Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 12

Reykjanes - 21.02.2013, Blaðsíða 12
21. febrúar 2013 Úti er ævintýri – af nauðungarSamingum SjálfStæðiSmanna við kröfuhafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykktu á þriðjudag nauðungarsaminga við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF) og staðfestu þar með endanlega algjört skipbrot hugmynda- fræðinnar sem ráðið hefur rekstri þeirra á bænum okkar undanfarin 11 ár. Það hefur legið ljóst fyrir í tvö ár að EFF var orðið tæknilega gjaldþrota. Fara þurfti í nauðungarsaminga við kröfuhafa félagsins – eini annar val- kosturinn var gjaldþrot–og nú liggur niðurstaðan fyrir. EFF verður áfram til en aðeins sem beinagrind án starfsmanns en með þriggja manna stjórn sem hefur það hlutverk að halda utan um leigusamn- inga og lán eignanna sem enn eru eftir í félaginu. Kröfuhafarnir gerðu það að skilyrði að stjórn félagsins yrðu skipuð fulltrúum ótengdum sveitarfélögun- um – sem ber með sér að kröfuhaf- arnir treysta ekki bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ skipuðu fulltrúa í stjórn félagsins. Þessi fulltrúi situr ekki í umboði bæjarráðs eða bæjarstjórnar Reykjanesbæjar heldur í umboði sjálf- stæðismanna. Þetta umboðsleysi vek- ur áhyggjur – orðin fé án hirðis leita á hugann. Nauðungarsamningarnir grund- vallast á nýjum lánasamningum sem skuldbinda bæinn okkar til ársins 2040 en fyrri leigusamningar náðu til ársins 2033. Um er að ræða verðtryggð lán í íslenskum krónum – sem ætti að vekja hverjum manni hroll. Reykjanesbær á 54% hlut í EFF. Í nauðungarsamningunum eru hagstæð uppkaupsákvæði fyrstu árin en mjög ólíklegt er að við getum nýtt okkur þau vegna bágrar stöðu bæjarins. Ólíkt Sandgerðingum sem ætla að nýta sér uppkaupaákvæðin sem fyrst og stefna að því að kaupa til baka helming eigna sinna. Samkvæmt nauðungarsamingunum tapar Reykjanesbær 1300 milljónum í hlutafé sem greiddar voru á sínum tíma í beinhörðum peningum og tekur á sig allavega um 100 milljónir af skuldum Álftaness. Í nauðungarsamningum Álftaness voru skuldir skildar eftir í EFF og þetta er okkar hluti. Verið er að ýta kostnaði inn á næsta kjörtímabil. Þannig senda sjálfstæðis- menn kostnaðinn inn í framtíðina til þess að auðvelda sér rekstur bæjarins út kjörtímabilið og gera eitthvað svona smart í lokin. Kannski klára Stapann? Minnismerki Fasteignarævintýrisins sem kostar okkur 100 milljónir á ári. Allt tal um mikla lækkun á leigu- greiðslum er skrumskæling á stað- reyndum. Reykjanesbær tekur á sig allt viðhald utan sem innan á eignunum sem gerir það að verkum að heildar- kostnaðurinn verður rúmlega millj- arður á ári frá árinu 2015. Nema að kostnaðurinn aukist enn meira vegna verðtryggðra lána? Nauðungarsamningarnir eru bein ávísun á þröng kjör bæjarins til langrar framtíðar og gerðir fyrst og fremst á forsendum lánadrottna Eignarhalds- félagsins Fasteignar. Þeitr taka mið af hagsmunum meirihluta sjálfstæðis- manna en ekki íbúa Reykjanesbæjar. Þetta eru nauðungarsamingar sjálfstæð- ismanna við kröfuhafa – og á þeirra ábyrgð. Eysteinn Eyjólfson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ FORVAL Íþróttamiðstöðin í Garði - Viðbygging Sveitarfélagið Garður auglýsir eftir áhugasömum aðalverktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs. Um er að ræða fullfrágengna 493 m2 viðbyggingu sem reist verður ofan á núverandi þjónusturými íþróttamiðstöðvarinnar. Viðbyggingin verður steinsteypt, múrhúðuð og máluð að utan, einangruð að innan, gluggar úr áli og þak- virki úr pappaklæddum samlokueiningum. