Reykjanes - 11.04.2013, Side 12

Reykjanes - 11.04.2013, Side 12
11. apríl 2013 Framundan Hjá Febs. Léttur föstudagur 12. apríl kl. 14: 00 á Nesvöllum. Veruleiki draumanna. Framsagnahópur Hæðagarði. Léttur föstudagur 19. apríl kl 14: 00 á Nesvöllum. Eldeyjarkórinn. Miðvikudagur 24. apríl kl 20: 00 (Síðasti vetrardagur) á Nesvöllum. Harmonikkudansleikur. Miðaverð kr.1000. Sunnudagur 28. apríl kl.15: 00 í Eld- borg. Vorhátíð eldri í Grindavík. 12 Laghentir ehf - Iðjustíg 1c - Reykjanesbæ (í sama húsi og SS Bílaleigan, ekið inn frá Íslandsbanka) Sími: 456-7600 - Gsm: 861-7600 - www.laghentir.is Opið alla virka daga frá 8:00 til 18:00 Teiknistofan Rúm Okkar sérsvið er m.a: • Gerð aðaluppdrátta og tilheyrandi deiliuppdrátta • Uppsetning og vinnsla með BIM • Ráðgjöf og þarfagreining vegna framkvæmda • Gerð kostnaðaráætlun • Eftirlit og stjórnun framkvæmda email: Teiknistofa@gmail.com / Álfholt 26 / 220 hafnarfjörður / Sími 662-8904 bætum Hag eldri borgara Sjálfstæðisflokkurinn fer fram með skýra stefnu um lækkun skatta á næsta kjörtímabili enda eru skattalækkanir lykilatriði til þess að efla atvinnulífið og bæta hag heimilanna. Þessi stefna fer vel saman við skýran vilja Sjálfstæðismanna að hlúa vel að þeim sem eldri eru. Tryggja ber eldri borgurum val um búsetu eftir vilja og þörfum hvers og eins. Gera verður eldri borgurum mögulegt að eiga sjálfstætt líf á eigin heimili sem lengst og tryggja þarf að- gengi að þeirri þjónustu sem þörf er á. Þau sem mótuðu samfélagið eiga að fá að njóta þess þegar þau hafa hætt störfum og byrja að njóta lífsins. Bjóða verður upp á fjölbreytt rekstr- arform, í rekstri heilsugæslunnar, í heimaþjónustu og á dvalarheimilum/ hjúkrunarheimilum sem byggja á þjónustusamningum við hið opinbera. Saman geta þessir þættir myndað öfl- uga heild í hverju héraði sem mun auka atvinnutækifæri og þjónustu íbúum landsbyggðarinnar til heilla Afnema þarf þær tekjutengingar og skerðingar sem núverandi ríkisstjórn setti á 1. júlí 2009. Eldri borgarar eiga að geta fengið greitt úr lífeyris- sjóði án þess að greiðslur þeirra frá Tryggingstofnun skerðist, hafa frelsi til að ráðstafa eignum sínum og vinna fyrir sér meðan þrek leyfir. Rétt forgangsröðun er það sem þarf sem samfara eflingu atvinnulífsins og nýjum leiðum í rekstri ríkisins mun auka lífsgæði okkar allra. Tillögur okkar Sjálfstæðismanna ganga út á að um leið og öllum verði tryggðar lág- markstekjur til lífsviðurværis þess verði gætt, að ekki sé dregið út hvatanum til sjálfsbjargar og möguleikum aldraðra og öryrkja til að bæta kjör sín. Það er frumréttur einstaklingsins sem ekki má ganga gegn. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu leggja sig fram við að bæta hag aldraða og öryrkja ásamt því að efla landsbyggðina. Vilhjálmur Árnason. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. ný íslensk mynt –Stórir ávinningar fyrir land og þjóð Vangaveltur hafa verið um hvað best er að gera í gjaldmiðils-málum. Með því að taka ein- hliða upp gjaldmiðil annars ríkis þá þurfum við að kaupa hann, gjaldeyri með gjaldeyri, sem við eigum ekki og svo misstum við stjórn á peninga- málum okkar til þess ríkis, sem ætti myntina. Ef við gengjum í ESB til þess að taka upp evruna, þá glötuðum við einnig stjórn á peningamálum okkar auk margvíslegrar forsjár margra eigin