Vesturland - 28.11.2013, Qupperneq 8

Vesturland - 28.11.2013, Qupperneq 8
8 28. nóvember 2013 ,,Skuldsetning sveitarfélagsins er aðeins 92% og er því í hópi þeirra 10 sveitarfélaga þar sem reksturinn gengur best” - segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar Ákveðið vandamál að það vantar fjölbreyttari störf inn í samfélagið, það er bláköld staðreynd. Það er verkefni sem höfðar ekki bara til þeirra sem stjórna bæjarfé- laginu heldur einnig til alls þess ágæta fólks sem býr í Snæfellsbæ. Við þurfum að búa til fleiri og fjölbreyttari störf og fá þannig fjölbreyttari flóru fólks inn í samfélagið. Bæjarmörk Snæfellsbæjar eru annars vegar í Staðarsveit, rétt vestan við Vegamót og hins vegar að norðan í Búlandshöfða. Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess eru um 1800. Flestir búa í þétt- býliskjörnunum Ólafsvík, Rifi og Hell- issandi, en aðrir íbúar eru dreifðir um sveitir þess, Fróðárhrepp, Breiðuvík og Staðarsveit, eða minni þéttbýliskjarna á Hellnum og Arnarstapa. Í bæjar- félaginu eru því víðáttumikil óbyggð svæði þar sem auðvelt er að komast í snertingu við óspillta náttúru. Hring- vegur er um Snæfellsbæ og ef komið er akandi frá Reykjavík eftir vegi 54 er við Fróðárheiði hægt að velja að aka yfir heiðina og norður fyrir og þaðan hring um Jökulinn eða að aka um Útnesveg eftir vegi 574 í hring norðurfyrir. Snæ- fellsjökull er því nokkurs konar miðja í bæjarfélaginu sem sést víða að. Það sem einkennir Snæfellsbæ öðru fremur er hin stórkostlega náttúra sem þar er að finna. Þar ber hæst Snæfells- jökul sem á sér vart annan líkan. Frá jarðfræðilegu sjónarmiði er þetta svæði einstakt í veröldinni. Finna má heitt og kalt ölkelduvatn sem hefur mik- inn heilunarmátt, stórbrotnar hraun- breiður sem eru gífurlega fjölbreyttar að lögun, gróðri og útliti. Í sveitarfé- laginu eru gróin tún og engi, fjöldi eld- gíga af ýmsum gerðum, stórbrotin fjöll, fjölbreytt úrval af hellum, hrikalegar og fagrar strandlengjur með stórbrotnu stuðlabergi og sandbreiðum. Einnig má nefna fossa af öllum gerðum, upp- sprettulindir og lækir, vötn og ár sem geyma silung og lax, sellátur, fjölbreytt fuglalíf, gjöful fiskimið og hvergi er styttra að fara á Íslandi til að sjá hvali af öllum gerðum. Um allt þetta svæði eru svo gönguleiðir, slóðar og vegir sem gerir ferðamönnum auðveldara að njóta alls sem Snæfellsbær hefur að bjóða. Svæðið frá Dagverðará í suðri til og með Gufuskálum í norðri tilheyrir Þjóðgarðinum Snæfellsjökli sem var formlega vígður sumarið 2001. Í Snæ- fellsbæ er sagan við hvert fótmál. Fá svæði á landinu eru með eins mikið af ósnertum fornminjum og eru í Snæ- fellsbæ. Bárðarsaga Snæfellsáss, Víg- lundarsaga, Eyrbyggja ásamt urmul af þjóðsögum eiga sögusvið sitt í Snæ- fellsbæ. Mikið af nafngiftum náttúru- staða eru komnar úr þessum sögum. Í Snæfellsbæ búa liðlega 1.700 manns, flestir í byggðakjarnanum Ólafsvík. Bæjarstjóri er Kristinn Jóns- son. Eftir efnahagshrunið 2008 hrundi nánast efnahagur margra sveitarfélaga og víða er skuldsetning þeirra alveg hrikaleg. Það kom berlega fram ný- verið á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það var því eði- legt að spyrja bæjarstjórann um fjár- hagslega stöðu sveitarfélagsins í dag. