Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 11

Reykjanes - 11.04.2013, Blaðsíða 11
1111. apríl 2013 svik samFylkingar Málefni Helguvíkur voru til umræðu á síðasta bæjar-stjórnarfundi Reykjanes- bæjar. Árni Sigfússon lagði fram eftirfar- andi bókun bæjarfulltrúa sjálfstæðis- og framsóknarmanna: Það eru íbúum Reykjanesbæjar gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa verið gætt jafnræðis á milli stuðnings við Helguvík og Bakka eins og lofað hafði verið af forystumönnum Sam- fylkingarinnar, annars ríkisstjórnar- flokksins, þegar frumvarp um Bakka var lagt fram fullskapað á þingi. Við það tækifæri var fullyrt að slíkt frumvarp hafi einnig verið í undirbúningi um Helguvík í heilt ár. Með sérstakri bókun á síðasta bæj- arstjórnarfundi sögðu bæjarfulltrú- ar Samfylkingarinnar vinnubrögð um Helguvík dæmi um „vandaðan undirbúning og þrotlausa vinnu þingmanna Samfylkingarinnar. “ Þeir vísuðu einnig í skýrar yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar um að jafnræði skuli gilda á milli iðnaðar- svæða og landsvæða. “ Í ljós hefur komið að ekkert frum- varp var í smíðum hjá ríkisstjórninni sem snéri að Helguvík. Þetta verða forsvarsmenn Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að skýra fyrir bæjarbúum. Miðað við frumvarpið um Bakka þýddi þetta fjárstyrki til Helguvíkur er varða hafnarframkvæmdir, lóða- gerð, vegagerð og þjálfunarstyrki fyrir á fjórða milljarð króna. Þrátt fyrir yfirlýsingar um „jafn- ræði“ var ekkert frumvarp um Helguvík lagt fram af ríkisstjórninni og síðar komið í ljós að ekki er sam- staða um verkefni í Helguvík innan ríkisstjórnarinnar. Tilraunir núverandi fjármálaráð- herra til að hreyfa við málinu á síðustu dögum þingsins voru virðingarverð- ar en höfðu greinilega engan hljóm- grunn hjá þessari ríkisstjórn. Til máls tók Friðjón Einarsson er lagði fram eftirfarandi bókun: Málþóf minnihluta á alþingi hefur því miður tafið góð verkefni nú á síð- ustu dögun þingsins. Samt sem áður liggur fyrir vilji ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að jafnræði skuli ríkja á milli Bakka og Helguvíkur. Fjölbrautarskóli Suðurnesja Hörkukeppni í starFsHlaupi Föstudaginn 22. mars fór Starfs-hlaup FS fram í 19. sinn en þessi keppni fór fyrst fram árið 1994. Fyrir þá sem ekki þekkja starfs- hlaupið þá reyna nemendur með sér í n. k. boðhlaupi þar sem keppt er í flestum þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann auk ýmis konar þrauta. Að þessu sinni kepptu fimm lið í hlaupinu en í hverju liði eru nokkrir tugir keppenda. Fyrir hverju liði fara tveir fyrirliðar sem koma úr hópi væntanlegra útskriftarnemenda. Keppnin var geysispennandi í ár og úrslitin réðust ekki fyrri en í síðustu þrautunum. Þó Starfshlaupið fari alltaf fram síðasta kennsludag fyrir páska er það farið að hafa nokkurn aðdraganda. Í ár var nokkrum sinnum keppt á sal í hádeginu síðustu vikurnar fyrir keppnina sjálfa. Þar var m. a. keppt í þrautakeppni, bekkpressu og Sing Star. Liðin taka stigin síðan með sér í sjálft Starfshlaupið. Alltaf verða einhverjar breytingar á þrautum milli ára og að þessu sinni var FIFA 13 tölvuleiknum bætt við og vakti mikinn fögnuð. Keppnin sjálf byrjaði í Íþróttahúsinu þar sem keppt var í reiptogi, badmint- on, stultuhlaupi og fleiri greinum. Síð- an var synt, hjólað og hlaupið en að því loknu þeystu keppendur inn í skólann þar sem liðin hlupu milli kennslustofa og leystu verkefni auk þess að leysa ýmsar þrautir á göngum. Keppnin end- aði síðan á sal þar sem liðin dönsuðu, léku o. fl. Eins og áður sagði var keppnin mjög jöfn að þessu sinni. Að lokum fór svo að Appelsínugula liðið vann en Gula liðið kom þar rétt á eftir og hin liðin voru ekki langt á eftir. Það var því App- elsínugula liðið sem hlaut Starfshlaups- bikarinn og pítsuveislu í verðlaun. Sjá má úrslit í einstökum greinum neðst í fréttinni. Umsjónarmenn Starfshlaupsins eru íþróttakennararnir Gunnar Magnús Jónsson og Kristjana Hildur Gunnars- dóttir (Kiddý) og eiga þau sannarlega hrós skilið fyrir skipulagningu og framkvæmd hlaupsins. Þá er ekki síður ástæða til að óska fyrirliðum allra lið- anna til hamingju með frammistöðuna og þeirra vinnu. Síðast en ekki síst eru það auðvitað allir þátttakendur sem taka þátt í að gera þennan dag jafn skemmtilegan og hann er. Við óskum sigurvegurunum til ham- ingju og öllum liðunum fyrir þátttök- una og drengilega keppni. Vonandi hafa svo allir farið ánægðir og glaðir í páskafríið og koma frískir til leiks eftir páska. (Heimasíða FSS) www. reykjanesblad.is Líf án streitu - lærðu að njóta lífsins Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt tækifæri til að taka upp nýjar og skynsam- legar leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn. Innifalið: Ljúffengur og hollur matur, skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Einnig nudd og val um ýmsar meðferðir. Verð á mann: 109.900 kr. Ath. Einungis 2 pláss laus. 7 daga heilsudvöl 14. - 21. apríl Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á vefsíðunni www.hnlfi.is - berum ábyrgð á eigin heilsu Aukadagur fyrir þá sem vilja lengja dvölina er 9.900 kr. pr. sólarhring bjarni leiðir lista regnbogans Bjarni Harðarson bóksali og Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni leiða J lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Baráttumál framboðsins eru fullveldi Íslands, sjálfbær þróun, mannréttindi, félagshyggja og bætt lífskjör. Frambjóðendur Regnbogans vilja að aðlögunarviðræðum Íslands að ESB verði hætt. Fyrstu fimm sæti framboðsins eru þannig skipuð: 1. Bjarni Harðarson bóksali 2. Guðmundur S. Brynjólfsson rithöf- undur og djákni 3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir bókari 4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir meðferðarfulltrúi 5. Jónas Pétur Hreinsson iðnrekstrar- fræðingur Í tilkynningu segir að Regnboginn sé ekki stjórnmálaflokkur heldur kosn- ingabandalag framboða. Regnboginn segist vilja vinna að því með öðrum að afnema verðtryggingu og leiðrétta húsnæðislán. Auglýsingasíminn er 578 1190–Netfang: auglysingar@fotspor.is. BERIÐ SAMAN VERÐ OG GÆÐI Grill sem endastSmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl.16 www.grillbudin.is 59.900 FULLT VERÐ 59.900 49.900 109.900 YFIR 40 GERÐIR GASGRILLA OG 20 GERÐIR KOLAGRILLA 10,5 kw/h 13,2 kw/h

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.