Reykjanes - 21.03.2013, Side 10

Reykjanes - 21.03.2013, Side 10
21. mars 201310 sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur allra stétta Eftir Landsfund Sjálfstæðis-flokksins hefur verið reynt að draga upp þá mynd að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi fært sig langt til hægri. Flokkurinn sé hagsmuna- gæsluflokkur fyrir auðvaldið í landinu. Skattalækkanir séu aðeins fyrir hina tekjuháu og eignafólk. -Ásmundur hvernig svarar þú þessari gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn? Sjálfstæðisflokkurinn er stór og breiður flokkur. Á síðustu árum og ára- tugum hefur á bilinu 40% þjóðarinnar talið sig sjálfstæðismenn, kosið flokk- inn og fylgt honum að málum. Þessi 40% þjóðarinnar eru ekki auðmenn eða sérhagsmunahópur. Þetta er mest millistéttarfólk sem er með meðaltekj- ur og upp í góð laun, fólk sem er hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Ef flokka á fólk eftir skattþrepum sem ríkisstjórnin samþykkti þá eru með- allaun og hærri á bilinu 3-400 þúsund krónur. Þetta eru launin sem mikið af almennu verkafólki sem t.d. vinnur vaktavinnu er á. Fólk sem er að greiða af þessum launum á bilinu 130-160 þúsund krónur í opinber gjöld og fer í annað skattþrep sem milli- og hátekju- fólk. Íþyngjandi skattlagning dregur úr áhuga þessa fólks að vinna aukavinnu. Þessi hópur mun njóta betri kjarabót- ar með lækkuðum sköttum, eins og aðrir hópar. Með skattalækkunum má tryggja betur kaupmátt launafólks. Skjaldborg ríkisstjórnarinnar um fjármálastofnanir telur þennan hóp tekjuhátt eignarfólk og skattleggur það samkvæmt því mati. Þetta er fólkið sem stendur að stærstum hluta undir fylgi Sjálfstæðisflokksins síðustu ár og við viljum sannfæra það um að okkar leiðir komi heimilum og atvinnulífi sem best. Þetta er fólkið sem stendur undir fram- leiðsluatvinnugreinum þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta þar sem orð Jóns Þorlákssonar fyrsta formanns flokksins eiga enn vel við. „Þeir sem efla vilja eigin hag, verða fyrst að huga að þörfum annarra“. Sem betur fer eru líka hópar sem hafa mun hærri laun eins og best launuðu starfs- menn heilbrigðiskerfisins, sjómenn og sérfræðingahópar. Margt af því fólki hefur fylgt sér undir merki Sjálfstæð- isflokksins þar sem slagorðið stétt með stétt á enn vel við. Ég hef búið í Garðin- um í 4 ár. Hér búa á bilinu 1500 manns og meira en helmingur bæjarbúa hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn- arkosningum. Mér er ekki kunnugt um það það fólk teljist til auðvalds í landinu eða meira til hægri en gerist og gengur. Sem betur fer er góður hópur þessa fólks, fólk sem komið hefur ár sinni vel fyrir borð með dugnaði og ráðdeild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið með neina sérhagsmuna- gæslu fyrir þetta fólk. Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur allra stétta þar sem sérhagsmunir eru ekki valkostur. Ásmundur Friðriksson skipar 3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. hægri grænir, flokkur fólksins Landsfundur Hægri grænna 9. mars 2013 Samþykktar ályktanir Landsfundar Lykiláætlun XG # 1 Heimilin og fjölskyldan Í hnotskurn: • Neyðarlög sett fyrir heimilin og tryggja fjármálaöryggi fólksins í landinu. • Markaðslausn–Innköllun verð- tryggðra húsnæðislána. • Verðtrygging afnumin á húsnæðis – og neyslulánum með tímasettri og markvissri áætlun. • Lækkun á verðtryggðum húsnæðisl- anum allt að 45%. • Verðtryggð húsnæðislán færð niður í 278,1 stig sem var vísitala neysluverðs til verðtryggingar þann 1. nóv 2007. • Afnám stimpil- og uppgreiðslugjalda á fasteignalánum. • Lyklafrumvarpið að lögum en það leggst út á að lánveitandi sem veitir lántaka lán gegn veði í fasteign sem er ætluð til búsetu er ekki heimilt að leita fullnustu kröfu sinnar í öðrum verðmætum lántaka. • Kynslóðasáttin viðheldur þeirri ríku hefð að fjölskyldur búi í eigin húsnæði. • Kynslóðasáttin styrkir hag lántakenda ekki síður en lánveitenda. • Kynslóðasáttin er almenn leiðrétting, aðgerð án skattahækkana. • Kynslóðasáttin viðheldur greiðsluvilja og er vinnuhvetjandi. • Kynslóðasáttin fjölgar aðfluttum, heft- ir landflótta og styrkir fasteignamark- aðinn. • Lausnir í dvalarheimilismálum eldri borgara með aðkomu lífeyrissjóða. • Virkur