Vesturland - 28.11.2013, Síða 12

Vesturland - 28.11.2013, Síða 12
Frá og með 2. janúar næstkomandi vantar sérkennara til starfa í unglingadeild við Grunnskólann í Borgarnesi. Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með 289 nemendur í 1.–10. bekk. Skólinn vinnur samkvæmt Uppbyggingarstefnunni, er Heilsueflandi grunnskóli og Grænfánaskóli. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru; sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu skólans www.grunnborg.is Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi og í teymisvinnu samkvæmt stefnu skólans. Menntun, reynsla og hæfni: • B.ed. próf. • Æskilegt að viðkomandi hafi meistarapróf í sérkennslufræðum. • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. • Æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af kennslu nemenda með sérþarfir. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember nk. Nánari upplýsingar gefur Hilmar Már Arason, hilmara@grunnborg.is skólastjóri í síma 4371229. AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í VAXTARSAMNING VESTURLANDS Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.vaxtarsamningur.is undir flipanum „Umsóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið vaxtarsamningur@vaxtarsamningur.is, en frestur til að skila umsóknum er til 9. desember 2013. AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í VAXTARSAMNING VESTURLANDS Vaxtarsamningur Vesturlands veitir styrki til nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefna á Vesturlandi. Á heimasíðu Vaxtarsamningsins www.vaxtarsamningur.is undir flipanum „U sóknir“ er umsóknareyðublað og upplýsingar um reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Umsók um skal skilað rafrænt á netfangið vaxtarsamningur@vaxtarsamningur.is, en frestur til að skila umsóknum er til 9. desember 2013. 28. nóvember 201312 Aðalfundur LÍÚ: ,,Hefja þarf umræðu um sjávarút- veg og þau fyrirtæki sem honum tengjast á hærra plan“ - sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra ávarpaði aðalfund LÍÚ þann 24. október sl. Í ræðu sinni kom hann inn á þann óstöðugleika og óróa sem verið hefur í umræðum um sjáv- arútveg undanfarin ár og að hans vilji stæði til þess að því tímabili myndi ljúka. Framundan væru tímar samráðs og samstarfs með það að markmiði að ná sátt sem flestra um þessa mikilvægu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Það væri mikilvægt að hefja umræðu um sjávarútveg og þau fyrirtæki sem honum tengjast upp á hærra plan og fagna þeim árangri sem náðst hefur í rekstri margra fyrirtækja sem skila þjóðarbúinu arði, hvort sem er í formi gjalda, skatta, starfa eða öðru. Í ræðu sinni vék ráðherra að þeirri innleiðingu sem nú er unnið að á samningaleið en hún byggir á niður- stöðum sáttanefndarinnar svokölluðu sem skilaði tillögum þessa efnis til þá- verandi ráðherra haustið 2010. Skýrt verði kveðið á um að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar og að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun. Til að skapa nauðsynlega festu og forðast kollsteypur sé hins vegar eðlilegt að útgerðir fái rétt til nýtingar í tiltekinn tíma, til dæmis 20-25 ár, með skýrum framlengingarákvæðum. Gert er ráð fyrir að leyfilegur heildarafli skiptist í tvo flokka: Annars vegar til þeirra sem eru handhafar aflahlutdeilda og nýta hana á grund- velli samnings, hins vegar í flokk sem ætlað er að stuðla að þróun og upp- bygginu í atvinnu-, félags- og byggða- málum. Hlutfall í þessa flokka tæki mið af skiptingunni sem er í lögunum í dag. Ráðherra vék að því að samningi um nýtingu fylgdi ábyrgð og mikilvægt væri að huga að ólíkum markmiðum fiskveiðistjórnunarlaganna þegar kemur að rekstri og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækjanna, s. s. eins og hagkvæmni, umhverfissjónarmiðum og byggðasjónarmiðum. Fyrir þennan fyrirsjáanlega afnotarétt sé eðlilegt að útgerðirnar greiði gjald sem þarf að vera sanngjarnt fyrir báða aðila og tryggja umhverfi sem hvetur til þró- unar og nýsköpunar enda sé vöxturinn í sjávarútvegi í afleiddu fyrirtækjunum. Þau verða til með öflugu samstarfi við veiðar og vinnslu sem ekki má draga máttinn úr með óhóflegri gjaldtöku. Sigurður Ingi kom einnig inn á stöðu makrílviðræðnanna en ekki tókst að ljúka samningi eins og vonir stóðu til á síðasta fundi. Ísland muni áfram leggja sitt af mörkum í þeirri viðleitni að ná samkomulagi um ábyrga nýtingu stofnsins en Ísland hafði t. d. frumkvæði að því að boða til þeirrar samningalotu sem nú stendur yfir. Þetta var gert þrátt fyrir viðskiptahót- anir Evrópusambandsins, ekki vegna þeirra. Ráðherra greindi jafnframt frá því að í ráðuneytinu stæði nú yfir vinna við að greina það hvernig best væri staðið að hlutdeildasetningu makríls til íslenskra skipa. Fulltrúar frá vesturlandi hlýða á orð sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ. Jólakort SOS Barnaþorpanna Jólakort SOS Barnaþorpanna fyrir 2013 eru komin út. Um er að ræða tvö ný kort sem hönnuð eru af Maríu Möndu. Kortin eru 21 x 10,5 cm og eru þau fallega myndskreytt beggja megin. Kortin eru frábrugðin flestum öðrum jólakortum að því leyti að þau geta staðið upprétt og því tilvalin sem skraut eftir notkun. Þá eru kortin með kveðjunni „Gleðileg jól og farsælt nýtt ár“ og selst hvert stykki á 450 krónur. Einnig eru SOS með eldri jólakort til sölu, meðal annars kort eftir Huldu Ólafsdóttur sem seljast á 200 krónur stykkið, Ingibjörgu Eldon Logadóttur á 300 krónur stykkið og Hrafnhildi Bernharðsdóttur á 220 krónur stykkið. Hægt er skoða úrvalið og panta kortin á www. sos.is. Í desem- ber verða svo SOS Barnaþorpin með klinktilboð á gömlum jólakortum en þá verður hægt að koma við í Hamra- borg 1 í Kópavogi og ná sér í falleg jólakort á mjög ódýran hátt. Jólakortin eru smekkleg. Handverk & hönnun: Munstur sótt í borgfirska náttúru Sýningin ,,Handverk & hönnun“ var haldinn í tíunda sinn í Ráðhúsinu um síðustu helgi. Þegar sýningar hafa tekist einkar vel hafa skapað sér sess í íslensku menningarlífi. Þær hafa verið fjölsóttar enda gott þversnið á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun hvers konar. Meðal sýnenda var Margrét Leó- poldsdóttir sem sýndi m.a. dúka (löbera) þar sem munstrið er fengið úr borgfirski náttúru, laufi, lyngi og fleiri. Það væri ekki alveg ónýtt að eiga einn slíkan dúk á jólaborðið. margrét Leópoldsdóttir með einn dúka sinna á sýningunni. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra ávarpar aðalfund LÍÚ. Netfang: auglysingar@fotspor.is

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.