Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 8
8 24. janúar 2013 Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavík lækkun útSvarS oG miklar framkvæmdir framundan Árið 2012 var Grindvíkingum hagfellt á margan hátt. Sigur í Útsvari og Íslandsmeistaratit- ill í körfubolta. Góður árangur í sjávar- útvegi og makríllinn var sannkallaður bónus. Sífelld aukning er í ferðaþjón- ustunni og ferðamannatíminn er að lengjast. Ferðaþjónustuaðilar í Grinda- vík segja mér að október í ár sé samb- ærilegur við september í fyrra. Þegar meginstoðum atvinnulífsins vegnar vel, þá vegnar íbúum og bæjarsjóði vel. Íbúaþróun hefur verið jákvæð undan- farið og er nú svo komið að skortur er á leiguhúsnæði í Grindavík. Vikulega fáum við á bæjarskrifstofunni fyrir- spurnir um húsnæði til leigu. Tekjur Grindavíkurbæjar jukust mikið á árinu og við gerum okkur hóflegar væntingar um að svo verði áfram á næstu árum. Vaxandi tekjur og árangur hagræðingaraðgerða síðustu tveggja ára hafa leitt til þess að rekstur Grindavíkurbæjar er að komast í gott jafnvægi. Gert er ráð fyrir afgangi af rekstri ársins 2012 og góðum afgangi á árinu 2013, eða um 180 milljónir kr. Bæjarstjórn ákvað í ljósi þess að lækka skatta í Grindavík. Útsvarið lækkaði úr 14,48% í 14,28%, auk þess sem vatns-og fráveitugjöld lækkuðu. Von- andi gefst tækifæri til að halda áfram á þeirri braut. Sem kunnugt er skuldar Grindavíkurbær lítið sem ekkert eftir uppgreiðslur lána á árinu 2011 og á enn rúmlega 1.300 milljónir í handbæru fé. Það eru nokkur mjög stór verkefni í vinnslu hér í Grindavík. Ferðaþjón- ustuaðilar og sveitarfélög á Suðurnesj- um hafa tekið höndum saman um stofnun GeoPark á Reykjanesi að frumkvæði Grindvíkinga sem mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu um allt svæðið. Breyting Festi í gistiheim- ili hefst á næsta ári og mikil upp- byggingaráform eru við Bláa lónið. Sjávarútvegsfyrirtækin vinna að mjög spennandi verkefni við fullvinnslu þorskafurða undir nafninu Codland. Gangi áætlanir þeirra eftir mun verð- mæti þorsksins aukast enn. Skipulags- málum við Eldvörp er að ljúka og hefj- ast framkvæmdir við Eldvarpavirkjun innan fárra missera. Á vegum Grindavíkurbæjar verð- ur á næsta ári byggt nýtt húsnæði fyrir bókasafn og tónlistarskóla og uppbygging nýrrar aðstöðu á íþrótta- svæðinu hefst. Það verkefni mun taka 3-4 ár og verða engin lán tekin til að fjármagna þau verkefni. Í fyrra var unnið að bættu aðgengi um Grinda- víkurhöfn með dýpkun og breikkun, og á næsta ári hefst markviss markaðs- setning hafnarinnar sem skilar vonandi auknum skipakomum. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ. Góðir Hlutir GeraSt á árinu 2013 Í baráttu Reykjanesbæjar undafarin ár hefur þrautseigja verið mikil-vægasti efniviðurinn. Íbúaþroun hefur hald- ist jákvæð og þrátt fyrir að atvinnu- verkefni hafi dregist langt umfram væntingar heimamanna hefur tekist í miðri kreppu að reka bæjarsjóð með rekstrarafgangi undanfarin tvö ár en verja þjónustu við barnafjölskyldur og auka árangur grunnmenntunar. Nýsamþykkt fjárhagsáætlun fyr- ir árið 2013 gerir einnig ráð fyrir að áfram takist að skila rekstrarafgangi hjá bæjarsjóði, þrátt fyrir að verulega sé aukinn stuðningur við þau verkefni sem sveitarfélgið hefur lagt áherslu á undanfarin ár, þ. e. forvarnir í þágu barna og unglinga, menntun, íþróttir, samgöngur og umhverfisbætur auk fjölbreytts menningarstarfs. Hér að neðan eru helstu dæmi þess: • Nýstofnað Ungmennaráð Reykjanes- bæjar lagði fram hugmyndir um úrbætur sem snúa að unglingum í lok ársins 2012. Umfangsmestu til- lögurnar varðar bættar almennings- sagöngur. Miklar umbætur munu eiga sér stað á því sviði strax í janúar 2013,30 mínútna leiðarkerfi, styttri tími á milli kjarna í Reykjanesbæ og Taxibus í Hafnir! Ekið verður lengur á daginn og um helgar. Áfram verður ókeypis í strætó í Reykjanesbæ. • Umönnunargreiðslur til foreldra hækka úr 25 þús kr. í 35 þús kr. á mánuði, sem eins og áður eru greiddar til foreldra eða dagforeldra frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið byrjar í leikskóla. • Reykjanesbær mun áfram bjóða endursgjaldslaus uppeldisnámskeið, styðja Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og vinna í samvinnu við Rannsókn og greiningu að úttekt á stöðu barna og unglinga í samfé- laginu. • Barnahátíðin, með Listahátíð barna í forsæti, verður enn stærri og öfl- ugri á næsta ári með sterkari tilkomu grunnskólanna. Sífellt stækkandi há- tíð sem er einstök