Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 14

Vesturland - 28.11.2013, Blaðsíða 14
14 28. nóvember 2013 www.bbkeflavik.com Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi! Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 · gistihus@internet.is Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur. Þú geymir bílinn þinn hjá okkur, við keyrum þig upp á á flugvöll og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu.. Ertu á leiðinni til eða frá landinu? Morgunverður er innifalinn Þráðlaus nettenging Rúmgóð herbergi með gervihnatta- sjónvarpi og baði Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla hervöllinn og Reykjanesið? Við erum vel staðsett til að njóta alls þess sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða rómantískar stundir. Gott verð! Gildir til 1. maí 2014. Dominosdeild kvenna: Snæfell vann öruggan sigur á Hamri Snæfell tók á móti Hamri í Hvera-gerði í Dominosdeild kvenna sl. sunnudag í Stykkishólmi og vann öruggan sigur,88: 58. Stigahæst í liði Snæfells var Chynna Unique Brown með 24 stig, tók 7 fráköst og stal boltanum 8 sinnum frá leikmanni Hamars. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 16 stig og tók 5 fráköst, Guð- rún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 14 stig og tók 5 fráköst, og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og átti hvorki meira né minna en 12 stoðsendingar. Stiga- hæst í liði Hamars var Fanney Lind Guðmundsdóttir með 18 stig og 12 fráköst. Næsti leikur Snæfellskvenna er gegn Njarðvík næsta sunnudag og er leikið í Njarðvík. Síðan kemur hörkuleikur í Hólminum miðviku- daginn 27. nóvember nk. gegn KR. Snæfell tók ÍR-inga létt Snæfell fór í Breiðholtið fyrir viku síðan og spilaði við ÍR í Hertz-hellinum í Dominosdeild karla. Snæfell vann öruggan sigur,110: 77 en í hálfleik hafði liðið skorað 65 stig sem er með því mesta sem þekkist. Sigurinn var aldrei í hættu eins og stigaskorunin gefur til kynna, en varnarleikur ÍR var í algjörum molum. Stigahæstir Hólmara var Vance Cooksey 30 með 30 stig og átti 7 stoðsendingar og Jón Ólafur Jónsson sem einnig skoraði 30 stig og tók 9 fráköst. Stigaskorun Snæfells skiptist á 9 leikmenn, sem lofar vissulega góðu með framhaldið. Stigahæstur ÍR-inga var fyrirliðinn Sveinbjörn Claessen með 21 stig, tók 4 fráköst og varði 3 skot. Næsti leikur Snæfells er gegn Val í kvöld,21. nóvember, og er í Stykk- ishólmi, en heimavöllurinn gengur stundum undir nafninu Fjárhúsið, hvaðan sem það nafn er komið. Síðan er aftur heimaleikur 28. nóvember, gegn Stjörnunni. Skallagrímur lá fyrir Kefalvík Skallagrímur lék sama dag gegn Keflavík á heimavelli, og tapaði 67: 96 gegn sterku liði Keflavíkur. Stiga- hæstur í liði Skallagríms var Grétar Ingi Erlendsson með 19 stig og 12 fráköst, Egill Egilsson var með 18 stig og 4 fráköst og Orri Jónsson skoraði 12 stig, átti 9 stoðsendingar og stal boltanum 6 sinnum af andstæðingi. Í liði Keflavíkur var Darrel Keith Lewis stigahæstur með 20 stig. Næsti leikur Skallagríms er heimaleikur í Fjósinu gegn Þór Þor- lákshöfn 25. nóvember og síðan leikur gegn Val í Vodafonehöllinni á Hlíðar- enda 28. nóvember nk. ÍA vann Hött Í 1. deild karla lék ÍA við Hött frá Eg- ilsstöðum og vann sigur,11: 109, eftir framlengdan leik að loknum venju- legum leiktíma var staðan 97: 97 og allt á suðupunkti á Skaganum. Zachary Jamarco Warren skoraði 40% stiga Skagamanna í leiknum, eða 44 stig, tók 6 fráköst og áttu 7 stoðsendingar, Áskell Jónsson skoraði 26 stig, tók 5 fráköst og stal 7 boltum frá andstæðingi. Næsti leikur ÍA er gegn Tinda- stóli í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á morgun,22. nóvember og síðan gegn Breiðabliki á heimavelli á Akranesi 6. desember nk. Hvalfjörðurinn var ákjós- anlegt lægi fyrir herskip Hernám Íslands eða her-námsárin var það tímabil í sögu Íslands þegar landið var hernumið í síðari heimsstyrjöld, fyrst af Bretum árið 1940 og síðan tóku Bandaríkjamenn við. Ekki kom til átaka vegna hernámsins enda voru Íslendingar hliðhollir bandamönnum í stríðinu. Eftir stríðið gerði ríkisstjórn Íslands varnarsamning við Bandaríkja- menn og gekk í NATO árið 1949. Ís- land var hernumið vegna þess að landið var talið hafa hernaðarlegt mikilvægi. Á Norður-Atlantshafi geysaði ótak- markaður kafbátahernaður og miklar orrustur voru háðar á sjó kringum landið, úti eins og til dæmis Orrustan við Grænlandssund þann 24. maí 1941. Þegar Bretar hernámu Ísland aðfara- nótt 10. maí 1940 voru átta mánuðir frá því að heimsstyrjöldin síðari hófst og á þeim tíma höfðu Þjóðverjar hernumið hluta Póllands og síðan Danmörku og Noreg. Ljóst var að innrás vofði yfir Frakklandi, Belgíu og Hollandi og raunar réðust Þjóðverjar inn í Belgíu, Holland og Lúxemborg sama dag og Ísland var hernumið. Hernám Breta var til að koma í veg fyrir að Ísland félli undir þýsk yfirráð en Þjóðverjar höfðu sýnt landinu töluverðan áhuga á árunum fyrir styrjöldina vegna hernað- arlegs mikilvægis þess í tengslum við siglingar um Norður-Atlantshaf. Ísland hafði lýst yfir hlutleysi og ríkisstjórnin mótmælti hernáminu og neitaði að ganga formlega til liðs við Bandamenn. Þann 28. maí 1941 ákvað Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, að Bandaríkin skyldu taka við hervörslu Íslands. Stundum er vitnað til þessa tímabils sem „blessað stríðið“ því hernám Breta og svo yfirtaka Bandaríkjanna var það sem kom Íslandi upp úr kreppunni og atvinnuleysinu sem ríkt hafði á Íslandi frá því heimskreppan skall á. Helga Hjördís björgvinsdóttir skoraði 5 stig gegn Hamri og tók 6 fráköst. Hermannabraggarnir í Hvalfirði gegna nú öðru hlutverki en á stríðsárunum, en er haldið vel við, a.m.k. að utan. Frá leik Snæfells og Ír í Hertz-höllinni í Seljaskóla. Skot sem rataði rétta leið. Sveinn Arnar Davíðsson gætir andstæðingsins vel. vance Cooksey átti fínan lék og lék vörn Ír oft grátt.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.