Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 14

Reykjanes - 24.01.2013, Blaðsíða 14
14 24. janúar 2013 búið að Gefa anSi vel til róðra Það er búið að gefa ansi vel til róðra það sem af er janúar og mikill fjöldi báta hefur verið á sjó á svæðinu frá Eldey og norður úr og í Faxaflóa. Á þessu svæði hafa verið dragnótabátar sem hafa verið mestmegnis við Hafnir, þar hafa líka nokkrir handfærabátar verið. Línu- bátarnir hafa verið mikið útaf Sand- gerði sem og útaf Garðskaga. Þar hafa þeir svo blandast þeim fáum netabát- um sem eru að róa hérna. Reyndar hafa netabátarnir héðan fengið fé- lagskap því nokkrir bátar hafa verið að veiðum hérna en veitt í sig og silgt svo til heimahafnar og landað þar. T. d var títtnefnd Þórsnes SH sem ég skrifaði um í síðasta pistli á veiðum skammt frá Sandgerði en sildgdi svo til Stykkishólms og landaði þar um 90 tonnum og af því af ufsi 80 tonn. Frá Vestmannaeyjum hafa verið tveir bátar. Brynjólfur VE sem landaði í Hafnarfirði 30 tonnum og Kristbjörg VE sem landaði í Vestmanneyjum 37 tonnum. Friðrik Sigurðsson ÁR frá Þorlákshöfn landaði þó í Keflavík og var með 36 tonn. Af heimanetabátunum þá er Erling KE hæstur kominn með 109 tonn í 12 róðrum. Happasæll KE er með 48 tn í 12, Sægrímur GK 38 tn í 9, Grímsnes BA 38 tn í 9, Maron HU 28 tn í 13. Í Grindavík eru ekki nema 3 neta- bátar og eru það allt litlir bátar. Þar er hæstur Askur GK sem er kominn með 26 tn í 8. Hraunsvík GK 15 tn í 7. Gullfari HF er svo þriðji báturinn og hann byrjaði með látum því hann kom með 10 tonn í einum róðri í byrjun vertíðar. Er báturinn kominn með 18 tn í 4 róðrum, en þess má geta að Gullfari HF er plastbátur en hinir bátarnri eru stálbátar. Í Sand- gerði má segja að Sunna Líf KE sé eini netabáturinn að róa og er hann kominn með 9 tn í 7 rórðum. Þar eru reyndar nokkrir bátar sem eru að gera út á skötusel. Gríðarlegur fjöldi línubáta hefur verið á veiðum og hafa þeir svo til allir róið og landað í Sandgerði og hefur verið landað þar tæpum 800 tonnum af línufiski sem mestmegnis kemur frá smábátum. Þórkatla GK er komin með 63 tn í 11, Óli á Stað GK 59 tní 11. Daðey GK 48 tn í 9, Auður Vésteins SU 48 tn í 9, Gísli Súrsson GK 46 tn í 9, Bergur Vigfús GK 43 tn í 9, Dúddi Gísla GK 41 tn í 8 ( mestu landað í Grindavík). Dóri GK 40 tn í 8, Muggur KE 38 tn í 8 ( aflahæstur balabátanna), Guðmundur á Hópi GK 38 tn í 9, Örninn GK 32 tn í 8, Hópsnes GK 26 tn í 8, Sæborg SU 26 tn í 8, Pálína Ágústdóttir GK 25 tn í 10. Sædís Bára GK 23 tn í 8, Maggi Jóns KE 22 tn í 7, Steini GK 22 tonn í 8 og Guðrún Petrína GK 20 tn í 5. Af minni bátunum þá er Addi Afi GK kominn með 29 tn í 8, Birta Dís GK 12 tn í 3. Nokkrir handfærabátar eru að veiðum og er Lilja BA hæst þeirra með 5 tonn í 7 róðrum. Næstur er Hringur GK sem er með 3,2 tonn í 3, aðrir bátar eru með minni afla og hafa lítið róið. Dragnótaveiðar eru ennþá frekar slakar og er Benni Sæm GK hæstur með 43 tn í 10 róðrum, Örn KE er með 37 tn í 10, Sigurfari GK 30 tn í 9, Siggi Bjarna GK 29 tn í 10, Arnþór GK 27 tn í 9, Aðalbjörg RE sem er í Sandgerði 22 tn í 8. Njáll RE 14 tn í 9. Farsæll GK frá Grindavík er byrj- aði og er kominn með tæp 4 tonn í 2 róðrum. Frystitogarinn Hrafn GK er fyrstur frystitogaranna á landiu til þess að landa afla á þessu ári og kom með 240 tonn eftir 13 daga á veiðum. Karfi var uppistaða afla eða rúm 100 tonn og þar á eftir kom gullax 97 tonn. Deginum eftir kom svo Hrafn Svein- bjarnarsson GK með 230 tonn eftir 14 daga á veiðum og þarf var karfi uppistaða afla eða 122 tonn. Gísli R. þorrinn blótaður í Garðinum Það var mikið fjör og stuð í Íþróttamiðstöðinni í Garðin-um um síðustu helgi. Um 700 manns mættu á stærsta þorrablót Suðurnesja. Þetta er í fjórða sinn sem þorrablót er haldið í Íþróttamiðstöð- inni. Það eru Knattspyrnufélagið Víðir og Björgunarsveitin Ægir sem standa að öllum undirbúningi og framkvæmd. Það er mikil vinna sem liggur að baki svo allt megi lukkast sem best. Snill- ingurinn Axel Jónsson sá um matinn. Hann klikkar aldrei. Fjöldi skemmti- atriða var sem gerðu lukku. Magnús bæjarstjóri og Sigurður prestur voru flottir á sviðinu. Hljómsveitin Buffið lék fyrir dansi. Anna Svala Knútsdóttir var veislustjóri og stóð sig frábærlega. Hér koma nokkrar myndir af ánægðum gestum. oddný varaformaður? Oddný G. Harðardóttir þing-maður Samfylkingarinnar hefur nú ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingar- innar. Oddný hefur frá því hún settist á þing gegnt mörgum veigamiklum ábyrgðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Oddný stefnir hátt og á örugglega góða möguleika á að ná varaformannsemb- ættinu. Aflafréttir

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.