Vesturland - 19.12.2013, Blaðsíða 9

Vesturland - 19.12.2013, Blaðsíða 9
919. desember 2013 „Slysin gera boð á undan sér„ - segja þeir Hlynur Angantýsson og Gísli Níls Einarsson hjá VÍS VÍS og Slysavarnarskóli sjó-manna hafa síðan 2009 verið í samstarfi um bætta öryggis- menningu um borð í fiskiskipum og um auknar forvarnir gegn slysum meðal sjómanna. Banaslysum til sjós hefur fækkað undanfarin ár en á móti kemur að fjöldi slysa sem tilkynnt eru til Tryggingastofnunar ríkisins staðið nánast í stað síðan 2009 til 2012 og eru að meðtali 250 slys á ári. Þeir Hlynur Angantýsson, deildarstjóri, og Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja, segja að ör- yggismál fyrirtækja almennt hafi fengið aukið vægi hjá VÍS og nú sé það þannig að þegar fyrirtæki séu heimsótt sé tekið stöðumat yfir hvar fyrirtækin standa m. t. t. forvarna-, öryggis- og um- gengnismála og fái forvarnaeinkunn. FISK-Seafood á Sauðárkróki var fyrsta útgerðin í samstarfinu um bætta öryggismenningu um borð í fiski- skipum. Þar er búið að taka upp at- vikaskráningu um borð í öllum skipum fyrirtækisins og eru öll næstum því slys og slys skráð til að greina tíðni, staðsetningu og orsakir þeirra til að stuðla að þannig að bættum forvörnum til að koma í veg fyrir endurtekin atvik. Sömuleiðis var gert áhættumat starfa um borð þar sem hættur í vinnuum- hverfinu og vinnulagi um borð eru greind á skipulagðan hátt ásamt því að gerðar eru úrbætur til koma í veg fyrir hætturnar eða lágmarka líkur á þeim. Þannig eru sjómenn meira meðvitaðari um slysahætturnar um borð. Einnig hefur verið tekið upp hliðstætt samstarf við útgerðirnar Guðmund Runólfsson hf, Skinney-Þinganes á Hornafirði og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og auk þess munu fleiri fylgja í kjölfarið á næstu mánuðum. Þetta samstarf VÍS og Slysavarnaskóla sjómanna með út- gerðunum hefur gengið vel og mikil og jákvæð viðbrögð við þeim ekki síst frá sjómönnum sjálfum. Eftirlit með búnaði afar mikilvægt „Allir þekkja orðatiltækið: „Slysin gera ekki boð á undan sér“ en reyndin er sú að næstum því öll slys á vinnustöðum eru fyrirboði slysa. Þess vegna er mikilvægt að að öll næstum því slys á vinnuustöðum séu skráð og gripið sé til forvarna í kjölfarið áður en slysin verða. Einnig er mikilvægt að reglulegt eftirlit á öllum búnaði um borð til að koma í veg fyrir að slys verði úti á sjó vegna þess að frágangi eða viðhaldi á búnaði sé ábótavant. Merkjagjafir við vinnu úti á dekki og réttar stað- setningar sjómanna við vinnuna s. s. þegar verið er að taka inn trollið eða láta það fara út, eru gífurlega mikil- vægar vegna þess að merkjagjafir eru oft misvísandi eftir því hver er að gefa þær. Eins getur skipstjórnarmanni í brú verið fyrirmunað að sjá allt dekkið þar sem verið er að taka inn trollið og veit jafnvel ekki hvar allir þeir sem þar eru að störfum á viðkomandi vinnusvæði eru staddir á því andartaki, en er samt að gefa fyrirskipun um t. d. hífingu, ” segja þeir Hlynur og Gísli Níls. Staldraðu við! Ábyrgð skipstjórnarmanna er mikil á að vinnubrögð séu öguð og fyllsta öryggis sé gætt. Algengt var hér áður að mikið stress og asi væru um borð t. d. við hífingu á trolli eða þegar verið er að slaka því út sem stóreykur alla slysahættu fyrir mannskapinn og getur skapað alvarleg slys sem hefði mátt koma í veg fyrir með réttum vinnu- brögðum. Sjómenn ættu að temja sér að staldra við og meta hugsanlega hættu áður en þeir fara inn á hættulegt vinnusvæði, sem einnig getur verið að fara upp eða niður brattan stiga innan þilja. Ennfremur ætti það aldrei að vera álitamál að nota öll þau öryggistæki sem boðið er upp á, s. s. öryggishjálma og að vera í öryggislínu þegar verið er úti á dekki, líka í góðu veðri. Einnig þarf að tryggja að þegar unnið sé í lestum eða lokuðum rýmum þar sem hætta er a gasmyndun að tryggt sé að þar sé nægjanlegt súrefnismagn. „Öryggismál snúast fyrst og fremst um ákveðið viðhorf og hegðun, og það byrjar hjá útgerðinni og skipstjóranum. Ef áhersla kemur frá stjórnendum út- gerðarinnar þá tekur skipstjórinn og áhöfnin þessi mál föstum tökum fylgir áhöfnin í öllum tilfellum eftir, „segja Hlynur og Gísli