Vesturland - 28.11.2013, Side 9

Vesturland - 28.11.2013, Side 9
928. nóvember 2013 Leysa þarf vanda þeirra 7% heimila sem eru á köldum svæðum Á haustfundi Landsvirkjunar sem nefndist ,,Hver er framtíð íslenskrar orku” hafði Krist- inn Jónsson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar áhyggjur af því að stefna Landsvirkjunar væri kannski ekki samfélagsleg ábyrgð. Hann sagði um 5.000 heimili kaupa raforku til hitunar og ekki væri óeðlilegt að Landsvirkjun kæmi til móts við íbúa í sveitarfélögum á köldum svæðum með afslátt á gjaldskrá til húshitunar. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, sagði fyrirtækið vera mjög meðvitað um sína samfélagslegu ábyrgð. Hörður var sammála Kristni um það að það þurfi að leysa þessi mál á köldum svæðum, en það besta sem hefur hent íslenska þjóð í orkumálum er hitaveita enda hefur 93% heimila í landinu aðgang að hitaveitu. Vanda þessara 7% heimila þurfi að leysa, m. a. með því að halda áfram að leita að jarðhita. Hörður benti á að markaðs- ráðandi fyrirtæki eins og Landsvirkjun mætti ekki semja um verð undir kostn- aðarverði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. um tíma, ekki hvort þessi þróun verður í framtíðinni.” - Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík spilaði í efstu deild karla í knattspyrnu í sumar, í fyrsta sinn í sögu félagsins, íbúunum til mikillar ánægju. Finnst þér að sú staðreynd hafi komið Snæ- fellsbæ meira í umræðuna hérlendis, hafi komið sveitarfélaginu meira á ,,kortið”? ,,Mér finnst það af þeim við- brögðum sem ég fékk sjálfur í sumar að þetta hafi verið ákaflega jákvætt fyrir okkur, enda var kastljósi fjölmiðlana mikið beint að okkur. Eftir fyrstu 8 leikina var Víkingur aðeins kominn með eitt stig, en stuðningsmennirnir klöppuðu samt fyrir liðinu og hvöttu það, alveg sama hvernig gekk á sjálfum knattspyrnuvellinum. Samfélagið stóð þétt að baki liðsins í blíðu og stríðu, og það sýndi jákvæða ímynd á sam- félaginu, og auðvitað erum við mjög stolt af því. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að við vorum litla félagið sem var að koma inn í fyrsta skipti, en í 80% tilfella er það hlutskipti þeirra liða. Flestir fóru með það hugarfar inn í sumarið að njóta þess að eiga lið í hópi þeirra bestu á landinu, jafnvel þótt allir bæru þá von í brjósti að liðið félli ekki, en auðvitað er það fúlt að falla. En það tókst ekki þótt tæpt stæði. Það er enginn tilviljun að KSÍ valdi stuðningsmenn Víkings Ólafsvík sem bestu stuðningsmenn ársins. Þetta eykur bara hróður samfélags- ins, alveg eins og Snæfell er að gera fyrir samfélagið í Stykkishólmi með því að tefla fram tveimur frábærum liðum í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, og hefur gert á undan- förnum árum.” - Störf bæjarstjóra eru tímafrek og ekki alltaf fjölskylduvæn þar sem þau geta verið á ýmsum tímum. En áttu einhver áhugamál sem þú reynir að sinna? ,,Það er nú reyndar ýmislegt. Ég er mikil áhugamaður um golf og hef gaman að spila golf þegar til þess gefast tækifæri, en hér í Ólafsvík er ágætis golfvöllur. Svo nýt ég þeirra forréttinda að eiga börn sem eru í fótbolta og mikið af mínum frítíma fer í að fylgj- ast með þeim á knattspyrnuleikjum, og ekki bara hér í Ólafsvík. Þess utan er ég mikill fótboltaáhugamaður og fór á allflesta leiki Víkings hér í sumar. Í haust hef ég farið í gönguferðir til fjalla auk þess að fara á hverjum ein- asta degi í klukkutíma gönguferð eftir vinnu. Það er mjög afslappandi að fara í göngutúr, ekki síst þegar mikið hefur verið að gera í vinnunni þann dag.” Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að gera þurfi stórt átak til að jafna húshitunarkostnaðinn á landinu, en Kristinn er formaður Samtaka sveitar- félaga á köldum svæðum. Markmið þessara samtaka er afar skemmtilegt og jafnframt óvenjulegt, þ.e. að að samtökin verði ekki til. Það er mikið ánægjuefni þegar eitthvað sveitarfélag yfirgefur samtökin, nú síðast Grýtu- bakkahreppur og Skagaströnd en liðlega 20 sveitarfélög eru í samtök- unum. Kristinn segir það ekki ganga að íbúar í Snæfellsbæ séu að greiða helmingi hærra verð fyrir húshitun en t.d. íbúar í Stykkishólmi sem hafa heitt vatn til húshitunar. Kristinn hefur lagt til opinberlega að þessu kostnaður verði jafnaður, enda þessi mismunur mikið óréttlæti. Milli fjalls og fjöru: Karlakórinn Hreimur skemmti Skagamönnum Karlakórinn Hreimur, sem kemur úr Þingeyjarsýslu, hélt tónleika í Tónbergi, sal Tónlistaskólans á Akranesi 8. nóvem- ber sl., og var nánasthúsfyllir. Söngur Hreimsfélaga var liður í dagskrá Vökudaga 2013 sem nefndust ,,Milli fjalla og fjöru.