Reykjanes - 21.02.2013, Síða 8

Reykjanes - 21.02.2013, Síða 8
8 21. febrúar 2013 Árshátíð eldri borgara börnin hanS palla í víSi Slógu í gegn Árshátíð eldri borgara var haldin í Stapanum 10. febr-úar s. l. Heljarinnar fjör var á hátíðinni. Eyjólfur Eysteinsson for- maður félagsins flutti hið ágætasta ávarp. Ásmundur Friðriksson var veislustjóri og stóð sig með mikilli prýði. Árshátíðargestir kunnu svo sannarlega að meta sögurnar hans Ása. Börnin hans Palla í Vísi úr Grindavík skemmtu með hljóðfæraleik og söng, ásamt skemmtilegu spjalli. Það má segja að þau hafi gjörsamlega sleg- ið í gegn. Fengu frábærar viðtökur. Hinn eini sanni Jón Borgarson hafði síðustu daga verið drjúgur að safna happdrættisvinningum, en dregið var úr seldum aðgöngumiðum. Margir hlutu góða vinninga. Guðmundur Hermannsson sá um múskik og söng á dansleiknum. Maturinn var fram- reiddur af Erni á Soho. Sem sagt hin besta árshátíð. Hér má sjá nokkrar myndir af hátíðinni. gönguStígur í garði Veðurblíðan hefur ekki farið framhjá neinum. Bæjaryf-irvöld í Garði hafa nýtt sér tíðarfarið og unnið af fullum krafti við lagningu göngustígar. Óvenjulegur framkvæmdatími. léttur föStudagur Í hverri viku er Léttur föstudagur á Nesvöllum. Á morgun föstudaginn 22. febrúar kl.14: 00 verður Léttur föstudagur á Nesvöllum. Eyrún Samú- elsdóttir úr Grindavík les skemmtilega sögu. Að venju er kaffihúsið opið. Allir velkomnir. SvandíS og vindmyllurnar Landsvirkjun hefur nú hafið fram-leiðslu á rafmagni með vindmyll- um í nágrenni Búrfellsvirkjunar. Nú hlýtur Svandís umhverfisráðherra að bretta upp ermar og hefja hatramma baráttu við vindmyllur. Snjó kall inn skrif ar: myllubakkaSkóli Sigraði Spurningakeppni grunnSkólanna Spurningakeppni grunnskól-anna í Reykjanesbæ fór fram mánudaginn 11. febrúar. All- ir skólarnir á svæðinu sendu lið til þátttöku og stóðu þau sig vel. Eftir harða og drengilega úrslitarimmu milli Akurskóla og Myllubakkaskóla stóð lið Myllubakkaskóla uppi sem sigurvegari. Liðið skipuðu þeir Dagur Funi Brynjarsson, Hjálmar Freyr Agn- arsson og Tryggvi Ólafsson. virðing og vinátta Birgitta Jónsdóttir Klasen skrifar um hjónaskilnaði „Mikilvægt er að hefja ekki nýtt samband til þess eins að flýja gamla sambandið. . . “ VIRÐING skiptir svo gríðar- lega miklu máli þegar kemur til hjónaskilnaða svo að hinir fullorðnu og börnin, sem eru ef til vill í spil- inu, hljóti ekki skaða af. Það er því mikilvægt að freista þess að vinna vel úr hlutunum þegar svo er kom- ið að hjón eða sambúðarfólk á ekki samleið lengur, burtséð frá því hvort hinir fráskildu kjósa sér annan maka eða ekki. Þrátt fyrir að hjónaskilnaðir séu tíðir á Íslandi eru margir, sem sjá ekki leiðir út. Við hjónaskilnað eða sambúðarslit snýst tilveran svolítið við og allt breytist, ýmist á jákvæðan eða neikvæðan hátt fyrir viðkom- andi. Vinátta upp að vissu marki er mikilvæg ef börn eru til staðar þrátt fyrir að skilnaðarferlið hafi ver- ið langt, erfitt og sársaukafullt, en forðast skal, eins og heitan eldinn, að nota börnin sem bitbein milli foreldra eða til að bera þrætumál á milli hinna fullorðnu. Nái fólk ekki að höndla þetta upp á eigin spýtur er alltaf rétt að leita sérfræðiaðstoðar, t. d. hjá sálfræðingum eða fjölskyldu- ráðgjöfum. -En til hvaða ráða er hægt að grípa samfara skilnaði til að sættast við orðinn hlut, sjálfa/n þig, fyrrverandi maka þinn og tilveruna alla? 1. Áfallið. Þú getur reynt að átta þig á breyttum aðstæðum og gert þér grein fyrir að þú ert ein/n á báti. Þú getur reynt að fá fyrrverandi maka til baka. Þú situr og bíður aðgerðalaus og ekkert breytist til batnaðar. 2. Depurðin. Lífið hefur engan til- gang lengur og þú ert uppfull/ur af biturð, hatri og hefnigirni. Þú dregur þig inn í skel og forðast mannamót. Þú kvelur þig á því að þú hafir ekki reynt allt til að bjarga hjónabandinu. 3. Úrlausnin. Viðurkenndu það fyrir þér að fyrrverandi maki snýr ekki aftur svo biðinni ljúki endanlega. Þú þarft ekki lengur að óttast tilf- inningar þínar við að hitta hann/ hana. Þér finnst nýr kunnings- skapur alls ekki vera óhugsandi. Forðastu að ásaka þig og pína meira en orðið er. 4. Ný framtíð. Þú setur þér ný mark- mið, breytir lífinu til hins betra og endurmetur áhugamálin og vinahópinn. Það er þér í sjálfsvald sett hversu lengi skilnaðarferlið varir. Þú kemst ekki hjá því að fara í gegnum öll stig þessa ferlis, en þú ákveður tímamörkin sjálf/ur. -En hvað ber að forðast í þróun nýs vinskapar? Erfitt er að þróa nýtt samband án skuld- bindinga. Mikilvægt er að hefja ekki nýtt sam- band til þess eins að flýja gamla sam- bandið og vinátta við hitt kynið er heldur ekki vænlegt ef henni er aðeins ætlað að fylla tómarúm og stoppa upp í göt. Slík sambönd eru aðeins meið- andi og hafa ekkert með vináttu að gera. Kynlíf með fyrrverandi maka yrði aðeins til að flækja málin og vekja falsvonir. Forvitni og hnýsni um fyrr- verandi maka virkar meiðandi. Nýtt samband er aðeins fýsilegt ef fortíðin hefur í alvörunni verið afgreidd sem fortíð og vottur af sjálfsvirðingu þarf að fylgja viðkomandi einstaklingum inn í nýja framtíð til að öllum, full- orðna fólkinu jafnt sem börnunum, geti liðið vel og þau nái að dafna. Birgitta Jónsdóttir Klasen „Heilsumiðstöð Birgittu“ Náttúrulækningar, svæðanudd, ZILGREI, reiki o. m. fl.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.