Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 9
924. janúar 2013 um áramót – SveitarfélaGið voGar Í upphafi nýs árs horfum við hjá Sveitarfélaginu Vogum með bjart-sýni til nýs árs, þrátt fyrir að gefið hafi á bátinn undanfarin ár. Sveitarfélagið og íbúar þess hafa ekki farið varhluta af afleiðingum hrunsins haustið 2008. Íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað um 8,5% frá árinu 2008, mest þó síðustu tvö ár. Á sama tíma hafa meðaltekjur íbúanna (og þar með tekjur sveitarfélagsins) farið lækkandi að raungildi. Þessi þróun hefur í för með sér lakari afkomu bæði íbúanna og sveitarsjóðs. Jafnhliða þessu hefur fasteignaverð lækkað mikið á sama tímabili, margir hafa misst fasteignir sínar og fyrir bragðið standa mörg hús og íbúðir nú tóm í sveitarfélaginu. Þrátt fyrir þessa neikvæðu þróun hefur tekist að aðlaga rekstur sveitar- sjóðs breyttum aðstæðum. Á árunum 2010 og 2011 var ráðist í mikið átak hagræðingar og endurskipulagningar í rekstri, sem nú hefur skilað þeim árangri að samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013 er í fyrsta skipti í mörg ár gert ráð fyrir jöfnuði í rekstrinum. Þennan árangur má ekki síst þakka þrautseigju starfsmanna sveitarfélags- ins, sem með samhentu átaki hafa lagst á árarnar og lagt sitt af mörkum til að markmiðin hafa náðst. Íbúafjöldi Sveitarfélagsins Voga er nú liðlega 1.100. Það er von okkar að við höfum náð botninum í fólksfækk- un, að aftur taki að fjölga í sveitarfé- laginu. Bæjarstjórnin samþykkti fyrr í vetur að ráðast í kynningarátak, svip- að og gert var fyrir nokkrum árum. Það átak skilaði þá talsverðum fjölda nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Sveitarfé- lagið Vogar nýtur þess að vera staðsett mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Reykjanesbæjar, og þar með alþjóða- flugvallarins. Mannlíf er hér gott, heilmargt í boði fyrir unga sem aldna, jafnt á vettvangi félagsstarfs, íþrótta- og tómstundaiðkunar. Framkvæmdir á vegum sveitarfé- lagsins verður stillt í hóf í ár, einungis er gert ráð fyrir lágmarks viðhalds- og endurnýjun, einkum á götum og lögnum. Þá er gert ráð fyrir að hefja stækkun kirkjugarðsins að Kálfatjörn. Við hjá Sveitarfélaginu Vogum erum þrátt fyrir allt bjartsýn á árið 2013. Við erum þess fullviss að framundan séu bjartari tímar með nýjum tækifærum. Við berum þá von í brjósti að upp- bygging verði hér á svæðinu sem færir okkur ný og fjölbreytt störf og með því verði styrkari stoðum rennt undir rekstur heimilanna og sveitarfélagsins. Gleðilegt ár! Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sterk fjárHaGSleG Staða SveitarfélaGSinS GarðS Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2013 var sam-þykkt samhljóða í bæjarstjórn þann 10. desember 2012. Gert er ráð fyrir að heildartekjur A og B hluta nemi 935,1 milljón króna, sem er 4,1% aukn- ing frá áætlaðri útkomu ársins 2012. Álagningarhlutfall helstu tekjustofn- ar bæjarsjóðs eru óbreyttir frá fyrra ári, en þjónustugjaldskrá hækkar um 4,5% sem er hækkun á neysluvísitölu frá september 2011 til september 2012. Rekstrarafgangur er áætlaður 511 þús- und krónur. Veltufé frá rekstri er áætlað 105,6 milljónir, eða rúm 11% af tekjum. Afborganir langtímaskulda eru áætlað- ar 9,5 milljónir , sem er til marks um það hve sveitarfélagið er lítið skuldsett. Fjárhagsáætlunin felur í sér sterka fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Það leggur grunninn að því að sveitarfé- lagið veitir íbúunum og atvinnufyrir- tækjunum þá góðu þjónustu sem raun ber vitni. Almennur rekstur verður í svipuðu horfi og var árið 2012. Fjár- festingar