Vesturland - 19.12.2013, Síða 1

Vesturland - 19.12.2013, Síða 1
einstakt eitthvað alveg einstakar gjafir fyrir einstök tækifæri handa einstöku fólki www.gallerilist.isSkipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is 19. desember 2013 12. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar með bókaveislu á aðventunni Nemendur Grunnskóla Snæfells-bæjar voru með bókaveislu á aðventunni og fór hún fram í félagsheimilinu Klifi. Bókaveislan er eitt af átthagafræði verkefnum 10. bekkjar. Lista- og menningarnefnd og Snæfells- bær styrktu verkefnið og blómabúðin Blómaverk gaf rósir handa höfundunum. Á bókaveislunni lásu höfundar upp úr ný- útkomnum bókum sínum, en 10. bekk- ingar kynntu höfunda og seldu veitingar í hléi, til fjáröflunar fyrir útskriftarferð sína að vori. Þau Hlöðver Smári, Nína Marín og Lilja Sæbjörg, nemendur í 10. bekk spiluðu og sungu fyrir gesti í hléinu. Rithöfundarnir sem komu voru Guðni Ágústsson, Sif Sigmarsdóttir, Stefán Máni Sigþórsson og Vigdís Grímsdóttir. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru um 250 nemendur, í 5 – 10. bekk í Ólafsvík, í 1. – 4. bekk á Hellissandi og svo eru á annan tug nemenda á Lýsuhóli sem einnig tilheyrir Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nemendur í 5. bekk ásamt kennara með póstkassa sem þau útbúa sjálf. Kassinn stendur svo framan við stofunna þeirra þannig að þeir sem vilja senda með jólakort setja þau í kassann. Þessi skemmtilegi siður hefur lengi verið við lýði. Gleðileg jól til þeirra sem um þessa dyr fara.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.