Reykjanes - 21.02.2013, Síða 14

Reykjanes - 21.02.2013, Síða 14
14 21. febrúar 2013 framboðSliSti SjálfStæðiS- flokkSinS í Suðurkjördæmi 1. Ragnheiður Elín Árnadóttir, al- þingismaður, Reykjanesbæ 2. Unnur Brá Konráðsdóttir, al- þingismaður, Hvolsvelli 3. Ásmundur Friðriksson, fv. bæjar- stjóri, Garði 4. Vilhjálmur Árnason, lögreglumað- ur Grindavík 5. Geir Jón Þórisson, fv. yfirlögreglu- þjónn, Vestmannaeyjum 6. Oddgeir Ágúst Ottesen, hag- fræðingur, Hveragerði 7. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjár- málastjóri, Eyrarbakka 8. Trausti Hjaltason. sérfræðingur hjá LV, Vestmannaeyjum 9. Sigurbjartur Pálsson, bóndi, Þykkvabæ 10. Þorsteinn M Kristinsson, lögreglu- maður, Kirkjubæjarklaustri 11. Björg Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálfari, Reykjanesbæ 12. Ármann Einarsson, útgerðarstjóri, Þorlákshöfn 13. Lovísa Rósa Bjarnadóttir, sjálf- stæður atvinnurekandi, Höfn í Hornafirði 14. Margrét Runólfsdóttir, hótelstjóri, Flúðum 15. Markús Vernharðsson, nemi, Sel- fossi 16. Sigurhanna Friðþórsdóttir, grunn- skólakennari, Vestmannaeyjum 17. Jóna Sigurbjartsdóttir, hárgreiðslu- meistari, Selfossi 18. Arnar Ragnarsson, skipstjóri, Höfn í Hornafirði 19. Elínborg Ólafsdóttir, varabæjar- fulltrúi, Hveragerði 20. Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum Garður. kraftur í félagS- lífi unga fólkSinS Nokkuð hefur verið að gera hjá starfsfólki og krökkun-um í nemendaráði Gerða- skóla og Eldingarinnar, við skipulagn- ingu og þátttöku í ýmsum viðburðum. Söngkeppni Samsuð fór fram hér í Gerðaskóla lok janúar, þar sem söngv- arar frá fimm félagsmiðstöðvum á Suðurnesjum tóku þátt. Haldið var ball á eftir Þar sem "skífuþeytirinn" Guðmundur Jón eða DJ BS-Tempo þeytti skífum og hélt dansgólfinu ið- andi fram eftir kvöldi. Dómarar í keppninni voru Björg- vin Ívar úr hljómsveitinni Eldum, Friðrik Örn úr hljómsveitinni Græn- um vinum, Birta Arnórsdóttir sem sungið hefur með Grænum vinum, Smári Guðmundsson úr Klassart og Íris Kristinsdóttir úr hljómsveitinni Buttercup og völdu þau eitt atriði frá hverri félagsmiðstöð til að fara í landshlutaúrslit sem haldin voru í Hlégarði í Mosfellsbæ í umsjón félags- miðstöðvarinnar Bólsins nú í byrjun febrúar. Þar bættust við söngatriði frá fé- lagsmiðstöðvunum Bólinu, Selinu á Seltjarnarnesi, Garðalundi í Garðabæ, Elítunni á Álftanesi. Fulltrúar okkar, í keppnunum, úr félagsmiðstöðinni Eldingu hér í Garðinum voru þær Að- alheiður Lind Björnsdóttir og Una Margrét Einarsdóttir og stóðu þær sig með miklum sóma og geta báðar tekið þátt að ári þar sem þær verða enn í grunnskóla. Fjögur lið fóru áfram úr þeirri keppni sem keppa í úrslitum keppn- innar sem fram fara í Laugardalshöll, laugardaginn 2. mars n. k. og verður sjónvarpað beint á RUV. Fyrir stuttu var svo diskó í félags- miðstöðinni fyrir yngri stigin í Gerða- skóla þar sem þemað var "brjálað hár" og mættu þau mörg hver mjög skrautleg og skemmtu sér við leiki, dans og söng. Svo er það Öskudagshátíðin, sundlaugarpartý og LAN-kvöld í Eldingunni. (Heimasíða Garðs) SamStaða býður ekki fram Landsfundur SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar fór nýlega fram. Landsfundur SAMSTÖDU flokks lýðræðis og velferðar hefur sam-þykkt að bjóða ekki fram í kom- andi alþingiskosningum. Í komandi alþingiskosningum mun SAMSTAÐA einbeita sér að því að hafa mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna. Flokkurinn mun beita sér fyrir lausnarmiðaðri umræðu á opinber- um vettvangi um brýn mál sem varða lausn á skuldavanda heimilanna, afnám gjaldeyrishafta án þess að snjóhengj- unni verði varpað á íslenska skatt- borgara, betra peningakerfi og fram- tíðarsýn án ESB-aðildar. Skorað var á Lilju Mósesdóttur á fundinum að gefa kost á sér til formanns flokksins. Hún brást við áskoruninni og var kjörin formaður SAMSTÖÐU flokks lýðrsæðis og vel- ferðar með atkvæðum allra sem voru á fundinum. Rakel Sigurgeirsdóttir er varafor- maður og aðrir í stjórn flokksins eru: Jón Kr. Arnarson, Eiríkur Ingi Garðarsson og Jónas P. Hreinsson. Þessir eru varamenn: Hallgeir Jónsson og Helga Garðarsdóttir. Myndin er af þeim sem skipa sjö efstu sætin. Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka Þú nærð tökum á sykursýkinni með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd. * Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og handhægur * "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla (calibrera) * Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl * Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L * Mæling tekur aðeins 5 sek. * Geymir 480 mælingar í minni * Hægt að tengja við tölvu blóðsykursmælir Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum Apótek Suðurnesja er opið Mánud. - föstud. 9:00-19:00 Laugardaga 14:00-18:00 Velkomin í lágt lyfjaverð í Apóteki Suðurnesja

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.