Reykjanes - 21.02.2013, Qupperneq 10

Reykjanes - 21.02.2013, Qupperneq 10
21. febrúar 2013 SjálfStæðiS- menn funda Í dag fimmtudaginn 21. febrúar verður Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins settur. Á fundinum verður mörkuð stefna flokksins fyrir kosn- ingarnar í vor ásamt því að kosning fer fram um forysrtu flokksins. Einn af mestu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins var Ólafur Thors. Hann var merk- isberi þeirra góðu gilda sem Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður til að halda á lofti og berjast fyrir. Vonandi markar Landsfundurinn stefnuna í hans anda. 10 framboðSliSti Samfylkingarinnar Kjördæmaráð Samfylkingar-innar-Jafnaðarmannaflokks Íslands samþykkti á fundi um helgina lista flokksins fyrir Alþing- iskosningarnar 2013. Forvalið fór fram 16. og 17. nóvember og fyrstu fjögur sætin í úrslitunum voru bindandi. Oddný Harðardóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Samfylkingar- innar leiðir listann. Listinn er sem hér segir: 1. Oddný G. Harðardóttir, alþingis- maður, Garði. 2. Björgvin G. Sigurðsson, alþingis- maður, Árborg. 3. Sæti Arna Ír Gunnarsdóttir, félags- ráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg. 4. Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Höfn. 5. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumað- ur og bæjarfulltrúi, Sandgerði. 6. Bryndís Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri, Hveragerði. 7. Bergvin Oddsson, nemi, Reykja- vík. 8. Borghildur Kristjánsdóttir, bóndi, Rángárþing ytra. 9. Hannes Friðriksson, Innan- húsarkitekt, Reykjanesbæ. 10. Gunnar Hörður Garðarsson, nemi, Reykjanesbæ. 11. Marta Sigurðarsóttir, bæjarfulltrúi, Grindavík. 12. Hróðmar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, Sveitafélagið Ölf- uss. 13. Dagmar Lóa Hilmarsdóttir, Við- skiptafræðingur af alþjóðamark- aðssviði, Reykjanesbæ. 14. Muhammad Azfar Karim, kennari, Rangárþing ytra. 15. Guðrún Ingimundardóttir, stuðn- ingsfulltrúi, Höfn. 16. Ingimundur B. Garðarsson, for- maður félags kjúklingabænda, Vatnsendi. 17. Soffí Sigurðardóttir, húsfrú, Ár- borg. 18. Gísli Hermannsson, fyrrverandi línuverkstjóri, Árborg. 19. Eyjólfur Eysteinsson, Formaður félags eldri borgara á Suðurnesj- um, Reykjanesbæ. 20. Margrét Frímannsdóttir, fangels- isstjóri á Litla Hrauni, Kópavogi. Pistill frá Sigríði Snæbjörnsdóttur Forgangsröðun fjármuna ríkisins hefur því miður verið ábótavant og heilbrigðismál hafa alls ekki fengið nægilegt vægi. Það er ekki horft á fjármuni sem fara í heilbrigðismál sem fjárfestingu. Þessu þarf að breyta. Sama má segja um fleiri málaflokka eins og t. d. menntamál og löggæslu. Hins vegar hefur verið veitt fé í ýmsa málaflokka t. d. stofnanir sem sýsla (misvel) með fé og mættu að margra mati bíða. Á sama tíma og heilbrigðis- starfsfólk er við það að gefast upp vegna álags og fjárhagsörðugleika , heyrist að verið sé að greiða bónusa upp á tugi þúsunda til starfsfólks ákveðinna bankastofnana og menningarstofnanir eru skornar niður úr snörunni. Er furða þó maður spyrji hvað sé í gangi. Í langan tíma hefur verið ljóst hvert stefndi í heilbrigðismálum þjóðarinn- ar. Margoft hefur verið bent á mögu- legar afleiðingar svo harkalegs niður- skurðar sem við höfum orðið vitni að á undanförnum árum. Sparnaður og niðurskurður um 25% á flestum heilbrigðisstofnunum á s. l.4-5 árum býður vart upp á annað en fækkun sjúkrarúma, aukið álag, minnkandi þjónustu, aukna óánægju starfsfólks og versnandi vinnuaðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Helst mætti líkja stöðu okk- ar stjórnenda við að vera með tifandi tímasprengju í höndum. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur álag aukist jafnt og þétt um leið og fjárveitingar hafa minnkað hlutfalls- lega. Starfsfólk er þreytt en hefur þrátt fyrir það staðið sig aðdáunarlega vel og lagt bæði metnað og alúð í störf sín. Heilbrigðisstéttir hafa orðið útundan í baráttu um laun og kjör og þá ekki síst kvennastéttir eins og hjúkrunar- fræðingar. Það hefur verið sýnt fram á að laun sambærilegra stétta hvað varðar menntun og ábyrgð, eins og t. d. háskólamenntaðs starfsfólks stjórn- arráðsins, er með 20% hærri laun en hjúkrunarfræðingar þegar allar breytur eru hafðar til hliðsjónar. Auðvitað getur slíkur ójöfnuður ekki gengið lengur. Það verður að setja upp örugga og traustvekjandi áætlun um hvernig slíkt skuli leiðrétt. Í kjölfar uppsagna um 300 hjúkr- unarfræðinga á LSH, hefur náðst samkomulag um tæplega 7% með- altalshækkun í stofnanasamningum. Ríkið mun bæta tæp 5% en LSH þarf að finna leiðir til að bæta það sem á vantar. Einhvers staðar mun það koma fram. Í dag,15. febrúar, er óljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Það er hins vegar nokkuð víst að ákveðin skriða er farin af stað sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Á eftir hjúkrunarfræðingun- um koma geislafræðingar og lífeinda- fræðingar. Allar heilbrigðisstofnanir fylgjast grannt með framvindu mála ásamt öllum kvennastéttum á landinu utan heilbrigðisgeirans. Varðandi mikla fjölmiðlaumfjöllun um álag á Landspítalanum (LSH) er varla hægt að segja að rætt hafi verið um aðstoð eða breytta verkaskiptingu milli LSH og Kragastofnananna (Suðurnes, Akranes og Selfoss). Kannski er þessi staða sem komin er upp, gott dæmi um að varasamt getur verið að setja öll eggin í sömu körfuna. Er ekki kominn tími til að endurskoða hvaða þjónustu skuli veita hvar og hvenær? Ég held ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að tími sé kominn til að forgangsraða algjörlega upp á nýtt í næstu fjárlögum ríkisins. Reykjanesbæ,15.02.2013 Sigríður Snæbjörnsdóttir Framtíðarsýn er lykilatriði markaðS-og atvinnumálanefnd garðS fundaði nýlega • Farið yfir störf nefndarinnar frá stofnun og framtíðarsýn hennar. • Markaðssetning á Garðinum fyr- ir fyrirtæki. T. d. leggja áherslu á frábæra staðsetningu fyrir rekstur tengdum flugi . • Hvað sveitarfélagið getur gert til að efla ferðamennsku innan bæj- armarka. T. d. upplýsingamiðstöð, kynningarefni um sveitarfélagið, hestaferðir, strandveiði, aðstaða fyrir sjósund og kafara. • Hluti af störfum nefndarinnar er að hjálpa nýsköpunarfyrirtækjum að hefja rekstur innan sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að hafinn verði undirbúningur á kynningarefni á Sveitarfélaginu sem taka á þessum þætti. • Hefja undirbúning fyrir fyrirtækja- sýningu fyrirtækja í Garði stefnan sett á haustið 2013. Formanni falið að senda atvinnurekendum í Garði bréf. • Nefndin Leggur áherslu á að Sveitar- félagið Garður berjist fyrir því að Garðvangur verði áfram starfræktur innan Garðs. Á síðasta fundir bæjarstjórnar Garðs voru þessi mál rædd og bókaði minni- hluti N-listans eftirfarandi: N listinn tekur heilshugar undir að fara þarf í grunnstefnumótun og mark- miðssetningu í ferðaþjónustu. N listinn bendir á að á fundi bæjarstjórnar þann 4. maí 2011 bókaði N listinn. ”Til að skapa jákvæða athygli Garðs og efla ferðaþjónustu í bænum þarf fleira til en auglýsingaskilti á Rósaselstorgi. Vel ígrunduð og meðvituð stefnumótun að framtíðarsýn er lykilatriði“ . Til þess að gera aðstöðu fyrir sjósund, strandveiðar ofl. þarf að byggja upp nýja snyrtingu sem gæti líka hýst upp- lýsingamiðstöð. Einnig er mikilvægt að tengja Byggðasafnið Uppsátrinu við Lambastaði og að Menningasetrinu að Útskálum með göngustíg. Gera þarf heildstæða kostnaðaráætlun samhliða stefnumótunarvinnu og ákveða leiðir til fjármögnunar Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.