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist frá og með 25. mars 2013 og er miðað við að þeim verði að fullu lokið 10. janúar 2014. Áhugasamir sæki um forvalsgögn á netfanginu petur@verkmattur.is og gefi upp nafn fyrirtækis og upplýsingar um tengilið. Forvalsgögn verða send út á tölvutæku formi frá og með föstudeginum 22. febrúar 2012. Umsóknum skal skila eigi síðar en kl. 13. mánudaginn 4. mars 2013 á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins Garðs. Niðurstöður forvals verða kynntar 8. mars 2013. Fjórir aðilar verða valdir til þátttöku í útboðinu. Gólfhitakerfi Ekkert brot ekkert flot • Þægilegur hiti góð hitadreifing • Hitasveiflur / Stuttur svörunartími • Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur • Fljótlegt að leggja • Ekkert brot ekkert flot • Dreifiplötur límdar beint á gólfið • Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket) • Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og sumarhús • Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og þægilegt Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is 12 OPNUNARTÍMI mánudaga - föstudaga 07:00-18:00 laugardaga 08:00-16:00 sunnudaga 09:00-16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI lifandi Samfélag –Sterkari einStaklingar Vinstri hreyfingin–Grænt framboð hefur á síðasta kjör-tímabili lagt áherslu á sam- vinnu við landshlutasamtökin og veitt í samvinnu við þau fjölmarga styrki til að efla menningu og atvinnu í landinu. Tugum milljóna hefur verið veitt til Suðurnesja til ýmis konar verkefna sveitarfélaganna, einstaklinga, félaga- samtaka eða stofnanna. Vinstri Græn hafa ekki trú á að stóriðja og framtak stórfyrirtækja séu best til þess fallin að byggja upp íslenskt samfélag. Því hafa vinstri Græn lagt megin áherslu á smærri verkefni, listsköpun, hönnun og ferðamennsku og hefur það borið rækilegan ávöxt m. a. hér á Suðurnesj- um. Með áherslu á menningu, ferða- mennsku og samvinnu fyrirtækja hefur ríkið stutt við verkefni eins og Tónlist- arhátíðina á Ásbrú, fornleifarannsóknir í Höfum, Safnahelgi á Suðurnesjum, hátíðina List án landamæra, greiningu á mikilvægum fuglaskoðunarstöðum á Suðurnesjum, Listahátíð barna, rann- sóknir á gömlum kumlum í Garði, málþing um 140 ára sögu skólahalds í Vatnsleysustrandahreppi, ljós- myndasöfnun í Sandgerði, merkingu gönguleiða í Grindavík, undirbúning að stofnun og uppsetningu á Guðbergs- stofu í Grindavík, sýningu um norræna goðafræði í Reykjanesbær, vefræna útgáfa Myndasafns Reykjanesbæjar, uppbyggingu og rannsóknir í Þekk- ingarsetri Suðurnesja í Sandgerði, Báta- safn Gríms Karlssonar, Óperuhátíð í Reykjanesbæ, merkingar sögufrægra staða á Rosmhvalanesi, söfnun efnis um líf og starf Rúnars Júlíussonar og skólasafnið í Norðurkoti á Vatnsleysu- strönd svo fátt eitt sé nefnt. Menntun er forsenda framfara og nýsköpunar. Framtíð Íslendinga í sátt við umhverfið byggir á þekkingarauði þjóðarinnar. Að styrkja menningu og uppbyggingu lítilla sprotafyrirtækja á landsbyggðinni byggir undir þann auð sem býr í mannlífinu á hverjum stað. Slík verkefni stuðlað að því að íbúar eru meðvitaðri um umhverfið sitt og þær rætur sem þeir hafa í sinni heimabyggð. Þannig byggjum við upp heilbrigt, lif- andi samfélag þar sem maður er manns gaman. Arndís Soffía Sigurðardóttir Lög- fræðingur 1. sæti VG í Suðurkjördæmi Inga Sigrún Atladóttir Guðfræðing- ur 2. sæti VG í Suðurkjördæmi Bæjarstjórn Garðs. unnið að því að garðvangur verði áfram Starfræktur Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs vinnur markvisst að því að Garð- vangur verði áfram starfræktur hér í Garði og er málið í farvegi á samráðs- vettvangi bæjarstjóra sveitarfélaga sem standa að rekstri DS. ferSkir vindar í garði Á síðasta fundi Bæjarráðs Garðs var lögð fram til umræðu drög að samningi við Ferska vinda um að hátíð verði haldin í desember 2013 og í janúar 2014, ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna áfram að gerð samnings. aðalfundur 9. marS Félag eldri borgara á Suðurnesj-um heldur aðalfund sinn laugardaginn 9. mars. kl.13:30 á Nesvöllum.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.