mála, en Ísland er ekki í neinni stöðu að uppfylla skilyrði evruaðildar í bráð þótt við vildum. Eigum við því að halda í gömlu krónuna? Hún hefur bæði sína kosti og galla. Í stórum dráttum eru kostirnir sveigjanleiki en gallarnir óstöðuleiki. En er til önnur lausn? Staðreyndir Það er staðreynd að Bandaríkjadalur er í mjög sérsakri stöðu með því að vera notaður í yfir 90% heimsviðskipt- anna og vera varagjaldeyrisforði flestra ríkja veraldar. Einnig er að mesti partur skulda íslenska ríkisins og stórfyrirtæja er í Bandaríkjadölum, að innflutt hrá- vara s. s. bensín, olía og ál er í dölum og að sala á raforku, áli o. fl. er einnig í dölum. Ríkisdalur XG–Hægri grænir, flokkur fólksins, vill taka hér upp nýja íslenskan lög- eyri, sem hann kallar ríkisdal og tengja hann við Bandaríkjadal, dal á móti dal. Gengið gagnvart öðrum gjaldmiðlum fylgdi þá gengi Bandaríkjadals, en með þessu öðluðumst við æskilegan gengisstöðugleika og héldum á sama tíma eigin stjórn peningamála. Með slíkri nýrri íslenskri mynt gæfist sveigj- anleiki til ýmissa hagfelldra aðgerða eins og afnáms verðbólgumarkmiða Seðlabankans, afnáms almennrar verðtryggingar neyslu, húsnæðis og námslána, gjaldeyrishafta og minnk- un lánsgjaldeyrisvaraforða Seðlabank- ans, sem kostar sórfé í vexti. Stjórn á stýrivöxtum væri ennþá hjá okkur, en hefði nú virkileg áhrif með því að koma samhliða á stóraukinni bindiskyldu og útlánaþaki á viðskiptabankana og ná þá sjórn á peningamagni í umferð. Þannig hefði Seðlabanki Íslands í fyrsta sinn í sögunni þau tæki og tól, sem hann þarf til þess að hafa fulla stjórn á pen- ingamálum þ. m. til að takast á við verðbólguna með árangri. Snjóhengjur og vogunarsjóðir Með hinum nýja lögeyri þyrftu eigend- ur þ. m. t. íslenskir eigendur íslenskra króna erlendis að koma með þær heim til að skipta yfir í ríkisdalinn ellegar týna þeim. Þrotabúum föllnu bank- anna, eigendum aflandskrónanna og erlendu hrægammasjóðunum væri hægt að bjóða tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 30 ára afborganalaust skuldabréf, útgefnu í bandaríkjadölum á 1,5% vöxtum. Annars yrðu erlendu hrægamma- sjóðirnir rukkaðir um 6% vexti á innistæðum sínum fyrir allt umstangið við gömlu krónuna. Þetta sparar tugi milljarða krróna á ári í vaxtakostn- að. Peningana, sem koma í ríkissjóð með þessum aðgerðum, á að nota til þess að borga upp það sem hægt er og skuldbreyta svo því, sem út af sendur af skuldum ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar og vaxta og skattalækkanir hér á landi. Líta verð- ur á aflandskrónurnar og niðurstöðu Icesave dómsins sem sérstakt tæki- færi, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Mikilvægar og arðbærar aðgerðir Leiðin er einföld, það yrði auðvelt að koma henni á á stuttum tíma og er auðvitað afar þjóðhagslega hagkvæm svo vægt sé til orða tekið. Þetta verður að gera áður en það er orðið of seint og kröfuhafar hafa náð að selja bankana til nýrra fjárfesta, sem verður auðvitað að stoppa ef við ætlum ekki að missa ábatann frá þjóðinni. Ef að X er ekki sett við G í vor, þá mun þó ekkert svona gerast. Vill einhver bera ábyrgð á því? Kjartan Örn Kjartansson Höfundur er varaformaður Hægri grænna, flokks fólksins og í 1. sæti listans í Reykjavík norður Veffang: www. xg.is

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.