Reykjanes - 21.03.2013, Qupperneq 12

Reykjanes - 21.03.2013, Qupperneq 12
21. mars 201312 Auglýsing um skipulagsmál í Grindavík Viðbót við auglýsingu sem birtist 1. mars 2013, útgáfunúm- er 2013004349, en þar er kynnt tillaga að breytingu á aðal- skipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030 vegna fráveitu frá Svarts- engi í Grindavík ásamt umhverfisskýrslu, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Við yfirferð skipulagstillögunnar gerði Skipulagsstofnun athugasemd. Bæjarstjórn hefur þegar brugðist við henni en með þessari auglýsingu er vakin athygli á að athugasemd Skipulags- stofnunar mun liggja frammi með tillögunni á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 í Grindavík, á vef bæjarins www.grindavik.is og hjá Skipulagsstofnun. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skrif- lega til forstöðumanns tæknideildar Grindavíkurbæjar eigi síðar en 12. apríl 2013. Grindavík 14. mars 2013, Ingvar Þ. Gunnlaugsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. alhliða bílaÞjón- usta hjá laghentum Í nóvember fyrir þremur árum hófu Laghentir við Iðjustíg 1 C í Reykjanesbæ starfsemi sína. Lag- hentir annast allar viðgerðir á bílum. Smurþjónusta, bílaviðgerðir, dekkja- þjónusta eða allt frá a til ö sem snertir bílinn. Við hittum á dögunum eigandann Guðmund Frey Valgeirsson. Hann sagði viðskiptin dafna vel. Bíleigend- ur kynnu vel að meta þeirra ágætu þjónustu. Laghentir bjóða upp á mjög hagstætt tímagjald. Hægt er að fá upp- gefið fast verð í viðgerðir bílsins. Lag- hentir eru með stóran lager hjá sér til að geta sem best sinnt bílunum. Að auki bjóða svo laghentir uppá bíla- flutningakerru til leigu. Eins sjá þeir um bílaflutninga hvert sem er, hvar sem þú ert. Hér á myndinni er Guðmundur með starfsmönnum sínum þeim Haraldi og Mariusz. kísill sem fæðubót Meðal þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref sem frumkvöðlar í Eldey frumkvöðlasetri á Ásbrú eru Fida Abu Libdeh og Burkni Pálsson en þau stofnuðu á síðasta ári fyrirtækið geoSilica í framhaldi af lokaverkefnum beggja við tæknifræðinám hjá Keili. Fyrirtækið, sem mun sérhæfa sig í vinnslu á kísil sem næringarefnis, fékk í haust styrk frá Tækniþróunar- sjóði sem tryggir því rekstur næstu þrjú árin. Lokaverkefni Burkna fjallaði um aðferðir við hreinsun kísils sem fell- ur út úr heitum jarðsjó við kólnun, en Fida rannsakaði áhrif kísils sem næringarefnis og m. a. hvernig hann virkar á bakteríur. Þar kom í ljós að kísillinn hefur hemjandi áhrif á bakt- eríur en áður hafði verið talið að saltið í heitum sjó væri orsakavaldurinn. Þó ekki sé enn vitað hvað það er í kísl- inum sem veldur þessari virkni þá er ljóst að hann býr yfir sömu eiginleik- um og mörg sótthreinsandi efni. Þegar Fida fór að ræða við Burkna um kísil sem næringar- og fæðubótarefni og hve mikil verðmæti væru í hreinum kísil, komu þau fljótt auga á möguleik- ana sem felast í vinnslu kísils úr af- fallsvatni jarðhitavirkjana á svæðinu. Vatnið frá þessum virkjunum rennur nú óhindrað í sjó eða er dælt aftur niður í jörðina án þess að nokkur sé að nýta það. Álitlegasti kosturinn var vatn frá Hellisheiði vegna efnasam- setningar þess. Þau settu sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur sem sýndu verkefninu strax mikinn áhuga þar sem um var að ræða nýtingu á vatni sem þeir þurfa að hafa mikið fyrir að losa sig við. Í kjölfarið fengu þau viljayfirlýsingu frá OR um samstarf og að þau fái að nýta affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun