Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 9

Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 9
921. febrúar 2013 mikið áunniSt í gerðaSkóla Það er gleðilegt að sjá hversu baráttan gegn einelti hef-ur skilað miklum árangri í Gerðaskóla í Garði. Reykjanes óskar nemendum, starfsfólki og foreldrum til hamingju með þetta. Niðurstöður úr eineltiskönnun Olweusar árið 2012 Samkvæmt könnun sem gerð var í nóvember sl. mældist einelti í Gerðaskóla 2,9%. Könnunin fer fram á rafrænu formi sem unnið er úr í höfuðstöðvum Olweusar- verkefnisins í Noregi og eru spurningarnar rúmlega 40 talsins. Könnunin er mjög víðtæk og tekur á flestum þáttum er varða samskipti og líðan nemenda. Tölur frá síðasta ári gáfu til kynna að einelti í Gerðaskóla væri 6% og hefur því greinilega mikið áunnist í þessum málum. Meðaltal á lands- vísu hefur hækkað lítillega og er nú um 5,2%. Fram kemur í könnuninni að nemendur bera traust til starfs- manna skólans og líður vel í skólan- um. Þeir telja almennt að brugðist sé skjótt við ef upp koma vandamál er varða samskipti nemenda. Þessum góða árangri ber að fagna og munu starfsmenn halda áfram að vinna með nemendum gegn einelti því ávallt má gera betur og gera góð- an skóla enn betri. Sævar Baldursson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja framtíðin liggur í Samvinnu Ferðaþjónusta á Reykjanesi er ört vaxandi og eru margir aðilar að koma að greininni á einn eða annan hátt, það fréttist nær daglega af fólki sem eru að hefja starfsemi eða eru með áform um slíkt, fjöldi Gistirýma á Reykjanesi hefur td aldrei verið meira og Bílaleigum fjölgar hratt. Það má því segja að ákveðið Gullgrafaraæði hafi runnið á skeið í ferðaþjónustunni, það er bæði gott og slæmt að fjölbreytnin aukist og samkeppni um leið en menn verða þó að gæta sín ábyrgðin er mikil gagnvart ferðamanninum, ímyndinni og samkeppninni. Ég segi samkeppninni vegna þess að margir nýjir aðilar í ferðaþjónustu eru þar vegna þess að þeir ætla að sigra heiminn á einni nóttu hver í sínu horni. Framtíð ferðaþjónustunnar á Reykjanesi liggur í samvinnu hagsmuna- aðila ekki sundrung, ef við eigum að eiga einhverja von um að fá ferðamenn til að staldra við lengur á Reykjanesi þá Verða aðilar að snúa bökum saman og vinna að sameiginlegri markaðsetningu svæðisins sem ein heild, samvinna með samkeppni, þar kemur endurvakning Markaðsstofu Reykjaness sterk inn og með ráðningu starfsmanns hennar bindum við miklar vonir til þess að fyr- irtækin sjái hagsmunum sínum borgið með að taka þátt í því starfi sem þar framundan er. Endurmenntun er nauðsynleg og vill ég nota tækifærið til að benda á nám hjá mss sem heitir færni í ferða- þjónustu og er kennt í fjarnámi og er á raunhæfu verði og jafnvel niðurgreitt af stéttarfélögum en nokkuð hefur vantað uppá að ferðaþjónar leiti starfsfólki sínu menntunar en þetta nám er ekki bara gott fyrir starfsfólk beinna ferðaþjóna heldur óbeinna líka, óbeinn ferðaþjónn er t. d. starfsmaðurinn á bensínstöðinni sem ferðamaðurinn spyr spjörunum úr þegar hann greiðir eldsneytið. Ég óska ferðaþjónum á svæðinu góðs gengis í baráttunni um gullið. Soho. veiSlur við öll tækifæri Í Grófinni er starfrækt veisluþjón-usta undir nafninu Soho. Veislust- þjónustan fagnar 5 ára afmæli núna í vor. Reykkjanes heimsótti Örn hjá Soho einn góðviðrisdaginn. Örn segir að veisluþjónusta hans taki að sér að útbúa veislur fyrir alla mannfagnaði. Sviðið spannar yfir tímabilið nfrá fæðingu til greftrunar. Nú eru framundan fermingarveisl- ur og mikið hefur verið að gera í árs- hátíðum. Mikið er einnig að gera í brúðkaupsveislum. Örn sagði að 80% af starfsemi hans væri vegna atburða í Reykjavík. Þegar Reykjanes spjallaði við Örn hafði hann einmitt séð um 650 manna hádeguisveislu í Laugar- dalshöllinni. Hlaðborðin eru nú alltaf vinsælust ásamt því að smáréttirnir eru einnig í uppáhaldi hjá mörgum. Jú, það var heilmikið að gera í jólahlaðborðunum sagði Örn þegar ég spurði hann. Það voru allt upp í 10 hlaðborð á dag. Örn sagði að það nyti einnig vinsælda að fá veisluþjónustuna í heimahús. Ég tek að mér veislur fyr- ir 10-20 manna í heimahúsum sagði Örn hjá Soho. S. J. mikil aukning í ferðaþjónuStu Móttaka ferðamanna og öll þjónusta í kringum þá er vaxandi atvinnuvegur. Flugfarþegum Keflavíkurflugvallar fjölgaði um 12,7% milli áranna 2011 og 2012. Allt útlit fyrir að í ár fjölgi ferðamönnum til landsins enn frekar. Hér á Suðurnesjum er aukinn kraft- ur í að auka þjónustuna við ferðamenn. Við sjáuum að ný hótel og gisthús taka til starfa. Bílaleiguflotinn stækkar og veitingastaðir reyna að ná til sín ferða- mönnum í auknum mæli. Suðurnesja- menn þurfa að gera enn meira átak í að auglýsa svæðið hér upp og fá ferað- menn til að staldra við. Bláa Lónið er þekkt og þangað kemur stærsti hluti erlendar ferðamanna. Það er flott, en það er svo margt annað sem Suðurnes- in hafa upp á að bjóða. Reykjanes hafði samband við Gísla Heiðarsson hjá gistiheimilinu Garði. Gísli og hans fjölskylda hefur keypt nokkur hús og breytt í gistiheimili ásamt því að byggja nýtt. Gísli sagði að útlitið í ár væri mjög gott. Það væri þegar talsvert búið að bóka. Gísli sagði að nú væru þau einnig kominn með bílalegu. Reykjanes hafði einnig samband við Arnar Sigurjónsson hjá Hótel Bergi. Arnar sagði að starfsemin gengi mjög vel. Það er talverð aukning á bókunum, ég held svei mér þá að það sé helmingi meira en á sama tíma í fyrra sagði Arnar. Nú er unnið að því að bæta við nokkrum herberjum á hinu glæsilega hótel Bergi. S. J. framSóknarmenn vilja fjórðu hæðina Kristinn bæjarfulltrúi Fram-sóknarflokksins lagði á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fram eftirfarandi bókun. Framsóknarmenn í Reykjanesbæ fagna þeim áhuga, umræðu og umleit- an sem ólík fyrirtæki hafa sýnt rekstri á nýju hjúkrunarheimili sem nú rís á Nesvöllum. Greinilegt er að þar er á ferð metnaður og fagmennska. Við óskum þess að friður og sam- vinna verði til þess að hægt verði að ráðast í byggingu fjórðu hæðarinnar og tryggja með því 80 hjúkrunarrými verði á Nesvöllum. Með því fæst hag- kvæmasta rekstrareiningin og fjölgun hjúkrunarrýma fyrir íbúa á Suðurnesj- um.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.