Reykjanes - 21.03.2013, Síða 8

Reykjanes - 21.03.2013, Síða 8
8 21. mars 2013 gerðaskóli fær forláta trommusett Fyrir stuttu komu Lionsmenn færandi hendi í Gerðaskóla. Geirþrúður Bogadóttir svæðis- stjóri færði skólanum að gjöf forláta trommusett. Gjöfin er þakklætis- vottur til Gerðaskóla fyrir að hafa tekið á móti ungu fólki frá 11 lönd- um, en þau dvöldu hér í nokkra daga og skoðuðu sig um og fræddust um svæðið. Á Suðurnesjum eru starfani 8 Lions klúbbar og mættu fulltrúar þeirra í Gerðaskóla. Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri tók á móti gjöfinni, en Þorvaldur Hall- dórsson tónlistarmaður og fyrrverandi nemandi Gerðaskóla vígði trommu- settið við góðar undirtektir viðstaddra. Myllubakkaskóli söngleikjaÞema á árshátíð Árshátíðir eru nú haldnar á fullu í skólaunum. Reykjanes leit við á árshátíð Myllu- bakkaskóla s. l. föstudag. Þema há- tíðarinnar voru söngleikir. Allir bekkir skólans sýndu atriði og að auki var starfsfólk skólans með uppákomu. Hér var um að ræða alveg ótrúlega flotta sýningu að ræða, sem mikill sómi er að. Hér koma nokkrar myndir frá árshátíðinni. rokkheimur rúnars Um síðustu helgi var Safna-helgi á Suðurnesjum. Það er fjölbreytt úrval af söfnum á svæðinu og margt hægt að skoða. Reykjanes brá sér í Rokkheima Rúnars Júlíussonar. Gaman að skoða þetta merkilega safn. Forláta trommusettið. Geirþrúður Bogadóttir. skarphéðinn skólastjóri. Fulltrúar Lions klúbbanna. Ánægðir nemendur.

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.