Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 4

Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 4
4 11. apríl 2013 nú er komið að uppbyggingu Eitt stærsta verkefni ríkisstjórn-arinnar á liðnu kjörtímabili var að reisa ríkisbúskapinn úr rústum hrunsins. Ógöngur í ríkisfjár- málum voru ekki eingöngu afleiðing hruns fjármálakerfisins og efnahags- lífsins, sem kostaði ríkissjóð hundruð milljarða. Óstjórn og ábyrgðarleysi í aðdraganda hrunsins áttu ekki minni hlut að máli þar sem skattalækkanir útrásaráranna grófu undan möguleik- um ríkissjóðs á að takast á við efna- hagsleg áföll. Það er skemmtileg tilhugsun að geta gefið fólki peninga úr ríkissjóði og lækkað skatta umtalsvert. Staðreyndin er þó sú að grunnstoðir samfélagsins hafa þurft að blæða fyrir niðurskurðinn síðustu ár og ef við ætlum áfram að búa við öflugt stuðningsnet fyrir þá sem höllum fæti standa þarf að bæta verulega í framlög til heilbrigðis- og menntamála m. a. með hækkuðum launum og setja aukið fé í almanna- tryggingarkerfið. Ef sú uppbygging á að fara fram er ekki hægt að lækka skatta umtalsvert eða taka hundruð milljóna úr ríkissjóði í önnur verkefni. Vinstri græn vilja nýta þann árangur sem nást hefur í ríkisfjármálum. Með óbreyttri stefnu mun svigrúmið sem skapast á næsta kjörtímabili verður upp á 50-60 milljarða með aukinni lands- framleiðslu og með auknum tekjum af auðlinda- og umhverfisgjöldum. Forsendur eru að verg landsframleiðsla vaxi að jafnaði um 2,5% á ári og að verðlagsbreytingar verði sömuleiðis 2,5% að jafnaði á ári. Tekjur af núver- andi sköttum aukist um 0,5% umfram breytingar á vergri landsframleiðslu án breytinga á skatthlutföllum. Tekjur af auðlinda- og umhverfisgjöldum hafi í lok tímabilsins hækkað um 30 milljarða króna. Útgjöld ríkisins hækki um 2,5% á ári umfram verðlagsbreytingar. Frekari niðurskurðaraðgerðir við núverandi efnahagsaðstæður gætu orsakað nýja kreppu. Ef skattkerf- inu yrði breytt á þann veg að tekjur ríkissjóðs lækkuðu, yki það á halla ríkissjóðs sem enn myndi auka á vaxtakostnað og koma í veg fyrir uppbyggingu velferðarþjónustunnar. Ákvarðanir í ríkisfjármálum á næsta kjörtímabili snúast því um hvort það svigrúm sem skapast hefur eigi að nota til samfélagslegrar uppbyggingar eða til skattalækkunar fyrir þá sem hæstar tekjur hafa í samfélaginu. Að við ákvörðun um aukningu á út- gjöldum verði almannaheill og velferð höfð að leiðarljósi. Eftir erfið niður- skurðarár er réttlátt að það svigrúm sem hefur skapast sé nýtt í sameig- inlegan rekstur velferðarþjónustunn- ar. Rík samstaða er um að efla þurfa heilbrigðisþjónustu og menntakerfi til hagsældar fyrir þjóðina. Það verður að- eins gert með því að setja þau málefni í forgang ríkisfjármálaáætlunar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill með þessum ábyrga hætti tryggjum við jöfnuð og almannaheill. Inga Sigrún Atladóttir skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Arndís Soffía Sigurðardóttir skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. íslandsmeistarar í 8. Flokki Grindavík laut geFur út bækling um upp- byggingarsteFnuna Uppbyggingarteymið á leik-skólanum Lautinni hefur gert nýjan og fínan bækling sem er ætlaður til kynningar á Uppbyggingar- stefnunni bæði fyrir foreldra og nýja starfsmenn. Þar er farið yfir ýmislegt en leiðarljósið er að vera samstilltur og jákvæður starfsmannahópur á Laut, vinna saman í sátt og virða skoðanir annarra. sjálFstæðismenn í sóknarHug Sjálfstæðisflokkurinn opnaði kosn-ingaskrifstofu sína í Reykjanesbæ s. l. laugardag. Skrifstofan er á Brekkustíg 39. Fullt var út úr dyrum við opnina. Ragnheiður Elín Árna- dóttir oddviti Sjálfstæðismanna flutti hvatningaræðu. Árni Þór Guðjónsson söng frumsamið baráttulag við góðar undirtektir. Það er alveg á tæru að það er mik- ill sóknarhugur í Sjálfstæðismönnum á Suðurnesjum. Hér á svæðinu geta menn ekki hugsað til þess að vinstri stjórn verði áfram við völd á næsta kjörtímabilið. Það eina sem getur komið í veg fyrir vinstri stjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosn- ingu. lið Keflavíkur í 8. flokki stóð uppi sem íslandsmeistari á dögunum. Strákarnir unni Fjölni í hreinum úrslitaleik. arndís Soffía Sigurðardóttir. Inga Sigrún atladóttir.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.