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að staða fjármála Snæfellsbæjar sé ásættanleg miðað við þær viðmiðunar- tölur sem stuðst er við, en talað sé um að skuldsetningin megi ekki vera meiri en 150% af tekjum, en hjá Snæfellsbæ er skuldsetningin 92% svo segja má að reksturinn gangi mjög vel, og er í hópi þeirra 10 sveitarfélaga þar sem reksturinn gengur best. Kristinn segir að auðvitað megi segja að hagstæðast sé að skulda ekki neitt og geta þá veitt íbúunum enn betri þjónustu, þó hún sé nokkuð góð fyrir. ,,Fjárfestingar á þessu ári eru á þriðja hundrað milljónir króna og á næsta ári er gert ráð fyrir fjárfestingum upp á um 180 milljónir króna. Við höfum átt tekjuafgang af rekstrinum sem hefur gert okkur mögulegt að greiða niður skuldir auk þess að vera í vissum fjár- festingum,“ segir bæjarstjóri. - Hvaða framkvæmdir eru mest að- kallandi í sveitarfélaginu í dag? ,,Ef nóg væri fjármagn til fram- kvæmda er sennilegast að farið yrði í vatnsveitu- og gatnaframvæmdir. Svo er hægt að nefna mörg önnur vekefni sem væri gaman að fara í en verða að bíða eitthvað svo hægt sé að fjármagna þau. Vatnsveitan hér er ekki gömul en við þurfum að halda áfram í endur- nýjun en yngstu lagnirnar eru orðnar um 50 ára gamlar. Smám saman er bærinn að endurnýja þessar lagnir til þess m.a. að auka flutningsgetuna og gæta þess að hafa þær í sandi og að þær verði ekki fyrir skemmdum.“ - Gatnagerð og viðhald gatna í Ólafsvík er í sæmilegu horfi, en eruð þið sáttir við framkvæmdir Vegagerðarinnar á vegum í sveitarfélaginu og nágrannasveitarfé- lögunum til að tryggja öruggari sam- göngur, m.a. til höfuðborgarsvæðisins? ,,Nei þvert á móti. Við höfum beðið síðan 1994 eftir að vegagerð um Fróð- árheiði ljúki en þeim framkvæmdum átti að ljúka árið 2009. Það eru 7 km eftir af þeirri framkvæmd og til þessarar framkvæmdar hafa verið eyrnarmerktir fjármunir sem ekki hafa verið nýttir, en það eru 600 millj- ónir króna sem þarf til þess að ljúka varanlegri vegalagningu yfir Fróðár- heiði. Þegar efnahagshrunið skall á í septembermánuði 2008 var þessari framkvæmd og ýmsum fleirum snar- lega ýtt úr af borðinu. Þetta er orðinn eini vegurinn á Vesturlandi sem ekki er með bundið slitlag sem er auk þess með þeim fjölfarnari. Nú er þessi fram- kvæmd á vegaáætlun árið 2020, enda hefur Vesturlandið í heild sinni ekki verið að fá neina fjármuni í vegafram- kvæmdir síðan árið 2009. Auðvitað eru ýmsar aðrar vegaframkvæmdir milli Reykjavíkur og Vesturlands brýnar, og það skiptir miklu máli að sá vegur verði lagaður, ekki síst af öryggisástæðum. Þannig þyrfi að vera 2+1 vegur alla leið frá Reykjavík og upp í Grundar- tanga og upp í Borgarnes. Uppskipun er alltaf að aukast upp á Grundartanga sem eykur umferð stórra flutninga- bíla á þessari leið og einnig hefur verið aukning í umferð stórra flutningabíla frá Vestfjörðum og Norðurlandi, og jafnvel frá Austfjörðum.