Reykjanes - 21.03.2013, Qupperneq 6

Reykjanes - 21.03.2013, Qupperneq 6
6 21. mars 2013 Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsam- legar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð á mann 109.900 kr. ef bókað er fyrir 20. mars. Eftir 20. mars kostar heilsudvölin 121.900 kr. 7 daga heilsudvöl 14.-21. apríl Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring PÁSKATILBOÐ Grill sem endastSmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl.16 FULLT VERÐ 149.900 129.900 18,7 kw/h FULLT VERÐ 59.900 49.900 FULLT VERÐ 109.900 99.900 www.grillbudin.is 13,2 kw/h ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞEIM VÖRUM SEM ERU Á TILBOÐI Nýtt kortatímabil* * Á ekki við um öll kort veiðar á sæbjúgu Mars mánuður hefur verið nokkuð skrýtin, það gaf á sjóinn í 2 daga síðan kom bræla í hátt í viku og þegar henni lauk þá var kominn blíða og allir fóru á sjóinn. Fyrir bræluna þá var afli þeirra línubáta sem fóru á sjóinn ansi góður. Á meðan að þessari brælutíð stóð þá færðist loðnan yfir svæðið og þegar brælunni lauk þá má segja að afli línubátanna hafi hrunið niður. Það sem er kanski skrýtnast við þetta er að á meðan að afli línubátanna hef- ur verið mjög slakur eftir bræluna þá hefur afli handfærabátanna verið ansi góður. Eitt besta dæmið um þetta er smábáturinn Líf GK sem rær frá Sandgerði. Í allan vetur hefur Líf GK verið að róa á línu með 12 bala og hefur fengið allt uppí 3,1 tn á þá bala og það gerir um 260 kg á bala. Núna í blíðunni þá fór aflinn hjá Líf GK undir 100 kíló á bala. Báturinn hefur farið einn róður á handfærin og fékk í þeim róðri 2,8 tonn. Gríðarlegur fjöldi smábáta hefur verið að róa frá Sandgerði og mest- megnis handfærabátar. Og hafa þeir allir fiskað vel. Hérna skulum við kíkja á nokkra smábáta sem eru undir 10 BT að stærð. Fiskines KE var með 8,6 tn í 4, þar af 2,6 tn í einum róðri. Abby GK 5,5 tn í 4 og þar af 2,4 tn í einni. Í Grindavík var Hrappur GK með 7,5 tn í 4 og þar af 2,9 tonn í einni löndun. Af stærri smábátunum þá er það sama þar. Reyndar hefur Bjössa skip- stjóra á Staðarvík GK gengið nokkuð vel því báturinn hefur einbeitt sér að steinbít og fiskað vel. Er báturinn kominn með 19 tn í 6 róðrum. Maggi Jóns KE 19 tn í 5. Margir smábátanna eru komnir til Grindavíkur og allir neðantaldir bátar hafa verið að landa þar. Óli á Stað GK er með 26 tn í 5. Þórkatla GK 20 tn í 5, Hópsnes GK 26 tn í 5. Pálína Ágústdóttir GK 19 tn í 4. Muggur KE 12 tn í 3, Steini GK 12 tn í 4. Handfærabátar í þessum stærðar- flokki hafa fiskað vel. Gosi KE sem áður hét Fylkir KE er með 8,6 tn í 4 og þar af 3,2 tn mest í róðri. Hringur GK sem landar í Sandgerði er með 13 tn í 6. Siggi skipstjóri á Svölu Dís KE var búinn að vera á línuveiðum í febrúar fór í róður eftir bæluna og landaði 3,1 tonni. Skipti þá snarlega yfir á netin og er búinn að fá tæp 9 tonn í 2 róðrum síðan þá. Annars er aflaskipið Erling KE ekk- ert búið að landa í mars en á meðan þá hafa þeir fáu netabátar sem eru gerðir út héðan frá Suðurnesjunum mokfiskað. Happasæll KE er með 89 tn í 8 og þar af 19 tonn í einum róðri. Grímsnes BA 92 tn í 9 og þar af tæp 20 tonn í einni löndun. Maron HU 77 tn í 9. Birta SH sem landar í Sandgerði 56 tn í 6 og báturinn kom drekkhlað- in til hafnar í Sandgerði með öll kör