Níls. Mynda nýja arfleið í ör­ yggismálum sjómanna Það á að vera trú og sannfæring út- gerða að öll slys séu óásættanleg, þau eru fyrirbyggjanleg, og að allir hafi svokallaða núllsýn sem er að ekkert slys verði um borð. Það er sameigin- legt markmið allra í sjávarútvegi að allir sjómenn komi heilir heim. Því er mikilvægt að allir séu meðvitaðir um ábyrgð sína um borð, bæði gagnvart sjálfum sér og skipsfélögunum og bera þannig virðingu fyrir hvaða hættu sem er í umhverfinu. Áherslur VÍS snúast um að efla öryggismál sjómanna, og út- gerða, skapa öfluga öryggismenningu um borð og hjá útgerðum, að sjómenn séu virkir þátttakendur í að mynda nýja arfleifð í öryggismálum sjómanna. Sýn VÍS er að vera leiðandi tryggingafélag í öryggismálum sjó- manna og í forvörnum í samfélaginu al- mennt. Þeir Hlynur og Gísli Níls benda á að þrátt fyrir virk atvikaskráning sé til staðar og búið sé að gera áhættumat um borð í fiskiskipi sé nauðsynlegt að gera ávallt nýtt áhættumat þegar slys verður um borð. Meta þarf hvað fór úrskeiðis, af hverju átti slysið sér stað. Þar sem alltaf verða einhverjar manna- breytingar um borð í fiskiskipum, að vísu misjafnlega miklar, sé nauðsynlegt að nýir skipsfélagar séu meðvitaðir um orsök slyssins. Aðrir þurfa auðvitað líka að gera sér grein fyrir hættunni, og koma í veg fyrir að sams konar slys, og jafnvel á sama stað um borð, eigi sér stað. Það er trú okkar segja þeir Hlynur og Gísli að með samþættu átaki allra hagsmunaðila megi lyfta grettistaki í öryggismálum sjómanna og koma öllum heilum heim. ,,Allir starfsmenn VÍs eru forvarnarfulltrúar.” Hlynur Angantýsson deildar- stjóri hjá VÍs t.v. og Gísli Níls einarsson sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja. Frá höfninni í Grundarfirði. Haukaberg sH við bryggju. Hollvinafélag MR stofnað: Margir Vestlendingar hafa sótt menntun í Menntaskólann í Reykjavík Mennt er máttur, það verður aldrei of oft tekið fram. Fram til ársins 1973 var MR eini menntaskólinn á höfuð- borgarsvæðinu áður en MK hóf starf- semi, en aðeins tveir aðrir voru þá á landinu, Menntaskólinn á Laugarvatni og Menntaskólinn á Akureyri. Margir Vestlendingar hafa sótt nám í MR, og gera enn í einhverju mæli. Síðan hefur menntaskólum og fjölbrautarskólum fjölgað mikið, sumir mundu segja alveg gríðarlega. Á Vesturlandi eru nú tveir háskólar og þrír framhalds- skólar. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað á fullveld- isdaginn,1. desember sl. Tilgangur félagsins er að efla tengsl fyrrum nem- enda skólans og þeirra sem bera hag hans fyrir brjósti og styðja við upp- byggingu skólans. Formaður stjórnar félagsins er Benedikt Jóhannesson. Allir sem hafa útskrifast frá MR geta sjálfkrafa orðið félagar í Hollvinafé- laginu óski þeir þess og geta aðrir sótt um inngöngu til stjórnar. Á stofnfundi Hollvinafélagsins var samþykkt að skora á Alþingi að tryggja skólanum viðunandi fjárframlög í yfirstandandi meðferð fjárlaga. Óásættanlegt er að MR fái lægri framlög en sambærilegir skólar. Menntaskólinn í Reykjavík skipar dýrmætan sess í sögu þjóðar- innar, þar var Þjóðfundurinn haldinn, og hefur sérstöðu hvað varðar gæði og framboð náms en langvarandi fjársvelti stefnir einstöku skólastarfi í voða. Hollvinir MR taka heilshugar undir með kröfum nemenda skólans, skólanefnd og yfirstjórn um að MR njóti jafnræðis við afgreiðslu fjárlaga 2014. Benedikt segir að eitt af verkefn- unum í vetur verði að safna net- föngum útskrifaðra MR-inga til að kynna þeim félagið og starfsemi þess. Einnig þarf að samband við fyrirtæki og fá þau til þess að styrkja skólann. Nemendur skólans hafa skarað fram úr á mörgum sviðum og nauðsynlegt að hlú að því góða starfi sem unnið er innan hans. Þeim sem vilja félaginu lið er bent á að hafa samband við Bene- dikt í póstfangið benedikt@heimur.is Tekið hefur verið upp samstarf um bætta öryggismenn- ingu um borð í fiskiskipum við útgerðirnar Guðmund Runólfsson í Grundarfirði, Skinney-Þinganes á Hornafirði og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og auk þess munu fleiri fylgja í kjölfarið á næstu mánuðum. menntaskólinn í reykjavík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.