á landsvísu. • Áfram verður stuðningur við ver- kefni tengd ungu fólki í vanda s. s. Atvinnutorgið og Fjölsmiðjuna. • Áfram verður áhersla á að bæta skólastarfið og styrkja innviði menntunar. Lögð verður áhersla á að bæta kennslubúnað í skólum og starfshlutfall tölvuumsjónarmanna í grunnskólum verður aukið. • Gert er ráð fyrir uppsetningu á fær- anlegum kennslustofum við Akur- skóla og við leikskólann Holt • Á árinu verða teknar í notkun 6 nýjar íbúðir fyrir fatlaða í stað herbergja- sambýlis. Þetta er í samræmi við stefnu Reykjanesbæjar um að hver einstaklingur eigi kost á búsetu við sitt hæfi. • Reykjanesbær mun ljúka við byggingu 60 rúma hjúkrunarheim- ili að Nesvöllum, sem er fyrsta sérbyggða hjúkrunarheimilið í Reykjanesbæ. • Framlög til Íþróttastjóðs verða nær tvöfölduð en þar skiptir mestu um 50% hækkun á þjálfarastyrk sem ætl- að er að tryggja vel menntaða þjálf- ara í þágu barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna. • Rekstrarsamningar við knattspyrnu- deildir Keflavíkur og UMFN verða settir aftur í fyrra horf eftir 17% skerðingu síðstu 3 ár. • Tómstundasjóður verður efldur til að geta gert samninga á ný við tóm- stundafélög. • Aðstaða fyrir bardagaíþróttir hefur verið bætt, ( júdó og taekwondo) sem munu á næsta ári geta æft við viðunandi aðstæður og eflt um leið félagsstarf deildanna. • Til viðbótar við aðra beina styrki til íþrótta- og tómstundafélaga, er stefnt á að taka upp hvatagreiðslur að nýju næsta haust. Þar gefst börnum og unglingum færi á að nýta ákveðna upphæð til niðurgreiðslu á íþrótta- list- eða tómstundagrein að eigin vali • Fimm skemmtilegar og áhugaverðar sýningar eru áætlaðar hjá Listasafn- inu í ár og eru þær m. a. settar upp fyrir utan að komandi styrki. • Slökkviliðssýning í Rammanum mun opna í vor í samstarfi við nokkur félög slökkviliðsmanna. Skemmtileg viðbót við fjölbreytta safnaflóru svæðisins. Slíkar sýningar eru vinsælar um allan heim. • Áframhaldandi stuðningur við 20 menningarhópa og félög í bæjarfé- laginu. Æfingahúsnæði og vinnu- stofur gegn vægri leigu. Viðburðir á Ljósanótt. • List án landamæra, listverkefni þar sem fatlaðir og ófatlaðir koma saman verður enn stærri og skemmtilegri á næsta ári. Mjög góð þróun síðustu ár. • Nýjar og áhugaverðar sýningar og viðburðir í Duushúsum, tengdar sögu, myndlist og tónlist sem eiga að stuðla að fjölgun gesta. • Allir textar við sýningarnar í Vík- ingaheimum verða komnir á a. m. k. fjögur tungumál á árinu. Ætti að hvetja til komu fleiri erlendra gesta. • Markaðsstofa Reykjaness í nýjum búningi mun verða menningarferða- þjónustu á svæðinu til framdráttar. • Með allri þessari menningar- starfsemi er Reykjanesbær mark- aðssettur enn frekar sem jákvætt bæjarfélag sem býður fólki með fjölbreytta menntun að setjast hér að. • Áfram verður unnið að umhverfis- verkefnum í bænum, aðkomur í bæinn gerðar fallegri, heilsustígar tengdir um bæinn og átaki í gróð- urrækt haldið áfram. • Þjónusta og skipulag stjórnsýslu bæjarins verður bætt með því að flytja starfsemi þjónustustofnana á einn stað að Tjarnargötu 12 s. s. fræðsluskrifstofuna og með Bóka- safn bæjarins í miðrými. • Framlög til atvinnuátaksverkefna verða aukin – í gegnum garðyrkju- deild, félagsþjónustu, verkefnið Virkni-vinna og sérstakan atvinnu- átakslykil. Með verkefninu Vinna og virkni 2013, mun Reykjanes- bær ábyrgjast störf fyrir allt að 60 einstaklinga, sem nú eru að missa atvinnubótarétt sinn. • Mestu skiptir að koma öflugum at- vinnutækifærum áfram. Verkefni í Helguvík á næsta ári tengjast vinnu við framþróun álvers, kísilvers, græns efnagarðs, vatnsútflutnings ofl. sem unnið hefur verið að. Gert er ráð fyrir að a. m. k. tvö þessara verkefna kalli eftir störfum við framkvæmdir á næsta ári. Að Ásbrú er áfram unnið að þróun svæðisins sem samfélags frumkvöðla, fræða og atvinnulífs með skólafélagið Keili í miðpunkti. Þar er áhersla lögð á háskólabrú, flugtengda starfsemi, heilsuverkefni og tæknitengt nám. Á Reykjanesi er verið að stækka orkuverið, byggja upp stóra fisk- eldisstöð og aðstöðu til fullvinnslu sjávarafurða, tengd grænni orku. Unnar verða vinnumarkaðsrann- sóknir m. a. til að styðja frekar tengsl atvinnulífs og menntunar. HverniG líSt þér á árið 2013 fyrir þitt SveitarfélaG? Reykjanes hafði samband við bæjarstjóra sveitarfélaganna fimm hér á Suðurnesjum og bað þá að segja í nokkrum orðum hvernig þeim lítist á árið 2013 fyrir sitt sveitafélag.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.