“ Dagskrá þessara menningardaga var mjög metnað- arfull og fjölbreytt og aðstandendum hennar til mikil sóma. Gestir Hreims fengu í hend- urnar söngskrá sem nefndist ,,Vel er mætt“ sem var nafnið á fyrsta laginu á sönskránni. Karlakórinn fór einstaklega vel með lög eins og ,,Vor í dal,“ ,,Tondeleyó“ og ,,Veiði- mannakórinn úr óperunni Töfra- skyttunum“ en fyrst og fremst var þessu stund í Tónbergi skemmtileg. Það sáu þingeyingarnir um, alveg ósvikið. Aðalfundur SSV krefst jöfnuðar á raforkuverði til almennra notenda Aðalfundur Samtaka sveitarfé-laga á Vesturlandi var haldinn fyrir skömmu í Reykholti. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að nauðsyn beri til að að endurskipuleggja starfsemi SSV og að vísa fyrirliggjandi tillögum um breytingar á starfsemi og skipulagi SSV í sérstakan vinnuhóp. Aðalfundur SSV fagnar orðum innanríkisráða- herra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um eflingu löggæslu og öryggismála. Niðurskurður og fækkun löggæslu- manna á Vesturlandi á síðustu árum hefur komið niður á öryggi íbúa og starfsmanna löggæslumála á svæðinu. Niðurskurður í löggæslumálum hefur lagt auknar og allt að því óraunhæfar byrðar á starfsfólk sem sinnir þessu málaflokki Mikilvægt er að tekið sé til- lit til landsstærðar og dulinnar búsetu á svæðum þegar fjármagni er útdeilt. Aðalfundur SSV lýsir yfir miklum áhyggjum varðandi stöðu á rekstri almenningssamgangna á starfssvæði sínu. Vert er að fram komi að mikil ánægja er meðal almennings með aukna og bætta þjónustu sem mikil fjölgun farþega sýnir. Verkefnið er mikilvægt fyrir jöfnun búsetuskilyrða og aðgengi að þjónustu innan sem utan svæðisins. Áætlanir um rekstur almenningssamgangna hafa ekki stað- ist þrátt fyrir fjölgun farþega og munar þar mestu um þann forsendubrest sem orðið hefur frá því landshlutasamtökin tóku við verkefninu. Fundurinn óskar eftir að forsendubresturinn verði bættur að fullu. Orkumál Aðalfundur SSV skorarði á Alþingi að jafna að fullu raforkuverð til almennra notenda í dreifbýli til jafns við raforku- verð til almennra notenda í þéttbýli. Með nýrri skipan raforkumála voru samþykkt sérstök lög, nr. 98 /2004 um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Þar kemur fram að markmið laga þessara er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til al- mennra notenda. Í lögunum segir m. a. að greiða skal niður kostnað almennra notenda vegn a dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofnun hefur heimilað sérstakar dreifbýlis- gjaldskrár. Skorað er á Alþingi að fara að tillögum varðandi niðurgreiðslur til húshitunar sem starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur skilað í „Skýrslu starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar“ og tekur aðalfundur SSV eindregið undir þær tillögur sem þar eru settar fram. Samgöngumál Aðalfundur SSV lagði ríka áherslu á að þau verkefni sem komin voru inn á skammtíma og langtíma vegaáætlun verði sett í forgang þegar vegaáætlun verður endurskoðuð. Áhersla er lögð á að sett verði fjármagn í leggja bundið slitlag og sinna viðhaldi á tengivegi víðsvegar um Vesturland. Brýnt er að ljúka þeim verkefnum áður en farið er í önnur. Svæðið er dreifbýlt og mikil þörf er á að endurgera vegi og auka við slitlag. Mikilvægt er að bæta tengingu við aðra landshluta með tengingu Borgarfjarðarbrautar að Þingvöllum um Uxahryggjaleið. Ferjusiglingar og nettengingar Aðalfundur SSV leggur ríka áherslu á aukinn stuðning við rekstur Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs. Mikilvægt er með tilliti til ástands vega, fiskflutninga, ferðaþjónustu á svæðinu og reksturs skólaútibús Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði að tryggja áframhaldan di rekstur ferjunnar allt árið. Farsímaþjónusta verði tryggð án undantekninga. Slakar nettengingar, lélegar sjónvarpssendingar og ófull- nægjandi GSM samband stendur víða í vegi fyrir uppbyggingu fyrirtækja, sérstaklega í ferðaþjónustu og veikir þar með búsetu. Á sumum svæðum þarf að endurskilgreina markaðs- svæði fjarskiptafyrirtækja og auka þarf eftirlit með gæðum nettenginga. Margir staðir njóta ekki þeirrar lág- marks netþjónustu sem tilskilin er í Fjarskiptaáætlun og víða úti á landi hefur ,,markaðurinn“ reynst ófær um að veita þá þjónustu sem reiknað var með. Brýnt er að unnið verði að framtíðarlausn fjarskipta með aukinni ljósleiðaratengingu. vitinn á Akranesi vekur athygli ferðamanna á vesturlandi. Hreimur á sviðinu í Tónbergi.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.