“ Vantar fólk til vinnu - Hvernig er atvinnulífið í dag í Snæ- fellsbæ? Er eitthvað atvinnuleysi? ,,Það mælist atvinnuleysi hjá okkur eins og öllum öðrum. En þrátt fyrir það vantar fólk hingað til vinnu. Hér í Ólafsvík er t.d. verið að koma á fót lifra- niðursuðu sem hefur starfsemi í byrjun næsta árs. Það skapar allt að 12 störfum sem er afar ánægjulegt. Svo er auð- vitað afar öflug útgerð og fiskvinnsla í Snæfellsbæ og svo er mikil og vaxandi ferðaþjónusta í sveitarfélaginu og það er einnig aukning í ferðaþjónustu yfir vetrartímann. Hér er starfandi sjávar- rannsóknasetur sem hefur heppnast afar vel, en meginmarkmið þess er að rannsaka lífríki Breiðafjarðar.” - Þú nefnir að það vanti fólk til starfa. Er það kannski að hluta til vegna þess að atvinnulífið í sveitarfélaginu er of einhæft? ,,Ég get ekki neitað því að það er ákveðið vandamál að það vantar fjöl- breyttari störf inn í samfélagið, það er bláköld staðreynd. Það er verkefni sem höfðar ekki bara til þeirra sem stjórna bæjarfélaginu heldur einnig til alls þess ágæta fólks sem býr í Snæfellsbæ. Við þurfum að búa til fleiri og fjölbreyttari störf og fá þannig fjölbreyttari flóru fólks inn í samfélagið.” - Þú hefur nefnt að það séu vaxandi tækifæri í ferðaþjónustu í sveitarfé- laginu. Hver eru þau helst? ,,Stór hópur fólks, svokallaðir nátt- úruunnendur eru að koma hingað í auknu mæli til þess að njóta frábærrar náttúru hér, og þetta fólk vill ekki síður gera það að vetrarlagi, fara gegnum þjóðgarðinn, fara á Snæfellsjökul ef til þess viðrar, fara inn í Kolgrafarfjörð og fylgjast með háhyrningum og fara jafnvel um Breiðafjörð og síðan inn í Stykkishólm og skoða eldfjallasetrið en á þeirri sýningu er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos, og einnig munir, forn- gripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors, sem hefur stundað eldfjalla- rannsóknir í yfir fjörutíu ár um allan heim. Sérstök sýning hefur verið sett upp í safninu varðandi gosin í Eyja- fjallajökli árið 2010. Þar á meðal eru stórbrotnar ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson ljósmyndara af gosunum á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. Einnig ljósmyndir eftir Jóhann Ísberg og vatnslitamynd af sprengigosinu í Eyjafjallajökli eftir Vignir Jóhanns- son. Þessar náttúrulífsferðum er alltaf að fjölga, kannski gistir fólk í 3 til 4 nætur. Nýjasta aðdráttaraflið er vatnshellir sem er í þjóðgarðinum rétt hjá Malarrifi þar sem hægt er að fara í skoðunarferð með leiðsögn en þar hefur aðgengið verið gert mjög gott.” Misháar skuldir hindra sameiningu sveitarfélaga öðru fremur - Á Vesturlandi hefur sameining sveitar- félaga gengið misvel og enn sveitarfélag starfandi sem eru afar smá, jafnvel á íslenskan mælikvarða. Sérðu fyrir þér að það verði frekari sameining sveitar- félaga á næstu árum? ,,Ég ætla alls ekki að útiloka að sveitarfélögunum muni fækka og þau þar með stækka. Helsta vandamálið í dag er það að sveitarfélögin standa mjög misjafnlega vel fjárhagslega og ef ríkið kemur ekki til móts við það verkefni að jafna skuldir íbúanna, þá verður þetta verkefni afar erfitt. Þetta er hins vegar að mínu mati spurning Kristinn Jónsson bæjarstjóri. ólafsvík.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.