Vesturland - 19.12.2013, Blaðsíða 2

Vesturland - 19.12.2013, Blaðsíða 2
19. desember 20132 Nemendur á Bifröst stofna Femínistafélag Nemendur við Háskólann á Bifröst stofnuðu á dögunum femínistafélag sem ætlað er að stuðla að auknu jafnrétti innan skólans og samfélagins. Félagið heitir „Femínistafélag Bifrastar“ og er stjórn félagsins skipuð eftirfarandi einstak- lingum: Gauti Skúlason formaður, Stella Sif Jónsdóttir varaformaður, Ása María Guðmundsdóttir gjald- keri, Jón Steinar Guðmundsson og Þórdís Halla Guðmundsdóttir með- stjórnendur. Aðspurður um mark- mið félagsins sagði Gauta Skúlason formaður félagsins þetta:“Markmið félagsins er að auka jafnrétti og bæta þekkingu Bifrestinga á feminisma með því að halda málfundi og pall- borðsumræður um hin ýmsu mál er fjalla um jafnrétti kynjanna“. Félagið hefur stofnað hóp á Facebook undir heitinu Femínistafélag Bifrastar og býður félagið alla velkomna að gerast aðilar í hópnum og fylgjast þannig með starfi þess og einnig til þess að hafa áhrif innan þess. En fram kemur að félagið er almennt og óháð félag sem starfar á lýðræðislegum grunni með það að leiðarljósi að allir félagar hafi jafnan rétt til áhrifa. Að lifa sönn jól - hugvekja sr. Eðvarðs Ingólfssonar sóknarprests á Akranesi Ekki hefur farið á milli mála að mikils hefur verið vænst undanfarnar vikur. Bær- inn okkar hefur verið fagurlega skreyttur og ljósum prýddur. Margar samkomur, tengdar aðventu og jólum, hafa verið haldnar, sálmar og jólalög sungin. Kveikt hefur verið á aðventu- kransi á flestum heimilum og eftir- vænting jólanna hefur speglast í öllu skólastarfi. Auglýsendur eru yfirleitt á undan okkur prestunum að muna eftir jólum og minna á þau. Þeir eru fljótari að taka við sér. Við fáum alls konar gylliboð. Í einu auglýsingablaði mátti lesa þessa fyrirsögn fyrir stuttu: Nú verða snjallsímajól! Okkur er talin trú um að jólin verði betri og við ham- ingjusamari ef við eignumst snjall- síma! Er það tilfellið? Fyrir nokkrum árum voru hlaupahjóla-jól! Allir áttu að eignast hlaupahjól. Ég sá nú samt ekki gamla fólkið fyrir mér á hlaupa- hjóli! Í enn einum jólabæklingnum mátti á sínum tíma lesa eftirfarandi stríðsfyrirsögn: Nú verða kalkúnajól! – og í þeirri auglýsingu birtist mynd af risastórum kalkúni, líkum þeim sem Mr. Bean, sá frægi hrakfallabálkur, festi á hausnum á sér í einni mynda sinna. Allar þessar auglýsingar vekja mann til umhugsunar um tilgang og gildi jóla. Um hvað snýst hátíðin? Um það að eiga sem mest af veraldlegum tólum og tækjum, að geta kýlt út vömbina af gómsætum mat og öðru góðgæti frá morgni til kvölds. Um kyrrð og frið? Hverju er annars verið að fagna? Það er góð spurning! Ef jólin eru haldin hátíðleg jólanna vegna, þá hljóta þau að verða ansi merkingarsnauð og skilja lítið eftir sig nema þá kannski helst minningu um kærkomna frídaga. Þá er þetta að mestu leyti dans í kringum gullkálfinn og skammdegismyrkrið og tómarúmið hvolfist yfir aftur að hátíð- inni lokinni með jafnmiklum þunga og áður. Gott er að gera sér dagamun á jólum, hvíla sig frá erilssömu starfi eða námi – og flestum þykir gaman að taka upp jólaböggla og láta