og framkvæmdir eru áætl- aðar 164,6 milljónir króna og verður það fjármagnað af eigin fé bæjarsjóðs og án sérstakra lántaka. Stærsta fram- kvæmd ársins verður viðbygging við íþróttamiðstöðina, þar sem byggð verður upp aðstaða fyrir líkamsrækt og starfsmenn. Einnig verður haldið áfram uppbyggingu göngustíga, frá- gangi opinna svæða og íþróttasvæðis, ásamt holræsaframkvæmdum. Staða atvinnumála er eitt helsta áhyggjuefnið, ekki einungis í Garði heldur á Suðurnesjum öllum. Hæsta hlutfall atvinnuleysis á landinu er á Suðurnesjum, en hlutfallslega er at- vinnuleysi minna í Garði en almennt á svæðinu. Suðurnesjamenn hafa á síðustu árum beitt sér fyrir fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu en því miður hefur of lítið þokast þrátt fyrir góða viðleitni sveitarstjórnarmanna. Stærsta og mikilvægasta baráttumálið er að álver Norðuráls við Helguvík hefji starfsemi sem allra fyrst. Auk beinna starfa í álverinu munu skapast fjölmörg atvinnutækifæri í þjónustu við það, það sýnir reynslan af starfsemi álvera annars staðar í landinu. Það er gömul saga og ný að öflugt atvinnulíf er undir- staða velferðar og lífsgæða fólks, þess vegna er það eitt allra mikilvægasta verkefni sveitarfélaga, ríkisins og at- vinnulífsins í sameiningu að ná árangri í fjölgun atvinnutækifæra. Þá má ekki líta fram hjá því mikilvæga verkefni að verja þá atvinnustarfsemi sem er til staðar, hvort sem um er að ræða sjávar- útveginn, heilbrigðis-og félagsþjónustu eða almenna þjónustustarfsemi. Bæj- aryfirvöld í Sveitarfélaginu Garði hafa staðið í varnarbaráttu í þeim efnum og munu halda því áfram. Íbúaþróun í Garði hefur verið óhag- stæð allra síðustu árin. Þann 1. Desem- ber 2012 voru 1.422 íbúar í sveitarfé- laginu og hafði íbúum fækkað um 55 frá upphafi árs 2012. Þessi þróun er meðal annars bein afleiðing af þróun atvinnumála og er enn eitt dæmi um mikilvægi þess að okkur takist að snúa þeirri þróun til jákvæðari vegar. Þrátt fyrir allt má líta björtum aug- um til næstu missera og ára. Það er trú mín að fljótlega komi fram jákvæð og mikilvæg merki um að atvinnulíf á svæðinu eflist og dragi úr atvinnuleysi. Sveitarfélagið Garður hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu á undanförnum árum og mun það halda áfram. Þessi uppbygging ásamt góðri þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og atvinnu- fyrirtæki hefur skapað gott samfélag með góðum lífsgæðum. Ég þess fullviss að áður en langt um líður muni íbúum fjölga á ný í Garði, enda er sveitarfé- lagið vel í stakk búið til þess að taka vel á móti nýjum og fleiri íbúum og við bjóðum alla velkomna í Garðinn. Magnús Stefánsson Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs betri Horfur á nýju ári! Sandgerðisbær er sveitarfélag sem er vel í sveit sett og á góða framtíðarmöguleika í atvinnu- og íbúaþróun eins og reyndar öll sveitarfé- lögin á Suðurnesjum. Góðar samgöng- ur, góð höfn, nálægð við gjöful fiskimið og alþjóðaflugvöllur í túngarðinum með fjölbreyttu athafnalífi. Umsvifin við höfnina hafa aukist á liðnum árum og á árinu 2012 var landað ríflega 16 þúsund tonnum af fiski sem er nokkur aukning frá fyrra ári. Að sama skapi er mikil uppbygging meðal fiskvinnslu- fyrirtækja í bænum. Fyrirtæki sem fyrir eru hafa verið að endurnýja og gera breytingar á húsnæði sínu og auka við starfsemi. Ný fyrirtæki í sjávarút- vegi eru með hús í byggingu og munu þau taka til starfa á þessu ári. Þetta hefur í för með sér jákvæðar og góðar breytingar í samfélaginu. Fjöldi starfa mun aukast og athafnalíf mun dafna. Ýmsar góðar og jákvæðar fréttir hafa komið fram hér á Suðurnesjum að