Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 10

Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 10
10 28. nóvember 2013 BORGARBYGGÐ – stuttar fréttir Málefni háskólanna á Vesturlandi Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um málefni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands og fer fundurinn fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borg- arnesi í dag, fimmtudaginn 21. Nóvem- ber, og hefst kl. 20.00. Íbúar er hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. Ný umhverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefnd Á sveitarstjórnarfundi Borgar- byggðar þann 14. nóvember sl. kaus sveitarstjórn Borgarbyggðar í nýja umhverfis-, skipulags- og landbún- aðarnefnd en samkvæmt nýrri sam- þykkt um stjórn Borgarbyggðar verður breyting á nefndum. Tómstundanefnd, umhverfis- og skipulagsnefnd, land- búnaðarnefnd og Borgarfjarðarstofa hætta störfum og verkefni þeirra flytj- ast í aðrar nefndir. Formaður nýrrar umhverfis-, skipulags- og landbúnað- arnefndar er Ingibjörg Daníelsdóttir. Áhyggjur af löggæslumálum Á fundi sveitarstjórnar 14. nóvember sl. lagði Björn Bjarki Þorsteinsson lagði fram svohljóðandi bókun: ,,Sveitar- stjórn Borgarbyggðar lýsir miklum áhyggjum varðandi stöðu löggæslu- mála í Borgarfirði og Dölum. Lög- regluembættið hefur búið við fjársvelti mörg undanfarin ár og greinilegt þegar bornar eru saman fjárveitingar til emb- ættisins við fjárveitingar til annarra svæða að ekki er rétt gefið. Þegar horft er á Vesturland þá spannar um- dæmi Lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum um 80% af landshlutanum. Þegar skoðaður er málafjöldi undan- farin ár er greinilegt að mannfæð og samdráttur er farinn að valda því að eftirliti og fyrirbyggjandi aðgerðum hefur fækkað verulega. Þessi staða er algerlega óásættanleg, bæði fyrir þau samfélög sem um ræðir í Borgarfirði og Dölum, sem og það góða fólk sem við löggæslu starfar á svæðinu. Sveit- arstjórn Borgarbyggðar skorar á fjár- veitingarvaldið að bæta úr þannig að þessi staða valdi ekki frekari skaða.“ Lántaka hjá Lána- sjóði sveitarfélaga Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að taka lán hjá Lána- sjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 80.000.000 króna., í samræmi við sam- þykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna önnur óhagstæðari lán hjá öðrum lánastofn- unum sem tekin voru vegna lánshæfra verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Borgarbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfé- laga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2014 fór fram fyrir skömmu sem og tillaga að fjárhagsáætlun 2015 - 2017. Sveitarstjóri, Páll Brynjarsson, kynnti tillögurnar. Samþykkt var samhljóða að að álagningarprósenta útsvars verði 14,48% á árinu 2014. Samþykkt var að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu. Viðbygging við grunnskólann Sveitarstjórn hefur samþykkt að vísa til byggðaráðs tillögu um að hefja undirbúning að viðbyggingu við grunnskólann í Borgarnesi sem myndi innihalda fjölnota sal, vinnu- rými kennara, tómstundaskóla og endurbætta verkgreinaaðstöðu. Nú- verandi skólahúsnæði inniheldur hvorki matsal né fjölnotasal og hefur því þurft að leita út fyrir skólann með skólamötuneyti og til að halda ýmsa viðburði eins og skólasetningu, skóla- slit, árshátíð skólans o. fl. Með fjöl- nota sal mætti fjölga þeim stundum þar sem nemendur skólans koma saman og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir nemendur til að matast í hádeg- inu. Vinnuaðstöðu kennara þarf að bæta til muna og sama á við um verk- greinaaðstöðu. Húsnæði tómstunda- skólans er orðið of lítið til að sinna öllum þeim fjölda nemenda sem nýta sér þá þjónustu sem þar er í boði og er nauðsynlegt að bregðast við þeirri stöðu sem allra fyrst. Björn Bragi lét bóka af þessu tilefni að tillagan væri í þeim anda sem hann viðraði í um- ræðum fyrr á fundinum varðandi húsnæðismál Grunnskólans í Borg- arnesi, því styður hann að tillögunni sé vísað til byggðarráðs til skoðunar og úrvinnslu á milli fyrri og seinni umræðu fjárhagsáætlunar sveitarfé- lagsins. Skoða þurfi útfærslur vel sem og hvaða áhrif slík framkvæmd hefur á rekstur Borgarbyggðar.