Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 8

Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 8
8 11. apríl 2013 Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ já, eF við veljum Flokka til alþingis sem eru einHuga um verkeFnið! Staðreyndir um fylgi við verkefnið: Aðeins Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn hafa verið einhuga um þetta á fráfarandi Alþingi. Ekki hef- ur skort á vilja og áhuga flestra Sam- fylkingarmanna innan héraðs en þeir mega sín lítils innan Samfylkingar og hafa reyndar sumir sjálfir misstig- ið sig í ákvörðunum um hækkun á flutningskostnaði raforku sem hefur enn frekar tafið samninga Hs orku og Norðuráls. Samfylking hefur ekki verið einhuga á þingi um þetta mál. Björt framtíð og Vinstri græn hafa lýst sig andvíg álverum! Kaldar staðreyndir um helstu tafir: • Efnahagshrun og þörf á endur- skoðun samninga við orkufyrirtæki, ágreiningur þessara aðila í kjölfar þess sem endaði í gerðardómi. • Tafir á virkjanaleyfum en menn muna stjórnsýslutafir eins ráðherr- ans á mjög viðkvæmum tíma fyrir orkufyrirtækin, • Tafir á lagningu raflínu um Suðurnes, en það mál situr nú fast í höndum enn eins ráðherrans. • 20% hækkun á flutningskostnaði sem álverið þarf að borgara fyrir frá virkjunum, undirrituð af enn öðrum ráðherranum, • Tafir á afgreiðslu styrkja til hafnar- gerðar og ekkert frumvarp undirbú- ið frá ríkisstjórn hvað þá lagt fram um Helguvík þrátt fyrir að slíkt sé gert um Bakka. • Að lokum viðhorf Landsvirkjunar um að nota eigi orku til að selja beint til útlanda eins og gámafisk fremur nota hér heima í framleiðslu. Við þurfum að velja stjórn sem er hlynnt þessu. Nú er tækifærið að koma! Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ . bjartari tími Framundan Að Helguvíkurverkefnin skuli ekki vera komin í gang fyrir lögnu er stórslys. En ég tel bjartari tíma framundan, með nýrri ríkisstjórn undir forystu Framsóknar mun hagur Helguvíkur vænkast. Þau verða að vera meðal fyrstu mála sem tekin eru fyrir til atvinnusköpunar. Þegar mörg þús- und vinnufúsar hendur sitja iðjulausar og draga fram lífið á bótum, verður að grípa öll tækifæri á til atvinnusköpun- ar. Vinnan skapar vöxtinn sem tryggir velferðina. Silja Dögg, fulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ í Atvinnu og hafnarráði, er í er í öðru sæti Framsóknar í Suður- kjördæmi. Ég veit að Silja Dögg mun vinna að því koma Helguvíkurverkefn- unum í gang hún er vel inní málunum. Til þess þarf hún stuðning það gerist ekki öðruvísi en að að setja X við B lista Framsóknarflokksins þann 27. apríl. Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi í Sandgeðri og frambjóð- andi Samfylkingar í Suðurkjördæmi stuðningur Hjá samFylkingunni Ég síðustu tvö ár eða svo hef ég alltaf svarað því játandi þegar ég hef verið spurður um það hvort að ég telji að álverið í Helguvík komist af stað. Það hefur hins vegar dregist lengur en ég vonaðist til og hefur mátt áætla út frá yfirlýsingum þeirra sem að málinu koma. Ég hef enn þá trú að upp- byggingin verði kláruð og framleiðsla muni hefjast í álverinu á næstu árum. Sem fyrr er stuðningur við verkefnið hjá Samfylkingunni en þó rétt að taka fram það eru ekki stjórnmálamenn sem tefja það að orkusölusamningar verði kláraðir. HeFst Framleiðsla í álverinu í Helguvík á næsta kjörtímabili? U ppbygging álversins í Helguvík gengur hægt. Flestir Suðurnesjamenn vona að meiri kraft-ur komist í framkvæmdirnar og starfsemi hefjist sem fyrst. Það myndi verða mikil lyftistöng fyrir samfélagið hér og reyndar landið allt. Reykjanes leitaði til nokkurra frambjóðenda í Al- þingiskosningunum og bæjarfulltrúa og bað þau að svara eftirfarandi spurningu. Hefst framleiðsla í álverinu í Helguvík á næsta kjörtímabili? Ragnheiður Elín Árnadóttir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins vilji er til staðar Hjá okkur sjálFstæðismönnum Ég ætla að leyfa mér að vera bjart-sýn og fullyrða að svo verði, í það minnsta ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að nýrri ríkisstjórn eftir kosn- ingar. Fyrir síðustu kosningar slóg- um við sjálfstæðismenn táknræna skjaldborg um álverið í Helguvík þar sem nokkur hundruð manns komu saman á byggingarstaðnum til sam- stöðufundar. Það sorglega er að við getum nánast endurtekið leikinn nú fyrir þessar kosningar þar sem þessi fjögur ár hafa algerlega farið forgörðum eins og allir vita. Ástæð- urnar eru margar, en ekki síst þær að ekki hefur ríkt einhugur um þessa framkvæmd innan ríkisstjórnarinnar og hefur umhverfisráðherrann m. a. lýst sig andvíga þessari framkvæmd. Ég trúi því að ef allir leggjast á eitt, fyrirtækin sem um ræðir, ríkisvaldið, sveitarfélögin og íbúarnir á svæðinu þá munum við sjá þessa framvæmd rísa fyrr en síðar. Til þess þarf raun- verulegan vilja og raunverulegan stuðning, ekki sýndargjörninga. Ég lofa því að sá vilji er til staðar hjá okkur sjálfstæðismönnum og alger einhugur í okkar röðum um þessa mikilvægu framkvæmd. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í Reykjanesbæ það vona ég En það er ekki í höndum okkar sveitastjórnar- eða alþingismanna að ganga frá þessu máli. Hér er um að ræða samning á milli 2 aðila, HS Orku og Norðurál og fyrirtækin þurfa að ná saman. Þar liggur vandinn. Að halda því fram að ríkistjórn eða sveitastjórn hafi hér áhrif er eintóm sýndarmennska sem því miður margir á Suðurnesjum halda fram. Við gátum klárað málið þegar við áttum „alla Hitaveituna“ en eins og allir vita að þá seldu sveitarfélögin gullpottinn og því hafa þau engin áhrif í dag. Það er of auðvelt að kenna öðrum um vandann. Svar N-listans í Garði aðeins stend- ur á orku- samningum Ef samkomulag næst um orkuöflun og orkuverð á milli Norðuráls og HS orku, OR og Landsvirkjunar fer upp- byggingin á fulla ferð. Nánast allt sem þarf til þess að ál- verið í Helguvík geti farið af stað er til staðar, s. s. umhverfismat, skipulag og fjárfestingarsamningar og línulagnir eru í farvegi. Aðeins stendur á orku- samningum en um leið og samningar nást um orkuöflun og orkuverð á milli Norðuráls og HS orku, OR og Lands- virkjunar fer uppbyggingin á fulla ferð. Jónína Hólm.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.