undanförnu sem binda má von- ir við að geti hleypt auknum krafti í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Þar má nefna að samþykkt liggur fyrir um lagningu á nýjum flutningslínum raforku sem auka munu öryggi íbúa og fyrirtækja á svæðinu verulega auk þess sem nægilegir raforkuflutningar eru ein af megin forsendum fyrir vexti í atvinnuuppbyggingu hér á Suðurnesj- um. Einnig berast nú mjög jákvæðar fregnir af miklum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á vegum Isavía á al- þjóðaflugvellinum þar sem m. a. eru hafnar framkvæmdir við endurbætur á Flugstöð Leifs Eiríkssonar til þess að auka afkastagetu og þægindi flugfar- þega. Á flugvallarsvæðinu er gert ráð fyrir að á þessu ári hefjist framkvæmdir við byggingu nýs þjónustuhúss sem mun hýsa ýmsa þjónustustarfsemi flugvallarins s. s. vegna brunavarna, flugbrautahreinsunar o. fl. Ferðaþjón- usta er vaxandi atvinnugrein á svæðinu sem binda má vonir við að þróist áfram með jákvæðum hætti. Fleiri verkefni í atvinnuuppbyggingu eru fyrirhuguð sem verður vonandi hægt að greina frá innan tíðar. Framkvæmdir í bæjarfé- laginu munu væntanlega hafa í för með sér þörf fyrir aukið vinnuafl á næstu vikum og mánuðum í sjávarútvegi, iðnaði og fleiri starfsgreinum. Í lok árs 2012 voru íbúar Sandgerðis 1577 og hafði fækkað um liðlega 5% frá byrjun ársins. Ekki er gott að fullyrða um hver íbúaþróunin mun verða, en með auknum atvinnutækifærum eru bundnar vonir við fjölgun íbúa á ný. Atvinnuleysi hefur verið hér nokkurt frá því að efnahagshrunið dundi yfir á haustdögum 2008. Það hefur þó far- ið minnkandi og mælist nú um 10%. Vinnumálastofnun hefur í samvinnu við sveitarfélög og atvinnurekendur beitt sér fyrir átakinu „Vinna og virkni“ sem fer í gang nú í upphafi árs. Með átakinu er stefnt að því að auðvelda atvinnuleit- endum sem lengi hafa verið án atvinnu þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Nokk- ur skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði til leigu þrátt fyrir að mikið af íbúðum og húsum standi auð. Íbúðalánasjóður á mestan hluta þessara eigna og hafa einungis nokkrar þeirra verið leigðar út. Afar brýnt er að forsvarsmenn Íbúða- lánasjóðs komi að lausn eftirspurnar eftir húsnæði í bæjarfélaginu. Í desember 2012 afgreiddi bæjar- stjórn Sandgerðisbæjar fjárhagsáætlun áranna 2013 – 2016. Góð samvinna og samstaða ríkti í bæjarstjórn um áætl- unina sem unnin var sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnin hefur verið einhuga í því að ná tökum á rekstrar- og skuldavanda bæjarsjóðs. Tekist hefur á síðustu tveimur árum að hagræða verulega í rekstrarútgjöld- um sveitarfélagsins án þess að það hafi komið niður á grunnþáttum í þjónustu sveitarfélagsins. Unnið hefur verið að lausn á skuldavanda bæjarsjóðs og vænta má niðurstöðu í þeim málum á þessu ári. Megináherslur í fjárhags- áætluninni eru að veita íbúum góða grunnþjónustu. Þjónustugjöld hækka að meðaltali um 5% og haldast þannig í hendur við almennar verðlagshækk- anir. Þá er gert ráð fyrir að halda fjárfestingum, viðhalds- og endurnýj- unarverkefnum í lágmarki og engar fjárfestingar eru fyrirhugaðar á árinu 2013. Bæjarstjórn hefur markað þá stefnu að kaupa til baka grunnskólann, íþróttamiðstöðina og samkomuhúsið, sem leigð eru af Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Fjögurra ára áætlun Sand- gerðisbæjar sýnir að stefnt er í jákvæða átt, skuldir fara lækkandi og jafnvægi næst í rekstrinum. Bestu nýárskveðjur til bæjabúa og annarra Suðurnesjamanna með þökk fyrir góð samskipti. Með kveðju, Sigrún Árnadóttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.