og lestina kjaftfulla um daginn, sem reyndar vigtaði ekki nema 13 tonn. Reyndar landaði báturinn tvisvar deginum eftir um 16 tonnum sem fengust í aðeins 4 trossur. Keilir SI sem Hólmgrímur útgerðarmaður Grímsnes BA og Marons HU er með á leigu er með 59 tn í 8, mest tæp 14 tonn í róðri. Dragnótaafli hefur verið mjög góð- ur og strákarnir á Sigurfara GK hafa mokveitt og eru búnir að landa 168 tonnum í 9 róðrum og mest komið með tæp 30 tonn að landi. Þess má geta að þegar þessi orð eru skrifuð þá er Sigurfari GK aflahæstur drag- nótabáta í mars á landinu og er í harðri baráttu við útilegubátinn Jón á Hofi ÁR sem er komin með 166 tn í 2 löndunum. Aðrir bátar héðan eru með mun minni afla en Sigurfari GK. Örn KE er með 96 tní 7. Siggi Bjarna GK 76 tn í 5 og þar af 22 tn í einni löndun. Benni Sæm GK 62 tn í 5 og þar af 21 tonn í einni löndun. Farsæll GK 53 tn í 5, Arnþór GK 52 tn í 5. Njáll RE 33 tn í 3 og þar af 17 tonn í einni löndun. Línubáturinn Jóhanna Gísladóttir ÍS setti Íslandsmet í febrúar þegar að báturinn landaði 574 tonnum sem er mesti afli sem línubátur hefur landað á einum mánuði . Og bátuinn byrjar mars með látum því landað var út bátnum 153 tonnum sem er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi í einum róði. Er núna báturinn kominn með 257 tn í 2. Páll Jónsson GK er með 208 tn í 2 og þar af 116 tonn í einni löndun. Rækjuveiðar Nesfiskstogaranna ganga þokkalega en mikill fiskur er í afla skipanna sem er allur ekinn suð- ur til vinnslu . Berglín GK er búinn að landa 12 tonnum af rækju og 25 tonnum af fiski í 2 löndunum og Sóley Sigurjóns GK 26 tonnum af rækju og 36 tonnum af fiski. Og svo að lokum er rétt að fjalla hérna um veiðar sem við höfum ekki fjallað um hérna áður, en það eru veiðar á sæbjúgu. Í Sandgerði er sæbjúguvinnsla og tveir bátar hafa landað sæbjúguafla. Tungufell BA hefur landað 43 tonnum í 3 róðum í Keflavík og Drífa GK sem landar í Sandgerði hefur landað 35 tonnumí 4 róðrum mest 17 tonn í róðri. Þar um borð er skipstjóri sem er kanski mest þekktastur fyrir að vera mikill neta- skipstjóri og heitir sá maður Grétar Mar Jónsson. Það er hægt að skrifa marga pislta um hann og slaginn sem hann átti við í mörg ár við Óskar Þór- hallson fyrrum skipstjóra á Arney KE. Gísli R. Aflafréttirsuðurnesjamenn kunna að meta góða skó Hún er flott Skóbúðin að Hafnargötu 29 í Keflavík sem Reykjanes heimsótti nýlega. Við hittum fyrir Dalrósu Jó- hannsdóttur, en hú er annar eigandi verslunarinnar. Hún sagðist hafa keypt helmings hlut í skóbúðinni í ágúst í fyrra. Meðeigandi hennar, Hermann, hefur rekið búðina í 10 ár Dalrós segir Suðurnesjamenn vera góða viðskiptavini enda reynir verslun- in að bjóða uppá gott úrval af alls konar skóm. Hún segir að konur séu stærri hópur viðskiptavina en karlmenn séu meira og meira að átta sig á að Skóbúð- in er með gott úrval af herraskóm bæði spariskó og aðra. nefndi hún t. d. Ecco ásamt fleiri góðum merkjum. Starfsfólk Flugstöðvarinnar og Bláa lónsins not- færa sér góða þjónustu verslunarinn- ar. Dalrós sagði Skóbúðina vera mjög samkeppnisfær hvað varðaði verð. Gott úrval er einnig í búðinni af barnaskóm. Ég spurði Dalrósu hvort við eldri borgarar fengjum afslátt og sagði hún að það væri 10 % .

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.