Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 4
4 21. febrúar 2013 StærSti SandbláSturSklefi á landinu Stendur ónotaður vegna verkefnaSkortS Fúsi ehf er sandblástursfyrirtæki í Sandgerði. Það var stofnað í byrjun árs 2005 og er því átta ára. Flest árin hefur fyrirtækið haft nóg að gera og veltan að jafnaði verið yfir 100 milljónir árlega. Einn til tvö mánuði á ári í mesta skammdeginu hefur vinnan verið minni og tíminn notaður til viðhaldsverka. Eigendur Fúsa gerðu ítrekaðar tilraunir til að kaupa stóran sand- blástursklefa á Ásbrúarsvæðinu án árangurs. Þá hófust Fúsamenn handa og byggðu stærsta sandblástursklefa á landinu. Stærð hans er 16x6x6. . Svona langur blástursklefi gefur mörg tækifæri. Hægt er að taka inn stórvirkar vinnuvélar allt að 4.5 m háar. Einnig löng rör ofl. Eftir hrun hafa margar vinnuvélar verið fluttar úr landi og þörfin á þeim vettvangi því minni. Sömuleiðis hafa verkefni sem vænst var að yrðu til með til- komu álvers í Helguvík engin orðið eins og menn vita. En það var ein af ástæðum þess að farið var í svo stóra framkvæmd sem klefinn er. Það sem gerir þennan klefa einstakann er að hægt er að keyra tækjunum í gegn um hann inn í málningarkerfið og út úr húsinu annarstaðar. En undanfarið hafa atvinnuhorfur versnað. Fyrirtækin í viðskiptahópn- um virðast halda að sér höndum og viðhaldi er greinilega slegið á frest. Það á við olíu og orkufyrirtækin, Landsvirkjun og fyrirtæki í sjávarút- vegi þar sem algjört stopp virðist vera á viðhaldsframkvæmdum. Í haust þurfti að grípa til uppsagna. Í september hættu allir starfsmenn utan eins eiganda, Sigfúsar Gunnars- sonar. Í fyrravetur var fyrirtækið stopp í tvo mánuði. En nú er þetta mun verra. Fúsamenn hafa áratuga reynslu en þeir sáu um sandblástur á vegum Ís- lenskra Aðalverktaka frá árinu 1983. Undanfarin ár hefur mest verið unnið fyrir olíufyrirtækin og þá víða um land. Í sumar var til að mynda unnið á Patreksfirði. Orkufyrirtækin hafa einnig verið góðir viðskiptavinir og þess má geta að fyrsta verkefni Fúsa ehf voru tankar Orkuveitu Reykjavík- ur í Perlunni árið 2005. Þeir unnu til að mynda við Búrfellsvirkjun sumarið 2008. Sl. sumar fór starfsmannafjöldi fyr- irtækisins upp í 16 manns sem er það mesta sem verið hefur. Að jafnaði hafa starfað 6-7 manns allt árið. Allt var gert sem hægt var til að halda þess- um frábæru starfskröftum í vinnu. En allt kom fyrir ekki. Nú eftir langan og strangan vetur er aðeins að birta til því með vorinu hefst vinna við tanka hjá Eldsneytisafgreiðslunni á Keflavíkur- flugvelli. Þar gætu hugsanlega orðið til þrjú störf. Silla E. um borð í þrælagaleiðunni Ég hitti unga konu um daginn. Unga konan er gift, á eitt barn og annað á leiðinni. Þau hjónin keyptu sína fyrstu íbúð fyrir nokkrum árum og tóku verðtryggt lán. Unga konan stóð í þeirri trú að það væri betra að kaupa en leigja. „Alltaf betra að fjárfesta og eiga eitthvað“, eða hvað? Unga flutti inn og byrjaði að borga af íbúðinni. Eftir nokkra mánuði fór unga konan yfir bókhald heimilisins og sá að lánið var orðið talsvert hærra en það var þegar hún skrifaði undir lánasamn- inginn. Hvernig má það vera? Jú, hún fór í rannsóknarvinnu og uppgötvaði töfra verðtryggingarinnar. Varanlegt frí á kostnað annarra Er þetta heilbrigt kerfi? Svarið er nei. Það er ekki í lagi að fjármagnseigendur séu bæði með háa vexti á lánum og verðtryggingu. Þeir eru bæði með belti og axlabönd. Það hlýtur að vera frábært að vera lánveitandi í dag. Þeir lána pen- inga og fá þá margfalda til baka án þess að hreyfa legg né lið. Lánveitandi getur hreinlega farið í varanlegt frí og látið peningana vinna fyrir sig, eða réttara sagt skuldarann. En hver er skuldar- inn? Það er þessi venjulegi Íslendingur. Ég og þú. Manneskjan sem vinnur og vinnur og borgar og borgar en eignast lítið sem ekki neitt. Borgar hús sitt a. m. k. tvöfalt til baka á starfsævinni. Ferð sem verður að fara Þetta er ekki réttlátt kerfi, sú stað- reynd blasir við. En hvað er hægt að gera? Við getum ekki afnumið verð- trygginguna eina og sér. Við verðum að taka peningakerfið okkar í heild sinni til gagngerrar endurskoðunar. Við þurfum að ná tökum á verðbólgunni, vöxtum, endurskoða