koma sér á óvart. Ekkert okkar slær hendi á móti góðum mat og jólaboðum, þar sem fjölskylda og vinir hittast í hátíðar- skapi. Þá er hversdagslegu amstri og áhyggjum ýtt til hliðar. En auðvitað ætti friður, vinsemd og kærleikur ekki aðeins að ríkja á jólum heldur alla daga ársins og móta samskipti fólks. Þá væri bjartara í veröld okkar en nú er, minna um árekstra og vandræði. Við mættum líka muna að á jólum sitja ekki allir við allnægtarborð, t. d. þeir sem eru fátækir en þeir skipta hundruðum milljóna um heim allan. Í Afríku einni deyja þúsundir manna úr hungri á jólum. Á þeim heimilum verða hvorki snjallsímajól, hlaupa- hjóla-jól né kalkúnajól! Og það njóta ekki allir jóla þótt þeir sitji við allsnægtarborð, t. a. m. þeir sem eiga við veikindi og erfiðleika ýmiskonar að etja eða hafa misst ástvini sem þeir sakna sárt á jólum og skilja eftir sig mikið tómarúm. Það er svo margt sem nærir þá útbreiddu skoðun að flest megi ávinna sér eða fá keypt, einnig jólafögnuð og frið, sannan frið í sál. En jól, sönn, glöð og helg jól – og sá friður sem þau færa fæst ekki gegn neinu gjaldi, þau verða aðeins þegin. Og að þiggja jólin er að þiggja barnið sem þau boða og vegsama. Þeir sem reynt hafa þrengingar, sársauka og myrkur þessa heims, vita betur en aðrir að hvorki farsímar né kalkúnar koma í staðinn fyrir sanna vináttu, ást og kærleika, þá þætti mannlegs lífs sem vega þyngst þegar á móti blæs og allt fólk þráir að finna í viðmóti og samskiptum við aðra. Það sem skiptir mestu máli í lífinu verður ekki keypt, aðeins þegið. Guð gefi þér að þiggja þá gjöf, les- andi góður, að finna jólin við jötu Jesú, sem er Kristur Drottinn, og þakka þá gjöf og hljóta fögnuð gleðilegra jóla. Megi þessi ljóssins hátíð færa þér og þínum birtu, gleði og sannan frið! sr. eðvarð Ingólfsson við glerlistaverk í safnaðarheimili Akraneskirkju eftir listamanninn Leif breiðfjörð. stjórn Femínistafélags bifrastar. Tónlistarskóli Grundarfjarðar gefur út geisladisk Tónlistarskóli Grundarfjarðar hefur nýlega gefið út geisladisk. Um er að ræða lifandi upptökur með skólahljómsveit, söngnemendum og kirkjukór Setbergsprestakalls frá jólatónleikum skólans frá desember 2012 ásamt upptökum söngnemenda í desember 2013 í Stúdíó Stórakrók. Geisladiskurinn fæst í Samkaup Grundarfirði. Ungir tónlistarmenn í Grundarfirði. Hljómur með jólatónleika í Akraneskirkju Sunnudaginn 15. desember sl. , þriðja sunnudag í aðventu, voru sungnir jólasöngvar í Akraneskirkju af Hljómi, kór (h) eldri biorgara á Akranesi. Stjórn- andi kórsins er Katrín Valdís Hjart- ardóttir og tendrað var á engla- kertinu og sr. Úrsúla Árnadóttir messaði. Í gær, miðvikudag, voru jólatón- leikar Grundartangakórsins og Odd- fellowkórsins í safnaðarheimilinu Vinaminni. Stjórnandi Grundar- tangakórsins er Atli Guðlaugsson, og píanóleikari Flosi Einarsson en einsöngvarar eru Bjarni og Guð- laugur Atlasynir og Smári Vífilsson. Stjórnandi Oddfellowkórsins er Jón Karl Einarsson. Hljómur, kór (h)eldri borgara á söngloftinu. Það líður nær jólum. Eftirvæntingin er að ná hámarki. Innrihólmskirkja.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.