Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 2

Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 2
2 21. febrúar 2013 hvalreki af gjaldeyri Fólkið í landinu fagnar niður-stöðu Icesave-dómsins og mis-vitrir sjórnmálamenn reyna að nudda sér upp við sigurvegarana til að komast í kastljós þessarar frábæru niðurstöðu. Það var ömurlegt að sjá svipinn á sumum þegar niðurstað- an lá fyrir og fékk maður á tilfinn- inguna að þessir sömu hefðu vonað að niðurstaðan væri öðruvísi og beint lýðræði ætti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum þegar sérfræðingar stjórnvalda væru tilstaðar. Viðbrögð stjórnvalda og annarra flokka sem studdu síðasta Icesave-samninginn voru : „Það hefði getað farið verr, hvað ef við hefðum tapað!“ Já, hvað ef við hefðum tapað? Lítið hefði gerst, Íslendingar hefðu allavega ekki verið dæmdir í fjársektir, en eitt er víst að stjórnmálamenn, nú á útleið, hefðu áminnt þjóðina og þ. a. l. alla þá sem tóku þátt í að kveða þennann draug niður um langa tíð um van- hæfni almennings im að taka „réttar“ ákvarðanir. Gríðarleg tækifæri Gríðarleg tækifæri liggja í niður- stöðu Icesave-dómsins, en hún gerir m. a. Íslendingum kleyft að gera upp þrotabú Landsbankans í íslenskum krónum og þvinga alla aðra erlenda kröfuhafa til að taka við krónum sem er okkar lögeyrir. Bretar og Hollendingar sem aðrir, verða að sætta sig við að fá restina af kröf- um sínum vegna Icesave greiddar í krónum vegna gjaldeyrishaftanna. Þeir eru í kjölfar niðurstöðu EFTA- dómstólsins í sömu stöðu og aðrir kröfuhafar bankanna. Þetta leiðir allt til þess að hér verður hvalreki af erlendum gjaldeyri sem við þurfum ekki að greiða strax úr landi. Gjaldeyrishöftin Gjaldeyrishöftin valda því meðal annars að aflandskrónur og innistæð- ur erlendra aðila eru og verða fastar í krónum sem vaxa dag frá degi á fullum vöxtum í bankakerfinu og köllum við þetta allt saman snjóhengju. Vextir á þessar innistæður eru að lágmarki um 60 milljarðar á ári og fer hækkandi. Við þetta bætist svo innheimtur þrota- búa föllnu bankanna og uppsöfnun á reiðufé sem þarf að borga vexti af. Snjó- hengjan er í dag talin vera um 1.200 milljarðar, en með tíð og tíma verður hún að lágmarki 2.500 milljarðar. Það þarf nú vart að taka það fram að kostn- aðinn af þessu þurfa íslensk heimili og fyrirtæki að bera. Ríkisdalur er lausnin Ef landsmenn vilja koma á efnahags- legum stöðugleika og losna við gjald- eyrishöftin og snjóhengjuna, er ein að- ferðin, að gera nýjan ríkisdal að lögeyri og festa gengi hans við bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, inni- stæðum, skuldum, verðbréfum, o. s. frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gamla krónan yrði áfram í gildi, en eignir þrotabúanna og allar aflandskrónur þ. e. snjóhengjan sætu eftir í gömlu krónunni og gætum við þá samið sérstaklega við hrægammasjóð- ina, þrotabúin og aðra eigendur gömlu krónunnar um að losna úr prísundinni. Innlánsvextir á gömlu aflandskrónun- um yrðu keyrðir niður í 0,0% og hag- kerfið leyst úr gíslingu. Lausnargjaldið Þrotabúum föllnu bankanna, eigendum aflandskrónanna, erlendu hrægamma- sjóðunum yrðu boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföll- um, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, útgefnu í banda- ríkjadölum á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið, en við þetta má bæta að bankar í Sviss rukka geymslugjald fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningarnir sem koma í ríkissjóð með útgáfu nýja skuldabréfsins má nota til þess að borga upp það sem hægt er og skuldbreyta erlendum skuldum ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar og niðurstöðu Icesave dómsins sem sér- stakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Þessi leið tæki 6 til 9 mánuði að koma í verk. Guðmundur Franklín Jónsson Formaður XG-Hægri grænna, flokks fólksins Sandgerði: gönguStígur og bætt aðgengi Bæjarstjórn Sandgerðis fagnar því að Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða hefur veitt styrki til tveggja verk- efna: Göngustígur við Sandgerðistjörn og Bætt aðgengi að Stafnesvita. Bæjarstjórn telur að hér sé á ferðinni merkur áfangi í að byggja upp aðstæð- ur sem auka þjónustu við ferðamenn sem vilja heimsækja náttúruperlur og sögustaði í sveitarfélaginu. Hér er um að ræða verkefni sem falla inn í uppbyggingu Ferðamannavegar sem er samstarfsverkefni Sandgerðis- bæjar, Sveitarfélagsins Garðs, VSÓ og Vegagerðarinnar". Bæjarstjórn leggur áherslu á að haft verði samráð við Náttúrustofu Suðvest- urlands og viðkomandi landeigendur um framkvæmdir. viltu taka þátt í nýSköpun og þróun í grindavík? Ýmis uppbygging í hafsæk-inni starfsemi á sér nú stað í Grindavík eins og fullvinnsla sjávarafurða, líftækni, haftengd ferða- þjónusta, framleiðsla á snyrtivörum og margt fleira. Grindavíkurbær hef- ur ákveðið að bjóða fyrirtækjum að sækja um styrk til þess að ráða til sín nemendur til að sinna verkefn- um sem lúta að nýsköpun og þróun í starfseminni. Um er að ræða tvo styrki að upphæð allt að 500 þúsund hver. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostn- aði gegn mótframlagi umsækjanda. Umsóknum, með nafni verkefnis og umsækjanda, skal skilað til skrif- stofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62,240 Grindavík, fyrir 15. mars, merkt „Nýsköpun og þróun í Grinda- vík". Í umsókninni skal koma fram hvaða verkefni um er að ræða, hvert sé markmið verkefnisins og fjár- hagsáætlun. Verkefnin skulu unnin í Grindavík og hafa tengingu við starf- semi í bænum. Fylgt verður viðmið- um Vaxtarsamnings Suðurnesja við mat á styrkhæfum kostnaði. (Heimasíða Grindavíkur) Framsóknarmenn hafa á kjörtímabilinu haldið uppi mjög harðri gagn-rýni á hina tæru Vinstri stjór Jóhönnu og Steingríms J. Það hlýtur að hafa valdið Framsóknarmönnum miklum vonbrigðum eftir að hafa komið Samfylkingunni og Vinstri grænum til valda á sínum tíma að ekkert var hlustað á þau. Einörð afstaða Framsóknarflokksins gegn Icesave samningum er nú að skila flokknum verulega auknu fylgi. Það er einnig athyglisvert að forystu Fram- sóknarflokksins hefur tekist að setja fram mjög trúverðuga stefnu um lausn á skuldavanda heimilanna og verðtrygginguna. Framsóknarmenn tala einnig mjög skýrt í andstöðu sinni gegn ESB aðild. Sama má segja um atvinnumálin. Forysta Framsóknarflokksins hglaut rússneska kosningu. Sigmundur Davíð, Sigurður Ingi og Eygló Harðardóttir fengu öll yfir 90% stuðning á flokksþinginu. Það er gífurlega gott vegarnesti í kosningabaráttuna. Framsóknarflokkurinn er á fullri ferð. Tækifæri Sjálfstæðisflokksins Það líður að Alþingiskosningum. Landsmenn hafa nú fengið í fjögur ár að kynnast stjórnarháttum hinnar tæru Vinstri stjórnar. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. er sú allra óvinsælasta sem nokkurn tímann hefur setið á Íslandi. Í könnun sem nýlega var gerð um það hvernig menn vildu hafa næstu ríkisstjórn voru það eingöngu 8% sem vildu áfram tæra Vinstri stjórn. Miðað við þessar kringumstæður ætti Sjálfstæðisflokkurinn að blómstra. Raunhæft væri að gera ráð fyrir að flokkurinn myndi nú mælast með allt að 45% fylgi. Það er samt ekki að gerast. Sjálfstæðisflokkurinn er með á bilinu 32-36% fylgi. Það getur ekki talist ásættanlegt eftir fjögurra ára óstjórn Sam- fylkingar og VG. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fær nú tækifæri til að rétta sinn hlut. Sjálfstæðisflokkurinn verður að leggja fram skýra og trúverðuga stefnu hvernig leysa eigi skuldavanda heimilanna, hvernig byggja eigi upp atvinnulífið. Kjósendur verða að gerta treyst því að ekki verði gefið eftir í andstöðunni við ESB aðild. Sjálfstæðisflokkurinn verður að geta sýnt fram á að hægt sé að lækka skatta og tryggja aukinn kaupmátt. Ný forysta Sjálfstæðisflokksins verður að tala þannig að hún nái eyrum kjós- enda. Ísland má ekki við því að fá Vinstri stjórn aftur næstu fjögur árin. Sjálf- stæðisflokkurinn fær nú gullið tækifæri til að koma í veg fyrir það. leiðari Framsókn á fullri ferð Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 4. Tbl.3. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.