að vild. Til við- bótar fá þau að nýta afgangs varma frá virkjuninni við að forvinna vatnið áður en það er flutt á vinnslustað. Algjör nýjung „Þessi aðferð við kísilvinnslu er algjör nýjung og skapar okkur hjá geoSilica mikla sérstöðu, þar sem hvergi annars staðar í heiminum er verið að hreinsa kísil á náttúrulegan hátt. " segir Burkni. Venjan hafi hingað til verið að nota ýmis efnasambönd til að vinna kísil úr jarðvegi og bergi. Fida segir að menn séu fyrst núna að átta sig á þessum undraverðu eiginleikum kísils sem fæðubótaefnis á líkamann og ekki síður til útlosunar óæskilegra efna sem hlað- ast upp í líkamanum. Einnig er talið að kísill geti komið í veg fyrir ýmis önnur vandamál s. s. beinþynningu og mjög sennilegt að fleiri kostir efnisins komi í ljós fyrr en síðar. Fyrsti starfsmaðurinn ráðinn Fyrirtækið hefur síðan í haust leigt aðstöðu hjá Eldey frumkvöðlasetri og þar er nú verið að leggja lokahönd á standsetningu iðnaðarrýmis fyrir starfsemina. Fyrsti starfsmaðurinn hefur verið ráðinn en það er Hanna Ragnheiður Ingadóttir sem mun sinna verkefnastjórn í vöruþróun. Fyrsta vörutegundin, fæðubótarefni úr kísil, er nú á prófunarstigi og eru þau nú þegar með aðra vöru á teikniborðinu en það er steinefnaríkur næringar- drykkur. Fida og Burkni segjast finna fyrir miklum meðbyr hjá fyrirtækj- um og einstaklingum á svæðinu og eru mjög þakklát fyrir allan stuðning sem þau hafa fengið við fyrstu skref- in. Og þó svo að vatnið sé aðfengið sé stefna geoSilica að hafa starfsem- ina á Reykjanesi, leita ekki langt yfir skammt og nýta alla þá þjónustu sem svæðið hefur upp á að bjóða. Framund- an er standsetning vinnslulínu sam- hliða vöruþróun og markaðssetningu á netinu þar sem sigtað er á stærstu söluaðilana. Markmiðið er svo að vera komin af stað með framleiðslu á árinu og fyrstu vöruna í sölu á seinni hluta þessa árs. (Heimasíða Kadeco) Í Grindavíkurbæ eru 13 einbýlishús, 5 parhús og atvinnuhúsnæði í byggingu og töluverð eftir- spurn eftir lóðum. Dæmi um lausar lóðir: Einbýlishúsalóðir í Efrahópi og Austurhópi. Raðhúsalóðir í Norðurhópi og Miðhópi. Jafnframt eru lausar fjölbýlishúsalóðir, atvinnu- húsnæðislóðir og verslunar- og þjónustulóðir. Dæmi um einbýlishúsalóð í Grindavík, Efrahóp 7: Stærð lóðar 890m2 og bygginga- reitur 325m2. Gatnagerðargjöld og bygginga- leyfis- og þjónustugjöld samtals 3,5 millj. kr. Nánari upplýsingar gefur byggingafulltrúi í síma 420 1100. www.grindavik.is Grindavík er 2850 manna bær sem hefur vaxið hratt í seinni tíð og er aðeins í 50 km fjarlægð frá Reykjavík. Hér eru ýmis atvinnutækifæri í sjávarútvegi, þjónustu og ferðaþjónustu. Hér er vel hlúð að leikskólum og grunnskóla. Grindavík er vinsælasti ferðamannastaður landsins enda Bláa lónið í anddyri bæjarins. Grindavík er fjölskylduvænn bær og státar af kraftmiklu íþróttastarfi allt frá yngri iðkendum og upp í þá eldri. Hér er glæsilegur 18 holu golfvöllur. Mannlíf í bænum er fjölskrúðugt og öflugt, bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti er okkar stolt, hér líður okkur vel. Sjá nánar á www.grindavik.is og www.visitgrindavik.is • grindavik@grindavik.is Ertu að leita að lóð á hagstæðu verði? lodarauglysing:Layout 1 4.5.2012 11:20 Page 1 OPNUNARTÍMI mánudaga - föstudaga 07:00-18:00 laugardaga 08:00-16:00 sunnudaga 09:00-16:00 Sigurjónsbakarí - Hólmgarði 2 - 230 - Reykjanesbæ NÝ BÖKUÐ BRAUÐ ALLA DAGA VERIÐ VELKOMIN Í SIGURJÓNSBAKARÍ HÓLMGARÐI

x

Reykjanes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.