leigumarkaður myndast með kynslóðasátt. • Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd (hugmyndir ASÍ). • Bjóða ný óverðtryggð húsnæðislán til allt að 75 ára. • Nægilegt framboð af félagslegu hús- næði fyrir tekjulágar fjölskyldur. • Koma í veg fyrir stéttskipt íbúa- mynstur og byggja upp kerfi með aðlaðandi húsnæðislausnum fyrir breiðan hóp landsmanna. • Húsaleiga sé í samræmi við félagsleg markmið um viðráðanlega leigu sem taki ekki skyndilegum hækkunum. • Reglur um útleigu séu gagnsæjar, hlut- lægar og komi til móts við hópa með sérþarfir. • Rekstur húsnæðis sé ábyrgur, hag- kvæmur og nútímalegur til að tryggja hátt þjónustustig fyrir alla íbúa á við- ráðanlegu verði. • Íbúar hafi tækifæri til þess að hafa áhrif á reksturinn. • Koma í veg fyrir að félagslega kerfið hafi neikvæð áhrif á samkeppnisað- stæður í öðrum hlutum húsnæðiskerf- isins. • Útgjöld hins opinbera verði viðráðan- leg að teknu tilliti til meginmarkmiða. • Félagslegt húsnæðiskerfi verði í fram- tíðinni haldbært. Stutt greinargerð, ítarefni á www. XG.is Fjármálaöryggi heimilanna verður sett í forgang og krefjumst við, Hægri grænir, flokkur fólksins að verðtryggingin verði með öllu afnumin af lánum til neytenda. Verðtryggingin kemur eins og þjófur að nóttu og er búin að valda gríðarlegu tjóni á eignastöðu íslenskra heimila. Ein mik- ilvægasta forsenda viðreisnar íslensks efnahagslífs er að afnema verðtryggingu lánasamninga til neytenda og tryggja réttláta niðurfærslu verðtryggðra hús- næðislána og gera kynslóðasátt. Íslenskir neytendur eiga að fá að búa við sambæri- leg lánakjör og umhverfi á lánamarkaði og neytendur í nágrannalöndunum. Hægri grænir, flokkur fólksins gerir það að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir stjórnar- samstarfi eftir næstu kosningar, að sett verði fram markviss og tímasett áætlun um afnám verðtryggingarinnar. Neyðarlög fyrir heimilin – Kynslóðasátt XG Hægri grænir, flokkur fólksins, ætlar að setja sérstök neyðarlög fyrir heimil- in. Með neyðarlögunum verður öllum verðtryggðum húsnæðislánum skuld- breytt og þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið). Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhaldinu yrði verð- trygging afnumin á neyslulánum, öllum nauðungaruppboðum hjá sýslumönn- um frestað á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð, sem er kölluð magn- bundin íhlutun og hefur m. a. bjargað bandaríska húsnæðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu. Í gunninn er það vaxtamismunurinn sem leysir þennan stóra vanda. Nýtt húsnæðislánakerfi– lægri óverðtryggðir vextir – 3,75% – 4% Hægri grænir ætla að koma upp nýju húsnæðislánakerfi sem veitir ný hús- næðislán til þeirra sem eru að kaupa sér íbúð eða hús í fyrsta eða annað skipti á 3,75%–4% óverðtryggðum vöxtum. Aðferðin er auðveld, en hún fellst í því að setja upp nýjan sjóð í Seðlabankan- um við hliðina á „Kynslóðasáttarsjóðn- um“ (sá sjóður er björgunarsjóður sem leiðréttir gömlu verðtryggðu lánin). Má segja að þessir óverðtryggðu vextir og vaxtamismunurinn, (Seðlabankinn lánar sjóðnum á 0,01% og sjóðurinn lánar út á hærri vöxtum) ganga til fólksins og fjölskyldnanna í landinu og nær fram ódýrari valkosti fyrir neytendur, m. ö. o. markaðsvextir eru niðurgreiddir án skattálagningar sem fólkið nýtur. Í dag renna vextirnir óskiptir m. a. til bank- anna (hrægammasjóðanna). Það er kominn tími til þess, að heimilin fái að búa við lánafyrirkomulag sem er sam- bærilegt og í nágrannalöndum okkar og fólkið í landinu sem með réttu hefur myntsláttuvaldið og þ. a. l. myntsláttu- hagnaðinn í gegnum Seðlabankann, nýti sér hann í eigin þágu og gefi það ekki frá sér eins og gert er í dag. Nýtt kerfi að danskri fyrir- mynd Hægri grænir, flokkur fólksins taka und- ir hugmyndir ASÍ að félagslegu húsnæð- isleigukerfi að danskri fyrirmynd. Um 4 þúsund íbúðir er í kerfinu eins og er en þörf er fyrir um 25 þúsund íbúðir. Húsnæðiskostnaður er allt of hár hjá stórum hluta þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að leiguverð yrði 29-43% lægra en á markaði í nýju kerfi þar sem 100 fer- metra íbúð á höfuðborgarsvæðinu sem metin væri á um 24.8 milljónir myndi leigjast út á 88 þús. kr. á mánuði.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.