum mér á gítar. Auk þess er ég mik- ill söngmaður og er þaulvanur undir- leik á bæði píanó og gítar við hvers kyns tilefni. Ungur var ég í barnakór Hallgrímskirkju en einnig var ég í kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Mér þykir ánægjulegt og fróðlegt að langalangafi minn, sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen, þjónaði Miklaholtsprestakalli á árunum 1882 til 1886 áður en hann fór með viðkomu um þriggja ára skeið í Kálfholti til Vestmannaeyja þar sem hann þjónaði með sæmdarbrag í aldarþriðjung. Við embætti hans í Miklaholti tók sr. Árni Þórarinsson, sá landsfrægi prestur sem Þórbergur Þórðarson ritaði sögu af í sex bindum, og síðar hafa verið hér merkisprestar,” segir Páll Ágúst sem segir að með nýjum presti komi ekki miklar breytingar á safnaðarstarfinu, og einnig sé hefð um helgihaldið. ,,Ég vil hins vegar að fólk viti að Guði sé annt um það og ég vil eftir megni efla samveru sóknarbarnanna, ekki bara í kirkjunni og ég vil efla fjölskyldu- samveru. Við hjónin berum ábyrgð í okkar starfi og leitumst við að fræða eftir bestu getu. Við viljum verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Í sveitinni er fólk líka meira tilbúið til að hjálpa ef á bjátar, kannski meira en í þétt- býlinu, bóndinn á næsta bæ kemur ótilkvaddur til að mjólka ef veikindi steðja að eða ef þarf að létta undir með öðrum hætti, þetta er samfélagslegur þroski og falleg hugsun,”! segir Páll Ágúst Ólafsson. Rjómabúið Erpsstaðir framleiðir ýmiskonar ljúfmeti sem hentar í eftirrétti eða bara sem ábætir milli mála Ljúffengur rjómaís margar bragðtegundir • Skyrkonfekt og gómsætir ostar Einnig hið rómaða gamaldags skyr sem hentar vel í ostakökur og deserta Njótið jólanna Gleðileg Jól Gerum okkur glaðan dag um jólin Rjómabúið Erpsstöðum • erpsstaðir.is • rjomabu@simnet.is • 868 0357 S K E S S U H O R N 2 01 3 Páll Ágúst ólafsson. Prestsetrið á Staðastað. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is Fjölbrautaskóli Vesturlands Frestur til að sækja um nám í dagskóla á vorönn 2014 hefur verið framlengdur til 6. desember. Einnig er opið fyrir umsóknir um helgarnám í húsasmíði. Enn eru nokkur pláss laus á heimavist skólans. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og á skrifstofu. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.