lífeyrissjóðskerfið og Íbúðalánasjóð og skapa heilbrigt samkeppnisumhverfi á fjármálamark- aði. Verkefnið er risavaxið. En við get- um gert breytingar og við verðum að gera breytingar. Fjármálakerfið okkar er aðeins mannanna verk. Það kostar hugrekki og kjark að breyta og þann kjark hefur Framsókn. Það er dýrt að gera ekki neitt Fyrsta skrefið í þessu verkefni er að setja fram markmið og síðan tekur við vinna við að ná fram settum markmið- um. Við þurfum að finna leiðir og við vitum að þær verða ekki án hindrana. Ferðalagið verður torsótt, sársauka- fullt og kostnaðarsamt. En það mun verða okkur mun dýrkeyptara að gera ekki neitt. Ef við gefumst ekki upp, þá komumst við á leiðarenda. Ég segi upp! Verðtryggingunni er viðhaldið af okkur sjálfum. Við látum fjár- málastofnanir plata okkur um borð í galeiðuna með fagurgölum. Síðan tekur raunveruleikinn við. Við sitjum neðan þilja, sjáum ekki sólina, róum áfram í þeirri von að ná að landi og að eiga erindi sem erfiði. Á meðan sitja fjármagnseigendur uppi á dekki, sötra svaladrykki og sóla sig. Þetta er ekki sanngjarnt. Þessu verðum við að breyta. Ég segi hér með upp sem galeiðuþræll! Silja Dögg Gunnarsdóttir 2. sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi Selma hrönn fær verðSkuldaða viðurkenningu Selma Hrönn Maríudóttir býr í Sandgerði. Ég mælti mér mót við hana og þrátt fyrir að vera önnum kafin gaf hún sér tíma til að spjalla við mig yfir kaffibolla. Hún er eigandi Tónafóðs ásamt manni sínum Smára Valtý Snæbjörnssyni. Hún er rafeindavirki, skáld og tón- skáld. Hún fékk nýlega verðlaun fyrir „Grallarana“ sína. „Þetta eru verðlaun sem eru veitt í tengslum við sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu til að vekja athygli á gæðaefni á netinu fyrir börn og unglinga, “ sagði Selma Hrönn Maríudóttir, sem hlaut í byrj- un mánaðarins verðlaun SAFT fyrir besta barnaefnið á netinu árið 2013. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verðlaunin fékk vefsíðan Grallar- ar.is en hún byggist á bókum Selmu. Bækurnar eru orðnar fimm, sú sjötta á leiðinni og eru þær mjög skemmti- legar með fræðsluívafi. Fjórar þeirra hafa verið þýddar á táknmál. Bækurn- ar eru um kisurnar Glingló og Dabba og hundinn Rex. Þau eru öll til í raun- veruleikanum og búa hjá Selmu og fjölskyldu. Bækurnar gerast víðsvegar um land og þau hafa farið um t. d Sandgerði og sveitirnar, Vestmannaeyjar og Stykk- ishólm. Þar hafa þau ásamt vinum sínum fræðst um margt í umhverf- inu. Selma hefur ekki aðeins gefið út bækurnar. Í fyrra gaf hún svo út smáforrit í vefverslun Apple á ensku um þá vinina og íslensk útgáfa er í vinnslu. Á ensku nefnast Grallararnir Perky Pranksters og er þegar orðið vinsælt efni. Erlendis er hópur kennara, foreldra og forritara sem skoða svona mál af kostgæfni og hún nýtur mikillar athygli þeirra. Einnig fær hún leið- beiningar um það sem betur mætti fara og hyggst nota þær í íslensku útgáfunni til að gera hana enn betri. Í Grunnskólanum í Sandgerði hafa þær stöllur og kennarar Erla Björg Rúnarsdóttir og Margrét Sigurvins- dóttir útbúið vinnubækur í tengsl- um við Grallarabækurnar, enda eru þær að mínu áliti hið besta námsefni. Undirrituð hefur átt bækurnar og þær hafa verið skoðaðar í kjölinn af barna- börnunum. Selma hefur fengið styrki frá Menn- ingarráði Suðurnesja, Mannréttinda- ráði Reykjavíkurborgar og Þróunar- sjóði námsgagna. Það hjálpar henni að þróa verkefnið enn frekar. Hugmyndin að grallarabókunum fæddist fyrir tíu árum en fyrsta bókin kom út 2006. Hún segist hafa gefið sér tíu ár til að þróa þær og má segja að það hafi ræst og miklu betur. Í ár er henni boðið erlendis með verkefnið þar sem keppt verður í Evrópukeppni um besta barnaefnið á netinu. Ég mæli með því að þeir sem eru nettengdir kíki inn á síðuna Grallar- ar.is Silla E „Þetta eru verðlaun sem eru veitt í tengslum við sameiginlegt átak netör- yggismiðstöðva í Evrópu til að vekja athygli á gæðaefni á netinu fyrir börn og unglinga,“ sagði Selma Hrönn Maríudótt- ir, sem hlaut í vikunni verðlaun SAFT fyrir besta barnaefnið á netinu árið 2013. SAFT er vakn- ingarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.