Reykjanes - 07.03.2013, Page 9

Reykjanes - 07.03.2013, Page 9
97. mars 2013 suðurnesja sjálfstæðis- menn á landsfundi Það var fjölmennt lið Suðurnesja Sjálfstæðismanna sem mætti á Landsfund flokksins í Laugar- dalshöll á dögunum. Landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins er einstök samkoma, þar sem Sjálfstæðisfólk alls staðar af að landinu kemur saman til að skiptast á skoðunum og komast svo að sameigininlegri niðurstöðu. Það er mikill sóknarhugur í flokksmönnum að vinna góðan sigur í kosningunum og koma Vinstri stjórninni frá. Vg kastar grímunni Í kosningunum 2009 boðuð Vinstri grænir að þeir væru alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB. Út á þessa stefnu fékk VG verulegt fylgi. Þeim tókst vel að setja upp sína grímu þá. Á núverandi kjörtímabili hefur VG svikið þetta rækilega og tapað rúm- lega helmingi af fylgi sínu. Á landfundi VG í síðasta mánuði var svo grímunni endanlega kastað. VG samþykkti að halda áfram aðlögun aðn ESB. Þannig hafa Vinstri grænir nú stofnað útibú frá Samfylkingunni. Hver hefði tyrúað því að Vinstri grænir gerðist ESB flokkur. Snjó kall inn skrif ar: ellert enn að Einn af öflugstu Sjálfstæðismönn-um Suðurnesja Ellert Eiríksson var að sjálfsögðu mættur á Landsfundinn. Hér er hann með konu sinni Guðbjörgu Sigurðardóttur. finnBogi mætt á marga Finnbogi Björnsson fyrrverandi oddviti í Garði hefur mætt á marga Landsfundi í gegnum tíðina. Finnbogi mætti að sjálfsögðu núna tilbúinn að berjast fyrir XD í kosningunum í apríl. ásmundur í Baráttu- hug Ásmundur Friðriksson hefur verið á fullu að undanförnu í baráttunni fyrir góðu gengi Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. Hann var að sjálfsögðu mættur á í Laugardalshöllina til að stilla saman strengina. Brosandi meirihluti Þeir voru brosmildir Einar Jón Páls-son og Gísli Heiðarsson úr Garðin- um enda komnir aftur í meirihluta í Bæjarstjórn Garðs. ungir sjálfstæðis- menn fjölmenntu Margt var af ungu hressu Sjálf-stæðisfólki á Landsfundi flokksins. Unga fólkið vill sjá breytingu á stjórn landsins. Hér eru þau Bjarki Ásgeirsson og Lilja Dögg Friðriksdóttir. ef það hreyfist Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður Sjálfstæðis-flokksins sagði á Landsfundi um stjórnunarhætti hinnar tæru vinstri stjórn. “Ef það hreyfist–er það skattlagt. Ef það heldur áfram að hreyfast–eru sett lög á það. Og ef það stoppar–er það sett á opinbera styrki. “ trú á framtíðina Þessar kosningar snúast um það eitt að fólkið í þessu landi öðlist trú á framtíðina, “ sagði Hanna Birna á nýafstöðnum Landsfundi Sjálf- stæðisflokksins. Skattahækkanir hefðu gengið það nærri fólkinu í landinu að það sjái vart vonarglætu. Skuldastaða heimilanna væri ekki viðunandi, margar fjölskyldur gætu ekki meira. öll í framBoði fyrir sjálfstæðisflokkinn Við erum öll í framboði. Við sem eigum sameiginlega drauma fyrir framtíð Íslands erum öll frambjóðendur flokksins. Við erum boðberar hugsjóna og fulltrúar frelsisins, “ sagði Hanna Birna á Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. „Árið 2013 verður ár nýs upphafs fyrir Ísland. “ sjö konur einn karl Á Landsfundi Sjálfstæðisflokks-insvar kosið í átta nefndir. Gott gengi kvenna vakti athygli, enn 22 konur hlutu kosningu og 18 karlar. Það voru svo 7 konur sem náðu formannssæti en aðeins 1 karl skipar formennsku. Sannarlega góður árangur kvenna hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Til viðbótar fékk svo Hanna Birna Kristjánsdóttir 95 % atkvæði í varafor- manns kjöri.

x

Reykjanes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.