Reykjanes - 11.04.2013, Síða 14

Reykjanes - 11.04.2013, Síða 14
14 11. apríl 2013 Ókeypis Blóðsykurmælar og strimlar fyrir sykursjúka Þú nærð tökum á sykursýkinni með því að mæla blóðskykurgildið þitt reglulega Bjóðum Medismart Zapphiro blóðsykurmæla og strimla frá Swissneska fyritækinu Lobeck Medical Ltd. * Mjög einfaldur í notkun, stór skjár, léttur og handhægur * "No Coding" - þarf aldrei að núllstilla (calibrera) * Þarf mjög lítið magn til mælinga * 0,6 µl * Mælir blóðsykur á bilinu 1,1-35 mmol/L * Mæling tekur aðeins 5 sek. * Geymir 480 mælingar í minni * Hægt að tengja við tölvu blóðsykursmælir Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum Apótek Suðurnesja er opið Mánud. - föstud. 9:00-19:00 Laugardaga 14:00-18:00 Velkomin í lágt lyfjaverð í Apóteki Suðurnesja ársHátíð Heiðarskóla Nýlega hélt Heiðarskóli upp á árshátíð sína. Nemendur fluttu þar ýmis atriði sem gestir kunnu vel að meta. Reykjanes smellti af nokkrum myndum. Garður. sýnum umHverFi kirkjunnar sóma Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir átti stund með heimamönnum í Útskála- kirkju nýlega. Biskupi voru kynntar hugmyndir swem uppi hafa verið um uppbyggingu Útskálahússins. Því miður fór það allt í strand vegna hrunsins eins og svo margt annað. Það gengur samt ekki að láta þetta fallega hús standa svona. Bæjaryf- irvöld verða að taka málið upp og halda áfram. Einnig var rætt um að bæta þurfi aðkomuna að kirkjustaðn- um. Í Garðinum hafa á síðustu árum verið miklar framkvæmdir þannig að seitarfélagið er mjög vel í stakk búið til að veita góða þjónustu. Nú er komið að því að bæjaryfirvöld sýni Útkálakirkuju þann sóma að ráðist verði í að gera aðkomuna snyrtilega og flotta. S. J. virkni allra er mikilvæg Þegar kemur að hverskonar sam-félagslegri aðstoð, við barn, full-orðinn, aldraðan eða fatlaðan á enginn að lenda utangarðs. Ekki á að skipta máli hvort vandinn heitir krabbamein, lömun eða atvinnuleysi. Virkni er mikilvæg fyrir alla. Þátttaka í uppbyggingu Íslands er á ábyrgð okkar allra. Þar er engin undanskilin, fatlaður eða ófatlaður. Vannýttur auður er ekki síst falinn í fólki sem í dag fær ekki tækifæri til að vera virkt í daglegum störfum. Veitum fólki aðstoð til að vera virkir þátttakendur og þannig tryggjum við lífsgæði þeirra og það mikilvægasta í lífinu, mannréttindi. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er fatlaður, ófatlað- ur eða atvinnulaus. Þá er mikilvægt að stórauka endurhæfingu fólks eftir sjúkdóma og slys til að tryggja virkni. Finnum lausnir á búsetu fólks eftir hæfni og aðstoðum fólk til að búa heima eins lengi og hægt er. Þeir sem af eigin raun geta nýtt sér aðstoðarmannakerfi eins og notendastýrðri persónulegri að- stoð (NPA) fái tækifæri til þess. Vernd- aðir vinnustaðir eru barn síns tíma og til þess fallnir að aðgreina hópa. Þeir sem í dag eru á vernduðum vinnustað eiga eins og kostur er að vera á meðal starfs- manna á hefðbundnum vinnustöðum og veitt aðstoð þar eftir þörfum. Sama á að gilda um atvinnuleit- endur, þeim verði fundinn farvegur til náms eða starfa og reglan verði að enginn fái greitt fyrir að sitja heima. At- vinnuleysi er böl sem veður að útrýma. Næg verkefnin eru fyrir höndum, t.d. hjá bæjarfélögum, ríki og velferðar- stofnunum sem hægt er að vinna að. Mannleg reisn felst í því að hver og einn geti með stolti unnið sér og fjölskyldu sinni farborða með því að stunda ærlegt starf. Söndum saman um virkni allra þegna samfélagsins. Með því má koma í veg fyrir margskonar félagsleg vandamál, svarta atvinnu- starfsemi og önnur óæskileg vanda- mál sem fylgja því að lenda utangarð í þjóðfélaginu. Tökum heiðarlega um- ræðu um þessi mál og finnum á þeim farsæla lausn. Ég vil vinna að virkni allra á mannlegum nótum. Ásmundur Friðriksson skipar 3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hart barist um atkvæðin Það fer ekki framhjá nokkrum að stutt er í Alþingiskosn-ingar. Nú reyna forystumenn framboðanna að ná eyrum kjósenda í þeirri von að fá atkvæði. Hér má sjá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Hönnu Birnu kristjánsdóttir, varaformann, tala við kjósendur á fjölmennum fundi á Nes- völlum. Ásmundur Friðriksson .

x

Reykjanes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.