Reykjanes - 07.03.2013, Síða 14

Reykjanes - 07.03.2013, Síða 14
14 7. mars 2013 Grindavík nemendur fá dýr í heimsókn Heimsóknir dýra í 5. P að undanförnu er liður í því að efla félagsfærni nemenda með því að skapa þeim tækifæri til virkrar þátttöku í skólastarfi. Eins er verið að leggja áherslu á að skapa jákvæðan skólabrag og góðan anda á meðal nemenda. Með þessu móti upplifa nemendur jákvæða samveru- stundir með gæludýrunum og finna fyrir væntumþykju sem smitast í hópinn. Þá gefst einnig tækifæri til að ræða þátt dýra í tengslum við nátt- úrufræði, samfélagsfræði og lífsleikni. Nýlega komu hvolparnir hennar Ástu Sigríðar í heimsókn. Þeir eru tveggja mánaða Cavilier tegund og aðeins tveggja mánaða. Þeir heita Karó, Tessí og Matti. Það var okkur afar ánægjulegt að fá gest sem heit- ir Matti eins og okkar ástkæri Matti húsvörður. Margt var líkt með þeim nöfnum þ. e. ljúfir og afar áhugasam- ir um nemendurna í kringum sig. Á næstunni munu þessir yndislegu hvolpar eignast ný heimili. (Heima- síða Grindavíkur) Grindavík 3. Bekkur í útikennslu Á þessu skólaári er fyrirkomu-lag smiðju þannig í Hópsskóla að 3. bekkur er í útikennslu í textíl, myndmennt og tæknimennt ásamt heimilisfræði. Hvert tímabil er sjö vikur og eru kennsustundir tvisvar í viku. Í útikennslu er lögð áhersla á að fræða nemendur í umhverfinu og fá þau til að ræða og skoða Grindavík og nærumhverfi barnanna. Við leiðum hugann að því hvað einkenni bæinn okkar og nánsta umhverfi hans, förum í heimsóknir og kíkjum á bryggjuna og fleiri staði. Einnig er farið í úti- kennsluverkefni nálægt skólanum þar sem unnið er með verkefni er tengjast stærðfræði og íslensku. Vinsælast er þó að fara út í hraunið og þar gerast ævintýrin hjá nemend- um. Í vikunni var farið í Kúadalinn. Í hrauninu þar deildi einn nemendi hópsins ævintýraveröld sinni og systur hans með okkur. Þarna töldu þau sig finna hella og ýmsar furðuverur. Álfa- rennibraut og álfakirkju og þarna var álfagolfvöllur. Í umhverfi eins og þessu fer hug- myndaflug nemenda á flug og allir hlutir verða svo merkilegir og nýtan- legir. Þessi grindvísku börn vorkenna börnum sem fá sjaldan tækifæri til að kynnast svona ævintýraheimi. (Heima- síða Grindavíkur) Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka Þú nærð tökum á sykursýkinni með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd. * Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og handhægur * "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla (calibrera) * Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl * Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L * Mæling tekur aðeins 5 sek. * Geymir 480 mælingar í minni * Hægt að tengja við tölvu blóðsykursmælir Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum Apótek Suðurnesja er opið Mánud. - föstud. 9:00-19:00 Laugardaga 14:00-18:00 Velkomin í lágt lyfjaverð í Apóteki Suðurnesja að kjósa um samning Við esB Á Landsfundi Vinstri grænna var rætt um Evrópumál-in. Ítrekuð var andstaða Vinstri grænna við inngöngu Íslands í Evrópusambandið en ákveðið að ljúka aðildarviðræðum og bera samn- inginn undir þjóðina í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þannig var ákveðið klára það ferli sem þingmenn vinstri hreyfingar- innar græns framboðs samþykktu að hefja á Alþingi 2009. Með því að samþykkja að setja að- ildarviðræðum ákveðinn tímafrest er þess krafist að fyrir liggi tímasett viðræðuáætlun svo hægt verði að sjá fyrir endann á aðildarviðræðunum. Í tillögunni var nefnt eitt ár og tekið mið af því að hægt yrði að taka afstöðu til aðildarsamnings samhliða sveitar- stjórnarkosningum 2014. Í tillögunni sem var samþykkt á Landsfundinum var einnig lagt til að Vinstri græn beittu sér fyrir því að niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslu yrði bindandi. Það er mikilvægt að umræðan um Evrópumálin festist ekki í kappræð- um andstæðra póla og því geta legið sóknarfæri í því að sjá endanlegan samning. Margir hafa reiknað með því að í samningi felist ýmislegt gott, jafn- vel það gott að það sé hægt að leggja að jöfnu við sjálfsákvörðunarrétt þjóðar- innar í ákveðnum málaflokkum. Með því að klára samningaferlið er hægt að fá úr því skorið og þannig meta kosti og galla þess sem "er í pakkanum". Vinstri græn boðuðu tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild fyrir síðustu kosningar. Í fyrri atkvæða- greiðslunni átti að kjósa um hvort þjóðin vildi hefja aðildarviðræður með tilliti til þeirrar stjórnskipun- ar og hugmyndafræði sem að baki sambandinu býr. Þessi krafa Vinstri grænna var ein þeirra sem varð að gefa eftir fyrir fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins. Þannig er einfaldlega vinna í stjórnmálum, málamiðlanir um stórt og smátt. Nýkjörinn formaður Vinstri grænna sagði í Silfri Egils um helgina að hún eigi ekki í neinum vandræðum með að vera á móti inngöngu í Evrópu- sambandið en leyfa samt sem áður samningaviðræður og þjóðaratkvæða- greiðslu. Katrín Jakobsdóttir veit að í lýðræðisþjóðfélagi eru sameiginlegar ákvarðanir þær ákvarðanir sem sátt skapast um. Hún benti einnig á að Norðmenn hefðu tvisvar sinnum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um samning, það hefðum við aldrei gert. Nýafstaðinn Landsfundur VG markaði tímamót í starfi hreyfingar- innar. Þar var kosin ný forysta sem stimplaði sig inn með því að horfa fram á veginn. Í ræðu Katrínar gaf hún fyrirheit um nýja tíma. Síðasta kjörtímabil fór í að bjarga ríkisfjár- málunum og nú er kominn tími til að bæta hag almennings–það verður megin verkefni Vinstri hreyfingar- innar græns framboðs á næsta kjör- tímabili. Inga Sigrún Atladóttir guðfræðingur skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.