ða að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu. Skrifa á sögu Borgarness Sveitarstjóri, Páll Brynjarsson, greindi frá því á fundi byggðaráðs fyrir skemmstu að hver staðan væri um ritun Sögu Borgarness. Rætt hefur verið við Egil Ólafsson um að taka að sér verkið. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi við Egil um að hann skrifi Sögu Borgarness. Líklega er löngu tímabært að rita sögu Borg- arness, bærinn hefur að geyma afar merka sögu í menningarlegu, sögulegu og atvinnulegu tilliti. málefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri verða til umræðu í kvöld í Hjálmkletti í borgarnesi. Kirkjan á Hvanneyri er mikið staðarprýði. STYKKISHÓLMUR – stuttar fréttir Aðventuopnun Norska hússins Stjórn Byggðasafns Snæfellinga hefur óskað eftir styrk vegna vegna aðventu- opnunar Norska hússins 2013. Bæjar- stjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að styrkja Byggðasafn Snæfellinga vegna aðventuopnunar að upphæð 130.000 krónur. Áskorun vegna síldveiða Bæjarstjórn hefur staðfest áskorun bæjarráðs frá 8. Nóvember sl. Á fisk- veiðiárinu 2011/2012 var 350 tonna síldarkvóta úthlutað til smábáta á Breiðafirði. Bæjarráð Stykkishólms- bæjar fagnar því að úthlutað hafi verið 900 tonna kvóta til smábáta fiskveiði- árið 2012/2013. Kvóti fiskveiðiársins 2013/2014 er einungis 500 tonn sem þegar hefur verið úthlutað, en það magn er einungis einn hundrað- asti af því sem talið er að hafi drep- ist í Kolgrafarfirði á síðustu vertíð. Einnig má vísa til 30% aukningar á heildarkvóta til síldveiða á milli fisk- veiðiáranna 2012/2013 og 2013/2014. Bæjarráð telur sem fyrr að öll rök séu fyrir að hagkvæmt og rétt sé að heimila síldveiðar smábáta í net í mun meira magni en gert er. Netaveiðarnar eru umhverfisvænar og koma sjómenn með gæða hráefni til vinnslu. Aflinn er unninn mjög ferskur og útgerða- menn borga 13 krónur í veiðigjald til ríkisins af hverju kílói. Reynslan sýnir að þegar fyrirkomulag veiða og vinnslu er með þessum hætti er verðmæta og atvinnusköpunin eins og best verður á kosið. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar skorar á Sigurð Inga Jóhannsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra að auka verulega við síldarkvóta til neta- veiða á Breiðafirði. Dýpkun Landeyjasunds Stykkishólmsbær hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til að dýpka Land- eyjarsundið vegna síldveiða til að auka hagsmuna- og öryggismál fyrir smábátasjómenn til að geta valið sigl- ingarleið í gegnum Landeyjarsundið. Óskað er eftir að fara í þessar fram- kvæmdir sem fyrst. Skipulags- og byggingarnefnd Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt erindið og óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfi fyrir göngustíga í Stykkishólmi Á Fundi bæjarstjórnar Stykkishólms- bæjar var flutt tillaga um að fyrsti áfangi vegna göngustíga verði frá enda gangstéttar til móts við Búðanesveg og upp að Hamraendum suðvestan þjóðvegar. Einnig er óskað eftir fram- kvæmdaleyfi fyrir áfanga 4 samkvæmt uppdrætti. norska húsið í Stykkishólmi. margir heimsækja það á sumrin, en þar er einnig jólalegt á aðventunni. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.