Reykjanes - 01.11.2012, Side 2

Reykjanes - 01.11.2012, Side 2
2 1. nóvember 2012 Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru núna að setja sig í stellingar í undir-búningi á framboðslistum fyrir Alþingiskosningarnar í apríl n. k. Svolítið misjafnt virðist það vera hvaða aðferð flokkarnir ætla að nota, einhvers konar prófkjör verður þó hjá öllum, hvort sem það heitir prófkjör, flokksval eða tvöfalt kjördæmisráð. Enn hefur lítið heyrst um það hvaða aðferð nýju framboðin ætla að viðhafa við val frambjóðenda. Nú þegar liggur fyrir að þó nokkrir Suðurnesjamenn ætla að gefa kost á sér og reyna að ná sem bestum árangri. Þrátt fyrir að Alþingi njóti ansi lítils trausts meðal almennings er sem betur fer til fólk sem hefur áhuga á að setjast á þing. Það skiptir miklu máli hvaða fólk velst í efstu sæti framboðslistanna. Reykjanes telur nauðsynlegt að frambjóðendur geti kynnt sínar áherslur og skoðanir hér í blaðinu. Í síðasta blaði svöruðu nokkrir frambjóðendur spurn- ingum Reykjaness og fleir gera það í blaðinu í dag. Fyrir Suðurnesin skiptir það miklu máli að traust og sterkt fólk veljist á framboðslistana til að berjast fyrir okkar hagsmunamálum. Tveir núverandi þingmenn hér á Suðurnesjum sækjast eftir að skipa forystusæti síns lista. Það eru þær Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki. Ekki er það sjálfgefið að þær nái þessu takmarki sínu. Stuðningsfólk þessara flokka hér á Suðurnesjum getur haft úrslitaáhrif í þeim efnum. Fyrir íbúa á Suðurnesjum hlýtur það að skipta máli að eiga forystumenn í þessum tveimur flokkum. Það er nánast öruggt að annar hvor þessara flokka verður í næstu ríkisstjórn eða ef til vill báðir. Lítið sem ekkert hefur heyrst um hugsanlega frambjóðendur Suðurnesjafólks fyrir nýju framboðin. Þau hljóta að leita eftir fólki héðan af svæðinu til að fara í framboð. Það mun örugglega skýrast á nætunni. Íbúar á Suðurnesjum þurfa að fá sterka einstaklinga til setu á Alþingi. Við verðum að treysta því að næsta kjörtímabil verði okkur hér hagstæðara heldur en það sem nú er að klárast. Kosningaþátttaka minnst í Suðurkjördæmi. Laugardaginn 20. október s. l. var efnt til skoðanakönnunar, sem kölluð var þjóðaratkvæðagreiðsa um tillögur stjórnlagaráðs. Kosningaþátttaka á landsvísu var aðeins um 50%. Athygli vekur að kosningaþátttaka var minnst í Suðurkjördæmi eða 43,2%. Á sínum tíma talaði Samfylkingi og Hreyfingin um að það væri krafa al- mennings í landinu númer eitt, tvö og þrjú að fá nýja stjórnarskrá. Með nýrri stjórnarskrá á allt að lagast. Miðað við þessar forsendur hlýtur það að teljast furðulegt að innan við helmingur kjósenda mæti á kjörstað. Það er furðulegt að heyra suma stjórnmálamenn tala nú um að kosningaþátttaka hafi verið einstaklega góð. Hvernig er hægt að tala um slíkt þegar helmingur kjósenda mætir ekki á kjörstað. Samkomulag er til um framtíð Garðvangs. Suðurnesjamenn fögnuðun því þegar ákvörðun var tekin um uppbyggingu Nesvalla. Ríkið lagði áherslu á að samstaða ríkti meðal sveitarfélagnna. Bæj- arstjórn Garðs lagði áherslu á sínum tíma að framtíð Garðvangs yrði tryggð. Það var gert með undirskrift árið 2004. Því verður ekki trúað að óreyndu að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæjar ætli einhliða að rifta þessu samkomulagi. leiðari Suðurnesjafólk vill komast á þing Frí blað ið Reykja nes vill gjarn an kom ast í sam band við íbúa Suð ur nesja. Seg ið ykk ar skoð un með því að senda inn pist il. Send ið inn fyr ir spurn. Vin sam leg ast send ið okk ur tölvu póst á net fangið asta. ar@sim net.is eða hring ið í síma 847 2779. Reykjanes 21. Tbl.  2. áRganguR 2012 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54,  108 Reykja vík. Auglýsingasími: 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, netfang: asta. ar@simnet.is, sími: 847 2779. Myndir: Ýmsir. Umbrot: Prentsnið Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 8.000 eintök. dreifing: Vefútgáfa Pdf: www. reykjanesblad.is reykjanes er dreift í 8.000 eintökum ókeypis í allar íbúðir á reykjanesi. Viltu segja skoðun þína? Léttur föstudagur á NesvöLLum Á morgun, föstudaginn 2. nóv-ember verður Léttur föstu- dagur á Nesvöllum Friðarliljurnar koma í heimsókn og spila og syngja. Léttur föstudagur hefst kl.14: 00. Í hléi er selt kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. viLja brettapaLL Nemendur í Njarðvíkurskóla sendu Bæjarráði Reykjanes- bæjar nýlega erindi með ósk um að fá brettapall við skólann. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og felur Um- hverfis-og skipulagssviði afgreiðslu málsins. aðaLfuNdur í saNdgerði Hvalsnessókn boðar til aðal-fundar í Safnaðarheimilinu 8. nóvember kl.20: 00 LaNdamerki HrauNs og krísuvíkur staNda óHreyfð Endurrit dóms Hæstaréttar vegna landamerkja jarða á Vatnsleysu- strönd annarsvegar og Hrauns og Krýsuvíkur í Grindavík hinsvegar var lagt fram í bæjarráði. Þar kemur fram að hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Landamerki Hrauns og Krísuvíkur standa því óhreyfð. Hæstiréttur felldi niður málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, en Grindavíkurbær hefur borið ábyrgð á kostnaði vegna lands Krýsuvíkur sem er í eigu Héraðs- nefndar Suðurnesja. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara fram á endurgreiðslu þess kostnaðar frá Héraðsnefndinni. öfLugt starf í auðarstofu Reykjanes leit við einn daginn í Auðarstofu í Garði. Þar fer fram öflugt félagsstarf aldraðra og er vel mætt. Hér koma myndir frá Auðarstofu. Reykjanesbær. ánægjuleg þróun Ný könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu á Íslandi á vetr- artíma frá september 2011 til maí 2012 sýnir að af 35 stöðum sem spurt var sérstaklega um varðandi heimsóknir lenti Reykjanesbær í 6. sæti yfir flestar heimsóknir. Tæplega 22% svarenda sögðust hafa heimsótt Reykjanesbæ. Langflestir sögðu Bláa Lónið minn- isstæðast við heimsókn til Íslands. Af stöðum á landinu sögðust flest- ir hafa heimsótt Þingvelli, Geysi eða Gullfoss (61,0%), Vík (32,6%), Skóga (27,3%), Skaftafell (22,8%), Reykjanes- bæ (21,9%), Snæfellsnes þjóðgarð (20,7%), Reykjanesvita/Gunnuhver/ Brú milli heimsálfa (15,1%), Akureyri (13,7%), Hornafjörð (13,0%) Borg- arfjörð (12,6%), Mývatn (11,8%) og Eyrarbakka (10,9%). „Þetta er ánægjuleg þróun fyrir okkur í Reykjanesbæ. Bærinn hefur smám saman verið að laða til sín fleiri ferðamenn þótt mun lægra hlutfall velji enn að gista hér en heimsækja bæinn. Við sjáum umtalsverða aukn- ingu á heimsóknum ferðamanna í Víkingaheima og út á Reykjanesið“. Í könnuninni kemur fram að 95% svarenda sögðust hafa gist í Reykjavík og nágrenni og var meðaldvalarlengd- in fimm nætur.6,6% svarenda sögðust hafa gist á Reykjanesi. Ferðamálastofa segir könnunina byggða á að netföngum var safnað með skipulögðum hætti á komu- og brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar á tímabilinu 1. september 2011 til 31. maí 2012. Úrtakið var 4.512 manns og var svarhlutfallið 52,6% döguN fagNar Niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsLuNNar Dögun lýsir yfir ánægju með niður-stöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar þann 20. október síðast liðinn. Fyrir liggur að aukinn meirihluti lands- manna vill að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. Niðurstöðuna ber Alþingi í hvívetna að virða. Nú ríður á að þingmenn fari ekki út af sporinu. Fórnarkostnaðurinn við breiða sátt um lokaútgáfu Alþingis að nýrri stjórnarkskrá má aldrei verða útþynning frumvarps stjórnlagaráðs, líkt og fyrirhugað er að gera með frum- varp að breytingum á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Dögun leggur sérstaka áherslu á að 10% viðmiðinu sem stjórnlaga- ráð lagði upp með í tengslum við rétt kosningabærra manna til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslna verði ekki hnikað. Ákveði þingmenn að hækka þá tölu er hætt við því að ákvæðið verði óvirkt þar sem of erfitt verði að safna nauðsynlegum fjölda undirskrifta. Ekki er heldur neitt sem segir að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari á þann veg sem hvatamönnum að henni hugnast.

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.